Mótorhjól í fimm ferðatöskum
Áhöld um hvort um var að ræða varahlutasmygl eða smygl á mótorhjóli
Tilraun til aö smygla mótorhjóli í
ferðatöskum til landsins var gerð nýlega á Keflavíkurflugvelli. Reynt var
að hafa hálfa milljón króna af ríkissjóði. Árvekni tollvarða kom upp um
smyglarana, en talið er líklegt aö slíkt
smygl kunni að hafa átt sér stað áður
í nokkrum mæli. Tollgæslan vill að
dómstólar skeri úr í þessu máli, sem
virðist einfalt við fyrstu sýn en er þó
furðuflókið. Var verið að smygla inn
mótorhjóli eða bara nokkrum varahlutum? Hvers virði var gaffallinn,
gjarðir og aðaldempari, sem framvísað var réttilega við rauða hliðið? Eðli
vörunnar sem reynt var að smygla
hefur breyst þegar splunkunýju hjóli
sem keypt er erlendis er slátrað í
varahluti. Á að kæra smyglarana fyrir smygltilraun á varahlutum - eöa
mótorhjóli? Tollurinn lagði hald á
hluti sem framvísað var „löglega" í
rauða hliðinu og telur að sá gjömingur hafi verið í blekkingarskyni gerður
Tveir menn komu saman til landsins í Leifsstöð. Þeir tóku sitt hafurtask affæribandinu, margar töskur
og vaming. Annar fór í rauða hliðið
eins og löghlýðinn borgari með gaffal,
gjörö og framstell af Suzuki-mótorhjóli og óskaði eftir að það færi á
aukafarmskrá til Reykjavíkur og
borgaö yrði af því þar. Ekki kvaðst
hann hafa annað tollskylt og var því
vísað á græna hliðið.
Félagi hans var þá ekki í sjónmáli
og hélt sá úr rauða hliðinu að hann
væri kominn í gegn og út með góssið.
Svo var ekki. Sævin Bjamason yfirtollvörður hafði grunsemdir og bað manninn að koma inn í leitarklefa. Hann
spurði hvort einhver væri með honum
i för. Hann viðurkenndi það en kvaðst
halda að félaginn væri farinn út. Sævin taldi ólíklegt að svo væri.
„Ég sá að það var maður að fara
á rautt, tók manninn aðeins út fyrir klefann og benti á hann og
spurði hvort þetta væri félagi
hans. Hann viðurkenndi það,“
sagði Sævin, þegar DV spurði
hann um þessa einstæðu smygltilrami í gær
Sævin segir að leitað hafi verið í
ferðatöskum mannanna í græna hliðinu, fimm töskum minnir hann. Þar var allt fullt
af mótorhjólahlutum,
meðal annars mótor og
aragrúi af smádóti innan mn fot og annað hafurtask, sem ferðamenn
hafa með sér.
Mótorhjól eins og
þessi eru talsvert þung,
en mesti þunginn er í
gafflinum með. Hjólið
kostaði rúma 5.400 dollara í Bandaríkjunum.
Kolbeinn Pálsson hjá
Suzuki-umboðinu fyrir
mótorhjól sagði í gær
að í mótorhjólaheiminum væri talað um allmörg lukkuð smygl á
motocross-hjólum.
Götuhjólin væru erfiöari viðfangs því þau
þarf að skrá og þá þarf
að framvísa innflutningspappírum. Kolbeinn sagði aö fyrir umboðsmenn
þýddi ekki að ergja sig yfir ástandinu, smygli á eflaust nokknnn tugum mótorhjóla.
„Um leið og gjöld fjármálaráðuneytisins lækka, þá hætta menn að
taka svona sénsa,“ sagði Kolbeinn.
Gjöld af innflutningi mótorhjóla
rúmlega tvöfalda verðið á hjólunum. -JBP