Hjálmar Sigurðsson Safnari |
Hjálmar Sigurðsson á Stokkseyri á sér sérstakt áhugamál því hann safnar mótorhjólum, þó ekki alvöru hjólum því þetta eru allt leikfangamótorhjól.
Hjálmar og kona hans búa í Eyjaseli 6 á Stokkseyri þar sem mótorhjólasafnið er í einu herberginu. Þetta eru rúmlega fjögurhundruð hjól á ýmsum gerðum, sem Hjálmar hefur safnað síðustu fimm árin.
„Þetta er bara mitt áhugamál, ég safna bara öllum hjólum,“ segir Hjálmar. Hann á mikið af Harley Dawson, hjólum, nokkur lögreglumótorhjól og meira að segja Spidermann mótorhjól.
Þrátt fyrir að hann sé komin yfir fimmtugt þá lætur hann það ekki stoppa sig enda gefur söfnunin honum mikið.
Hann segist ætla að halda áfram að safna mótorhjólum og þiggur fleiri ef einhver á. „Já, já, ég þigg alveg í safnið hérna, ef fólk á þau niður í geymslu eða einhversstaðar annarsstaðar, þá þigg ég hjólin, ég get alveg borgað pínulítinn pening fyrir þess vegna,“ segir hann.
Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. febrúar 2015
visir.is
visir.is