13.11.98

Nýstárlegt smygl:


 Mótorhjól í fimm ferðatöskum



Áhöld um hvort um var að ræða varahlutasmygl eða smygl á mótorhjóli


Tilraun til aö smygla mótorhjóli í ferðatöskum til landsins var gerð nýlega á Keflavíkurflugvelli. Reynt var að hafa hálfa milljón króna af ríkissjóði. Árvekni tollvarða kom upp um smyglarana, en talið er líklegt aö slíkt smygl kunni að hafa átt sér stað áður í nokkrum mæli. Tollgæslan vill að dómstólar skeri úr í þessu máli, sem virðist einfalt við fyrstu sýn en er þó furðuflókið. Var verið að smygla inn mótorhjóli eða bara nokkrum varahlutum? Hvers virði var gaffallinn, gjarðir og aðaldempari, sem framvísað var réttilega við rauða hliðið? Eðli vörunnar sem reynt var að smygla hefur breyst þegar splunkunýju hjóli sem keypt er erlendis er slátrað í varahluti. Á að kæra smyglarana fyrir smygltilraun á varahlutum - eöa mótorhjóli? Tollurinn lagði hald á hluti sem framvísað var „löglega" í rauða hliðinu og telur að sá gjömingur hafi verið í blekkingarskyni gerður

Tveir menn komu saman til landsins í Leifsstöð. Þeir tóku sitt hafurtask affæribandinu, margar töskur og vaming. Annar fór í rauða hliðið eins og löghlýðinn borgari með gaffal, gjörö og framstell af Suzuki-mótorhjóli og óskaði eftir að það færi á aukafarmskrá til Reykjavíkur og borgaö yrði af því þar. Ekki kvaðst hann hafa annað tollskylt og var því vísað á græna hliðið.

Félagi hans var þá ekki í sjónmáli og hélt sá úr rauða hliðinu að hann væri kominn í gegn og út með góssið. Svo var ekki. Sævin Bjamason yfirtollvörður hafði grunsemdir og bað manninn að koma inn í leitarklefa. Hann spurði hvort einhver væri með honum i för. Hann viðurkenndi það en kvaðst halda að félaginn væri farinn út. Sævin taldi ólíklegt að svo væri. „Ég sá að það var maður að fara á rautt, tók manninn aðeins út fyrir klefann og benti á hann og spurði hvort þetta væri félagi hans. Hann viðurkenndi það,“ sagði Sævin, þegar DV spurði hann um þessa einstæðu smygltilrami í gær

Sævin segir að leitað hafi verið í ferðatöskum mannanna í græna hliðinu, fimm töskum minnir hann. Þar var allt fullt af mótorhjólahlutum, meðal annars mótor og aragrúi af smádóti innan mn fot og annað hafurtask, sem ferðamenn hafa með sér.

Mótorhjól eins og þessi eru talsvert þung, en mesti þunginn er í gafflinum með. Hjólið kostaði rúma 5.400 dollara í Bandaríkjunum. 

Kolbeinn Pálsson hjá Suzuki-umboðinu fyrir mótorhjól sagði í gær að í mótorhjólaheiminum væri talað um allmörg lukkuð smygl á motocross-hjólum. Götuhjólin væru erfiöari viðfangs því þau þarf að skrá og þá þarf að framvísa innflutningspappírum. Kolbeinn sagði aö fyrir umboðsmenn þýddi ekki að ergja sig yfir ástandinu, smygli á eflaust nokknnn tugum mótorhjóla. 

„Um leið og gjöld fjármálaráðuneytisins lækka, þá hætta menn að taka svona sénsa,“ sagði Kolbeinn. Gjöld af innflutningi mótorhjóla rúmlega tvöfalda verðið á hjólunum. -JBP

24.10.98

Hörð keppni í enduro í sumar



Akstursíþróttir hafa á undanfómum árum notið sífellt meiri vinsælda meðal landans og eiga þar stóran þátt sjónvarpsþættirnir Mótorsport.
Í sumar byrjaði enn ein akstursíþrótt sem ekki hefur verið keppt í áður til íslandsmeistara og er það
enduro (þolaksturskeppni) og er þar keppt á torfærumótorhjólum. Keppnin er í raun bæði ratkeppni og kappakstur. Keppnisbrautin er valin og ekki máæfa sig í brautinni fyrir keppni. í brautina eru sett mörg hlið og ef sleppt er hliði reiknast 10 mínútur í refsingu svo að ökumenn verða að gæta þess að aka brautina rétt.
Fyrir keppni er ekið með alla keppendur í hring í fyrirhugaðri keppnisbraut til að þeir læri að aka
brautina rétt og sjái þær hættur sem leynast í henni. Þegar keppni hefst er hjólunum raðað í beina línu
og standa ökumennirnir 20 metra fyrir framan hjólið sitt. Þegar keppendur eru ræstir hlaupa þeir
af stað 1 átt að hjóli sínu, setja í gang og bruna af stað inn á brautina. Brautirnar í sumar voru 40 til 80
kílómetra langar og ekið er í einni lotu.
Fyrsta keppnin var ekin í maí við mynni Jósepsdals og var sú braut 7,3 km á lengd. Eknir voru 6 hringir, eða alls 44 kílómetrar. Það var Viggó Viggósson sem sigraði á timanum 1.02.26 með meðalhraða upp á 42 km á klst.
Önnur keppnin fór fram við Ketilás í Fljótum og var haldin í tengslum við landsmót Sniglanna. Brautin þar var 5,9 km á lengd og voru eknir 7 hringir eða alls 41 kilómetri. Sigurvegari þar varð Þorvarður Björgúlfsson á tímanum 1.02.28 með meðalhraða upp á 39 km/klst. og var hann aðeins 6 sekúndum á undan næsta manni sem var Reynir Jónsson.
Þriðja og síðasta keppnin í sumar fór fram 26. september við Húsmúlarétt. Fyrir þá keppni voru fjórir keppendur sem allir gátu orðið Islandsmeistarar eins og sjá má á töflunni til hliðar.


Það var því ljóst að keppnin myndi verða hörð á milli fjórmenninganna. Þegar keppnin hófst var það Einar sem náði forystunni en fast á eftir honum kom Þorvarður. Einar datt og tafðist við það i nokkrar mínútur og Þorvarður var svo óheppinn að drepa á hjólinu í fyrsta hring, sem var 20 km, og áttu þeir nú eftir 3 hringi. Viggó náði forystunni og staðan hélst þannig alla keppnina: Viggó fyrstur, Einar annar og Þorvarður þriðji. Viggó sigraði á tímanum 1.31.39 og Einar varð annar á tímanum 1.32.59. Þorvarður varð í 3. sæti með tímann 1.36.48 eftir lengstu og erfiðustu endurokeppni sem haldin hefur verið i ár. Viggó var með 52 kílómetra meðalhraða á klukkustund í keppninni en reynt er að leggja brautirnar þannig að meðalhraði fari ekki upp fyrir 60 kílómetra á klukkustund.






DV
24.10.1998

https://timarit.is/