1.5.07

Kanslarinn er kona á mótorhjóli

 

Mótorhjólamenn í Grindavík stofnuðu í lok síðasta sumars mótorhjólaklúbb sem fékk nafnið Grindjánar.

 Nafnið var reyndar notað hjá stuðningsmannaklúbbi körfuboltans en þar sem nafnið var óskráð sáu þeir sér leik á borði og hirtu nafnið og stofnuðu utan um það kennitölu. 

Til að stýra klúbbnum er kosinn Kanslari en ekki formaður eða þaðan af hallærislegra yfirmannsnafn. Hrafnhildur Björgvinsdóttir er Kanslarinn og fór hún fyrir hópi mótorkappa, kvenna og karla, síðast liðið þriðjudagskvöld sem mættu við Festi á tilteknum tíma. 

Hópurinn þeysti síðan inn á Hallærisplan í Reykjavík en þar er mikill liðssafnaður þeirra sem hafa þennan sérstaka áhuga að sýna sig og sjá hin mótorhjólin. 

Hjólin em að ýmsum tegundum en Súkkur vom mest áberandi þetta kvöld. í klúbbnum em 26 meðlimir með jaftimörg hjól.

Grindvíkingur  2007

3.4.07

Kerr­ur fyr­ir mótor­hjól

Svona lít­ur þessi magnaða kerra út. mbl.is

Já það er allt til meira segja kerr­ur fyr­ir mótor­hjól. 

Wipi er franskt fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í smíðum á mótor­hjóla­kerr­um. Smíðin er stór­merki­leg og mikið er lagt í það að hafa kerr­urn­ar flott­ar í út­liti. Þegar skoðuð er hönn­un­in sjálf sést strax að mikið hef­ur verið hugsað út í létt­leika kerr­un­ar. Kerr­an er svipuð á breidd og hjól yfir höfuð og ekk­ert ósvipuð hjóli yfir höfuð. Kerr­an er fest með sér­stöku festi­setti sem sett er á Sw­ing­arm hjóls­ins sem ger­ir kerr­unni kleift að hall­ast um leið og hjólið, bremsu­ljós er tengt frá hjól­inu yfir í kerr­una.

Fyr­ir­tækið hann­ar kerr­ur fyr­ir hvert hjól og pass­ar ekki kerra yfir á aðra hjóla­teg­und. Þeir sem vilja fræðast nán­ar um kerr­urn­ar geta skoðað vefsíðuna www.remorque-wipi.com.

https://www.mbl.is
3.4.2007