-Rúmlegar tvö hundruð manns mættu til keppnarinnar sem var haldin í blíðskaparveðri.
Alþjóðlega Offroad Challenge-keppnin í þolakstri var haldin á Klaustri á laugardaginnn
Veðrið var eins gott og það gat
orðið á laugardaginn þegar Offroad
Challenge-keppnin fór fram við Efri Vík.
Það voru rúmlega 200 keppendur mættir til að keppa í þessari
stærstu mótorhjólakeppni íslandssögunnar.
Eftir skoðun og skráningu var
byrjað að keppa í unglingaflokki
þar sem 16 kepptu í 40 mínútna
keppni. Sú keppni var haldin í sérstakri braut við hliðina á aðalbrautinni. Það var Gunnlaugur Karlsson
sem tók forystuna strax í fyrsta
hring og hélt henni allt til loka.
Hann sigraði, ók tíu hringi á tímanum 44:05.
Annar varð Aron Ómarsson á
timanum 45:49, en eftir hörkubaráttu um þriðja sætið á milli Freys
Torfasonar, Helga Más Gíslasonar
og Svavars Friðriks Smára sem þá varð Freyr Torfason þriðji á tímanum 48:13
Sex tíma akstur
í 6 tíma keppninni hófu 180 keppendur keppnina á slaginu 12.00 og
fram undan var 6 tíma þolaksturskeppni. Af þessum 180 keppendum
voru 16 sem hugöust aka einir alla 6
klukkutímana. Brautin var 15,6
kílómetrar og skiptist í hóla, sand,
grjót og brattar brekkur. Ekki er
ólíklegt að jarðskjálftamælar á Suðurlandi hafi merkt titriting þegar
keppendurnir 98 ruku allir af stað í
einu með þrumugný. Strax í fyrsta
hring tók Micke Friskk sem ók með
Valdimai Þórðarsyni á Suzuki, forystuna og hélt henni fyrsta hringinn. I öðrum hring tóku forystuna Ragnar Ingi Stefánsson og Tony
Marshall á Hondu og héldu henni
næstu þrjá hringi þar á eftir, en í
sjötta hring náðu Mike og Valdimar
forystunni aftur einn hring en i áttunda hring náðu Viggó Viggósson
og James Mahrs á TM forystunni og
héldu henni allt til loka. Hraðasti
hringur þeirra var einnig hraðasti
hringur keppninnar, 21:24, og var
það í tíunda hring.
En þetta voru einu keppendurnir
sem luku 16 hringjum. Aðrir keppendur luku færri hringjum.
Bragi bakaði aðra
Í einstaklingskeppnoinni höfðu keppendur enga til að leysa sig af
þegar þeir voru orðnir þreyttir. Í fimmtugasta og sjötta sæti í heildina var Bragi Óskarsson fyrstur af
þeim 16 einstaklingum sem óku einir.
Fréttaritari icemoto á staðnum
ákvað að taka þátt í keppninni til að
sjá sem mest af henni. Það sem
vakti athygli hans var hversu brautin var vel og augljóslega merkt,
hættumerki þar sem hætta var fram
undan, grjót og annað. Það var sérstök upplifun að vera akandi inni í
brautinni þegar fljótustu ökumennirnir hringuðu fréttaritarann og var
svolítið sérstakt að sjá mismunandi
aktursstíl ökumanna. Sérstaklega
vakti aðdáun aktursstíll PG Lundberg, en hann ók á ótrúlegum hraða
á grýttustu köflunum og sandinum
sem flestum þótti erfiðasti kafli
brautarinnar.
-HJ
https://timarit.is/page/3047169?iabr=on#page/n15/mode/2up