Búið að stilla hjólunum upp á Reykjavíkurflugvelli. Þrátt fyrir hamagang stóðust öll hjólin þrautirnar án þess að bila sem telst meðmæli í sjálfu sér. |
Ertu spennt/ur að vita hvað er hvað í heimi 450cc fjórgengishjóla? Ef svarið er já, lestu þá áfram því við settum 5 heitustu hjólin í dag í reynsluakstur þar sem kostir og gallar hvers hjóls komu glöggt fram þegar þau fóru undir hamarinn. Þórir Kristinsson hafði umsjón með undirbúningi og framkvæmd reynsluakstursins.
Hjólin sem um ræðir eru GasGas 450 fse,Yamaha WR450, Husaberg 450 Fe, TM 450 VOR 450. KTM 450
Til stóð að fá KTM 450 með í þennan reynsluakstur, enda þykja þau standa mjög framarlega í þessum flokki en því miður var ekki unnt að verða við þeirri ósk okkar. Til að fá sem breiðasta innsýn inn í reynsluaksturinn fékk ég til liðs við mig þá Heimi Barðason, Jón Bjarnarson og Reyni Jónsson sem allir eru gamlir refir í sportinu.GasGas
Husaberg FE450
Husaberg stendur á krossgötum. Þetta hjól, sem hannað er með kraft og léttleika að leiðarljósi, hefur þótt hafa fullháa bilanatíðni, eins og flestir vita. Það sem ekki allir vita er að mikið vatn hefur runnið til sjávar sl. 1-2 ár og hjólin verið endurbætt. Endurbætur sem eru líklegar til að auka endingu og áreiðanleika sænsku hjólanna. Mótorinn
í Husaberg er hugarfóstur Thomas Gustavsson, fyrrverandi heimsmeistara í enduro, og hann er alveg sterkur allt frá lágsnúningi upp í efsta hluta vinnslusviðsins þar sem hann þeytir hjólinu rösklega, en þó ekki fruntalega, vel á annað hundraðið. Mikið hefur verið lagt í að
gera þetta hjól létt og vegur það minnst af öllum þessum hjólum. Þetta samspil léttleika og góðs mótors gerir það að verkum að Husaberg virkar sem mjög hvetjandi hjól í akstri, þeim mun hraðar sem þú vilt fara þeim mun betra. Ef aðeins Thomas og félagar lærðu að búa til
netta bensíntanka, en þessi klunna legi bensíntankur var stærsta um kvörtunarefni hópsins í reynsluakstrinum. Þetta er tæplega hjólið fyrir unglinginn, til þess er það of sérstakt.
Þetta hjól mun e.t.v. falla best þroskuðum ökumönnum sem vilja enduro-hjól með stóru E-i. Hjólið fæst í verslun Nitro (www.nitro.is) og kostar 860.000 kr., en þess má til gamans geta að fyrir 80.000 krónur má umbreyta þessu öfluga hjóli í super moto götuhjól.
Yamaha WR 450
fékk hjólið mínus í kladdann fyrir að þreyta okkur alla óþarflega mikið í vinstri hendinni. WR er ekki þyngsta hjólið í kílóum talið en þar sem þyngdarpunktur hjólsins er fremur ofarlega fer hvert kíló að gera meira vart við sig, sérstaklega í beygjum. Hjólið er fremur hátt og stórt og hentar sérstaklega vel fyrir hávaxna ökumenn. Fjöðrunin vinnur miðlungsvel úr þungum og hægum höggum, (s.s. í djúpum sandi á lítilli ferð), en þegar hraðinn eykst er Jamminn kominn á heimavöll og étur upp þær hindranir sem á vegi hans verða. Hjólið fæst hjá Arctic Trucks/Yamaha og kostar 911.000 kr. (www.yamaha.is). Ef líkja ætti Yamaha WR við hest teldist það seint góður barnahestur. Til þess er það of stórgert og gróft. Aftur á móti er hjólið stórskemmtileg blanda af vinnu og veðhlaupahesti. Hægt er að þeytast á því allt árið án þess að það slái feilpúst. Ef þér skyldi svo detta í hug að keppa á hjólinu þarf ekkert til nema bensín á tankinn og góða skapið.
TM450
VOR
Hvað er best? Að útnefna eitt hjól sem afgerandi sigurvegara er ekki hægt með góðu móti. Hér er þetta orðið spurning um að hver og einn vegi kosti og galla hvers hjóls í samræmi við óskir sínar. GasGas er líklega það hjól sem hvað flestir yrðu ánægðir með, eða ylli hvað fæstum vonbrigðum eftir því hvernig menn líta á þetta.
16.06.2004
Morgunblaðið/ÞÖK
Fullvaxin enduro-hjól