27.3.13
Fiat í hjólin 2014
Til þess að vera svalur bílaframleiðandi í Evrópu er greinilega alveg nauðsynlegt að smíða mótorhjól. Volkswagen keypti til að mynda Ducati árið 2012 og BMW hefur smíðað mótorhjól lengur en bíla.
Nú er Fiat að íhuga kaup á mótorhjólaframleiðandanum MV Augusta, sem er ítalskur eins og Fiat. MV Augusta á í miklu fjárhagserfiðleikum og ef að kaupunum verður þarf það talsverða innspýtingu fjármuna frá Fiat.
MV Augusta er hvað þekktast fyrir góðan árangur í mótorhjólakeppnum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Vel gekk hjá MV Augusta í keppnum þangað til japönsku mótorhjólaframleiðendurnir komu til sögunnar og sópuðu til sín titlunum.
Kaupin á MV Augusta myndu ekki kosta Fiat nema brot af því sem Ducati kostaði Volkswagen, en Ducati heyrir reyndar til eins af undirmerkjum Volkswagen samstæðunnar, þ.e. Audi. Kaupverðið á Ducati var 173 milljarðar króna.
MV Augusta er miklu minna fyrirtæki en Ducati og framleiðir miklu færri hjól. Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, er lunkinn samningamaður og aldrei að vita að hann kræki í MV Augusta fyrir slikk og stækki með því Fiat merkjafjölskylduna.
19.3.13
Öndvegisbílar í rúm 80 ár
Audi-safnið í Ingolstadt
Um það bil 60 km norður af München er borgin Ingolstadt sem kölluð hefur verið borg Audi-bílanna. Stór hluti borgarbúa vinnur fyrir Audi, hvort sem það er í hinum risastóru verksmiðjum Audi í austurhluta hennar eða öðrum deildum fyrirtækisins. Hópur íslenskra blaðamanna var þar á dögunum að reynsluaka nokkrum Audi-bílum og gafst þá tækifæri til að skoða samsetningu á Audi A3-bílum í verksmiðjunni en því miður mátti ekki taka myndir á staðnum. Nóg mátti hins vegar smella af inni á glæsilegu farartækjasafni Audi þar við hliðina áSaga hringjanna
þá Audi-merkið, en nafnið fékk hann með því að þýða Horch nafnið yfir á latínu. Wanderer-merkið hóf framleiðslu á mótorhjólum árið 1902 og fyrsta bílinn þeirra kom árið 1913. DKW byrjaði sem framleiðandi aukahluta í farartæki en árið 1922 kom fyrsta mótorhjólið frá þeim á markað
en DKW átti eftir að verða einn stærsti mótorhjólaframleiðandi fyrirstríðsáranna á aðeins nokkrum árum. Fyrsti bíllinn frá þeim kom á markað árið 1928.
Framleiddu mótorhjól og lúxusbíla
Eins og áður sagði sameinuðust þessi fjögur merki 29. júní 1932, Wanderer-merkið var reyndar aðeins tekið yfir að hluta en bíladeild þess fór undir Audi-samsteypuna. Eftir sameininguna var Audi næststærsti bílaframleiðandi í Þýskalandi. Hvert merki var gert ábyrgt fyrir framleiðslu og sölu mismunandi gerða og stærða, DKW fyrir mótorhjól og smábíla, Wanderer fyrir millistærðarbíla, Audi
njall@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ
19.03.2013
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)