22.6.15

Á vespum um Ísland

Tví­eykið Motorlie­be ferðast um heim­inn á vesp­um og er nú statt á Íslandi. Hóp­inn skipa þeir Dani Heyne frá Leipzig og Michael Blu­men­stein frá Frankfurt. Ævin­týrið hófst á síðasta ári þegar fé­lag­arn­ir keyrðu frá Los Ang­eles til New York-borg­ar. Á dag­skránni er svo að keyra með sól­inni frá vestri í aust­ur þannig að á næsta ári munu þeir fara til Írlands og Stóra-Bret­lands.


Hug­mynd­in að æv­in­týr­inu kviknaði þegar Heyne rakst á bloggsíðu hjá banda­rískri stúlku sem  keyrði frá San Frans­isco til New York á vespu. Hún var að flytj­ast til New York og vildi ferðast um og kynn­ast land­inu. Þeir fé­lag­ar ákváðu að leggja af stað í svipað ferðalag á rúm­lega þrjá­tíu ára göml­um vesp­um. Þeir leituðu af fal­leg­um og áhuga­verðum stöðum og fólki að mynda og taka viðtöl við. Í lok ferðar gáfu þeir svo út bók­ina Auf der Vespa durch die USA. 


Nú eru þeir að gera hið sama á Íslandi en ferðalagið hófst fyr­ir tíu dög­um á Seyðis­firði. Þeir eru komn­ir til Ísa­fjarðar og er upp­á­haldsstaður­inn hingað til Djúpa­vík en þeir segja að þar sam­ein­ist íbú­ar, nátt­úra og saga í full­kom­inni blöndu. Þá hríf­ast þeir mjög af nátt­úru Íslands en eru enn að venj­ast kuld­an­um og snjón­um. Þeir eru afar ánægðir með að hafa hafið ferðina nú en ekki í maí eins og stóð til upp­haf­lega vegna snjós­ins.


Hingað til hef­ur allt gengið vel en þó eru nokkr­ir hlut­ir sem þeir eiga erfitt með að kom­ast yfir og leita nú. Það er t.d. hestamaður sem vill fara í kapp­reiðar við vespu, ein­hver til að rýja lamb með sér og fyr­ir­tæki sem er til í að breyta fjór­hjóli í fjalla­bíl.


Hér má nálg­ast Face­book-síðu Motorlie­be. 





https://www.facebook.com/photo/?fbid=809728052416278&set=a.601500876572331

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/06/22/a_vespum_um_island_3/

18.6.15

Ferð að fallinu. 19 júní

Vélhjólafólk. 


Þá er það næsti föstudagur, 19 júní þá förum við að Fallinu eins og undanfarin sumur, það eru 10 ár frá vigslu þessa flotta listaverk eftir Heidda nú vonast ég til að sjá alla sem mótorhjóli geta valdið þetta kvöld. Þeir sem ætla að fara í hóp í Varmahlíð frá Króknum mætið á N1 fyrir kl 19.30.

Gísli Gunnarsson prestur fer með hugvekju eins og undanfarin ár við Fallið kl 20.00 og við rúllum okkur svo í RÓLEGHEITUNUM á Sauðárkrók og leggjum hjá Maddömmunum, þær ætla að taka á móti okkur með kaffi og meðlæti.

Endilega látið þá vita sem eru að hjóla eins þó þeir séu ekki í okkar hópi þar sem þetta snertir okkur öll.

Farið varlega í umferðinni.
Kveðja Svavar #76. Formaður Smaladrengjana.