12.7.13

Hjóladagar á Akureyri

Tían, Bifhjólaklúbbur Norðurlands, mun halda sína árlegu Hjóladaga á Akureyri dagana 17.–19. júlí. Þar verður sem fyrr þrautabraut, hjólaspyrna, Útimarkaður, grill og sýning á mótorhjólum ásamt því að minningarakstur um Heiðar Jóhannsson verður farinn.
Hjóladagar hafa farið stækkandi ár frá ári og eru nú að verða aðalsamverutími allra íslenskra hjólamanna. Upplýsingar og dagskrá Hjóladaga má finna á heimasíðu Tíunnar,
www.tian.is

23.5.13

Skoðunardagur Tíunnar og Frumherja

Við vildum bara minna á skoðunardaginn okkar hjá Frumherja sem er núna laugardaginn 25. maí (næstkomandi laugardag) frá kl 10-14. Greiddir félagar fá 60% afslátt af skoðunargjaldi þennan dag, og einnig verða grillaðar pylsur á boðstólnum fyrir gesti :-)

Vonumst til að sjá sem flesta félaga!

Með bestu kveðju
Tían - Bifhjólaklúbbur Norðuramts