Sniðug til að snattast á
A suðlægum slóðum eru létt bifhjól eitt algengasta vélknúna farartækið fyrir utan
bíla. Hildur Einarsdóttir fjallar um þessi farartæki sem eru til margra hluta nytsamleg, en meðal annars er hægt að flytja á þeim heilu búslóðirnar.
FYRIR rúmum fimmtíu árum setti ítalska fyrirtækið Pontedera á markaðinn mótorhjól sem hlaut framleiðsluheitið Vespa. Hönnun þess var á margan hátt sérkennileg. Líktist það hvorki reiðhjóli, hlaupahjóli, mótorhjóli, bíl né geitungi, þótt það héti í höfuðið á því skorkvikindi en var undarlegt sambland af þessu öllu hvað varðaði útht, hljóð og eiginleika. ítalir höfðu farið illa út úr seinni heimsstyrjöldinni og var hjólið hannað með fátæka alþýðuna í huga sem ekki hafði efhi á að kaupa sér bíl.
Þessi tegund bifhjóla er enn eitt algengasta yelknúna farartækið á ítalíu og víðar í Evrópu.
Hin síðari ár hefur orðið gífurleg söluaukning á bifhjólum í Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem hefur breyst er að framleiðsluheitin eru fleiri og mörg þeirra bera japönsk nöfn eins og Suzuki eða Yamaha. Japanir hafa verið fyrirferðarmiklir á þessum markaði enda salan mikil í Asíu. Þótt framleiðendurnir séu orðnir fleiri þá höfum við hér á íslandi enn tilhneigingu til að kalla létt bifhjól
vespur. A ensku er þessi tegund hjóla nefhd „scooters" og hafa sumir hér viljað kalla þau skutlur.
Almenna notkun hér á landi á tegundarheitinu vespa má rekja til þess að hingað voru fluttar inn nokkrar upprunalegar Vespur á sjötta áratugnum. Hjólið náði þó aldrei almennum vinsældum. Það voru helst nokkrir sérvitringar sem festu kaup á þessum farartækjum. Sáust þeir bruna um berhöfðaðir með skjalatóskurnar á fótstiginu. Á köldum dögum lögðu þeir ullarteppi yfir fæturna til þess að þeim yrði síður kalt Léttum bifhjólum fjölgaði aftur á gótum Reykjavíkur síðastliðið sumar. Astæðan er einkum sú að fyrirtækið Mótorsendlar sem tekur að sér að fará erinda fyrirtækja og stofnana notar þau í sendiferðum. En nú eru menn ekki berhöfðaðir lengur heldur eru allir með hjálma. Innflytjendur hér á landi greina aukinn áhugi á léttum bifhjólum en til að mega aka þeim dugir bílpróf og svo auðvitað skellinöðrupróf fyrir þá sem eru orðnir fimmtán ára. Þeir segja að enn sé það miðaldra fólk
sem sé í meirihluta kaupenda. „Þótt töffurunum finnist hjólin að mörgu leyti sniðug þá er viðkvæðið hjá þeim: „Ég get ekki látið sjá mig á svona hjóli," segir Ingvar Bjarnason hjá Merkúr, sem flytur inn hjól frá japanska fyrirtækinu Yamaha. „Einn og einn töffari kaupir sér þó svona hjól. Erlendis er aðal markhópurinn ungt fólk. Það sést á bæklingum frá framleiðendum." Sparneytin og viðhald auðvelt
Hvað er annars svona sniðugt við skutlurnar?
Af hverju völdu til dæmis Mótorsendlar þetta farartæki þegar þeir stofnuðu Mótorsendla?
Við spurðum Mumma sem vann að stofnun fyrirtækisins þessarar spurningar. „Við fengum tvo mótorhausa til að kanna hvaða mótorhjól væru hentugust fyrir okkar rekstur og þessi hjól urðu fyrir valinu. Þau eru mjög sparneytín, eyða ekki nema 2-3 lítrum á hundraði. Öll uppbygging hjólsins er einfóld. Það er til dæmis ekkert tölvustýringardót í þeim sem gerir það að verkum að hjólin bila síður og viðhaldið er auðvelt. Þau eru á breiðum dekkjum svo slitflöturinn er stærri, dekkin endast því betur," segir Mummi. Kristinn Sveinsson hjá Suzuki umboðinu tekur undir þessar röksemdir og segist vita af heimilisföður í Hafharfirði sem fari til vinnu sinnar í Reykjavík á skutlunni hvern einasta dag, allan ársins hring. „Hann fyllir tankinn fyrir tvö hundruð krónur og dugir bensínið út alla vikuna og sparar hann sér því umtalsverðar fjárhæðir."
Þegar Vespan var sett á markað í fyrsta sinn var henni ætlað að þjóna bæði konum og körlum. Enda er það algeng sjón ei'lendis að sjá konur á öllum aldri á léttum bifhjólum. Þau henta okkur konum vel vegna þess hve þau eru létt og síðast en ekki síst þá getum við verið í pilsi á hjólinu. Eg verð að játa að mig hefur lengi langað í svona hjól. Eiginlega alveg frá því ég var smástelpa og sá karl sem bjó í nágrenni við mig aka á Vespu. Það var nú eitthvað annað að sitja í mjúku sæti og geta hvflt fæturnar á palli en hanga á grjóthörðum hnakki reiðhjólsins og þurfa að stíga fótstigið þangað til maður gekk upp og niður af mæði og svo var vindhlífin á Vespunni svo asskoti flott. Eiginmaðurinn gaf henni bifhjól í jólagjöf Það eru ekki margar konur hér á landi sem aka á léttum bifhjólum að staðaldri en þeim fer fjölgandi. Ég frétti af bóndakonu norður í landi sem á skutlu. Fer hún á hjólinu milli heimilis og útihúsa, milli bæja og í kaupstaðinn. Svo er það hún Jórunn Kjartansdóttir, margi-a barna móðir og amma í Grafarvoginum. Hún hefur notað hjólið þegar hún fer út í búð að kaupa i matinn eða þegar hún skreppur niður í bæ. Stundum heimsækir hún manninn sinn í vinnuna í Kópavoginum eða fer í heimsókn á Kleppsveginn til barnabarnanna. Það var einmitt eiginmaðurinn sem gaf Jórunni skutluna í jólagjöf og kom henni gjöfin mjög á óvart. „Hann fór með mig á aðfangadagskvöldi niður á verkstæði þar sem hann gerir upp gamla bíla í tómstundum. Þar stóð hjólið pakkað inn í jólapappír. Hann spilaði meira að segja jólalög meðan ég tók pappírinn utan af hjólinu. Mín fyrstu viðbrögð
þegar ég sá hjólið voru þau að ég sagðist aldrei fara á þetta hjól. Enda var ég fyrst svolítið smeyk en svo hef ég haft ofsalega gaman af þessu," segir Jórunn. Hún segir barnabörnin líka hafa gaman af að fá að sitja aftan á og fara nokkra hringi með ömmu. „A sumrin, í góðu veðri ek ég stundum
bara eitthvert út í bláinn. Það er svo yndislegt að finna loftið leika um sig og svo er maður eitthvað svo frjáls." Jórunn segist yfirleitt mæta tillitssemi í umferðinni. „Menn taka jafnvel smásveig þegar þeir sjá mig. Það hefur aðeins einu sinni gerst að bfll nánast straukst við mig, það var mjög óþægilegt. Annars held ég mig alltaf yst á vegarkantinum." Þegar Jórunn er á vespunni er hún venjulega í gömlum leðurjakka af syni sínum og leðurbuxum af dótturinni. „Maður verður að vera í leðri ef maður dettur. Ég hef sem betur fer sloppið við það hingað til." Jórunn segist vekja athygli
þar sem hún fer á hjólinu. „Fólk kemur til mín til þess að spyrjast fyrir um gripinn. Einn daginn hitti ég tvær konur á sjötugsaldri sem voru svo áhugasamar um hjólið mitt að þær voru að velta því fyrir sér hvort þær ættu ekki bara að selja bílinn og fá sér svona hjól." Eins og fleiri sem eiga skutlur þá
tekur Jórunn hjólið af númerum á veturna og setur inn í bílskúr en þá tekur frúarbíllinn við.
Valda sjaldnast slysum í umferðinni Það kemur fram hjá viðmælendum mínum að skutlan er afar auðveld í akstri. I öllum nýrri gerðum af léttum bifhjólum er startarinn rafknúinn eins og í bfll og það er sjálf skipt. Eina sem ökumaðurinn þarf að gera er að setjast á faratækið, ræsa og aka af stað - og svo bremsa auðvitað. Hjólið er með öryggisbúnaði eins og stefnuljósum og hemlaIjósum. Og það er meira að segja rúmgott hólf undir sætinu fyrir hjálminn eða annað dót. Þeir sem eiga vespur segja að þær þurfi lítið viðhald ef farið er vel með þær og þær séu stöðugar í akstri. Vespurnar eru líka öruggt tæki í umferðinni ef tekið er mið af því að þessi ökutæki valda sjaldnast slysum. Ef menn detta og fá
hjólið yflr sig þá er það svo létt að það veldur litlum skaða. Hámarkshraði vespa hér á landi er 45 km/klst. Þetta er samkvæmt Evrópskum staðli. Skutlueigendur kvarta gjarnan undan því að þeim fmnist þessi hámarkshraði of lágur því það skapi vissa hættu þegar bííar eru sífellt að taka fram úr. Eigi þetta sérstaklega við fjölfarnar umferðargötur. Segja þeir að æskilegt væri að geta farið upp í 60
km/klst. á þessum götum. Fór í brúðkaupsferð á Vespu Piaggio Hannes Sigurðsson listfræðingur hefur átt ekta Vespu Piaggio síðan hann var í París árið 1986. A Vespunni fór hann meðal annars í brúðkaupsferð um Frakkland með eiginkonuna Sesselju Guðmundsdóttur aftan á. Kvaðst hann
einnig hafa notað hjólið mikið er hann var tvö ár við nám í London. Þá sagðist hann hafa flutt heilu búslóðirnar á hjólinu. „Eg fór alltaf varlega í umferðinni," segir hann en stundum gátu ökumenn kraftmeiri farartækja ekki stillt sig um að gefa mér tóninn og æptu þá gjarnan: „Get out of the way you bloody worm! Hannes sagði að erlendis séu starfræktir Vespuklúbbar en Vespumenningin sé heill heimur út af fyrir sig. Sagðist hann einnig hafa orðið var við hve mótorhjólaeigendur héldu vel
saman. Máli sínu til sönnunar sagði hann sögu af því þegar hann var að aka á hraðbraut erlendis og hjólið bilaði. „Eg var í stökustu vandræðum því ég kunni ekki að gera við hjólið. Sé ég þá hvar kemur heilt mótorhjólagengi brunandi í áttina til okkar. Þeir voru ekki árennilegir að sjá með stálhjálma og keðjur hangandi utan á sér. Áttum við Sesselja helst von á því að þeir færu að abbast upp á okkur eða eitthvað þaðan af verra. Þess í stað sögðu þeir blíðum rómi: „Hvað er að, vinur?" Fjórir úr hópnum
hófust þegar handa við að gera við Vespuna. Kortéri seinna gátum við haldið ferðinni áfram."
Hannes sagðist hafa sett Vespuna í geymslu þegar hann fór til náms í Bandaríkjunum. Tók hann hana ekki í gagnið aftur fyrr en sjö árum seinna. „Eg dró hana undan drasli þar sem hún var geymd, dældi lofti í dekkin, fyllti hana af bensíni og kom henni í gang, í öðru eða þriðja starti. Þetta segir mikið til um hvflíkur listagripur hér er á ferðinni," segir Hannes stoltur. Næstu tvö sumur á eftir notaði Hannes hjólið fimm til sex mánuði á ári nema síðastliðið sumar. Astæðan er einföld. Það er allt of dýrt að tryggja hjól eins og þetta hér á landi eða jafn dýrt og að tryggja bfl. „Mér finnst þetta fáránlegt," segir hann með áherslu. „Vespan er góður kostur vegna vegna þess hve hún eyðir litlu. Ef það væri hægt að tryggja vespuna aðeins í þá mánuði sem maður er með hana í notkun þá væri það skömminni skárra, en maður verður að greiða tryggingar fyrir heilt ár. Þetta finnst mér mikil skammsýni." Fyrir þá sem langar til að prófa að aka léttum bifhjólum má segja frá því að opnuð hefur verið vélhjólaleiga þar sem Mótorsendlar eru til húsa á Ránargötu í Reykjavík og á Hvaleyrarbraut í Hafharfirði. Að sögn Jóns Hlíðar Runólfssonar sem stýrir Mótorsendlum þá hafa útlendingar verið að koma með létt bifhjól til landsins til að ferðast á þeim hér en nú geta þeir og svo landinn fengið hjólin leigð hér á Fróni.