21.3.92

Árangur hefur náðst í umræðunni segir fulltrúi Sniglanna

Iðgjöld mótorhjóla:

„Bifhjólasamtök lýðveldsins, Smglarnir, boöuðu tryggingafélögin á fund fyrir um mánuði en ekkert tryggingafélaganna treysti sér til að hitta okkur þá. Samtökin boðuðu aftur til fundar síðasta miðvikudag en þá mætti aðeins fulltrúi frá einu tryggingafélagi. Við erum ekki ánægðir með það úr því þeir höfðu mánuð til þess að fara ofan í saumana á tryggingamálum bifhjólamanna," sagði Jón Páll Vilhelmsson í trygginganefhd Sniglanna í samtali við DV.
    „Sjóvá-Almennar og VÍS hafa verið að skoða þetta dæmi nokkuð vel en VÍS taldi sig þurfa frest til að skoða dæmið betur. Þeir gáfu vilyrði fyrir þvi að þeir mótorhjólaeigendur, sem þurfa að endurnýja tryggingar sínar 1. mars, geti skipt um tryggingafélag þó að komið sé fram yfir þessa dagsetningu. Það sama gildir um þá sem eru hjá Tryggingamiðstöðinni, Tryggingu hf. og Abyrgö.
    Sá fulltrúi, sem mætti á fundinn á miðvikudag, var frá Scandia. Vandinn hjá þeim er sá að þeir hafa engar tölur frá íslandi til að byggja á en þeir tók mjög vel í tillögur okkar á fundinum.
   Töluverður árangur hefur náðst í samræðum okkar við tryggingafélögin. Stærsti áfanginn er sá að tryggingafélögin, sem vissu ekkert um mótorhjól og vildu ekkert vita, gera það nú og hafa kynnt sér mál okkar. Við gerum ráð fyrir að þeir noti árið til að kynna sér þau rækilega. Tryggingafélögin eru að skoða tengslin á milli aldurs ökumanns, krafts mótorhjólsins í sambandi við slysatíðni. Það er einmitt í tengslum við það sem við förum fram á að iðgjöldin séu reiknuð út frá því. Það er töluvert skref þó aðvið fáum kannski ekki niöurfeUingu eða leiðréttingu strax. Þessi barátta okkar hefur tekið langan tíma en fyrst nú er að komast hreyfing þar á.
     Sjóvá-Almennar tilkynntu okkur síðasta fimmtudag að þeir kæmu ekki til með að breyta sínum iðgjöldum. Þeir hækkuðu iðgjöldin mest allra tryggingafélaga á þessu ári. Margir okkar höfðu allar sínar tryggingar hjá þeim. Við höfum mælst til þess meðal meðlima í Sniglunum að þeir beini tryggingum sínum til annarra en þeirra. Það gildir ekki einungis um mótorhjólin heldur og tryggingar af bílum og húseignum og allar aðrar tryggingar. Því er ljóst að Sjóvá-Almennar missa töluvert stóran hóp tryggingartaka og viðskipti upp á kannski tugi milljóna," sagði Jón Páll. -ÍS
DV
3.3.1992


2.2.92

Sniglarnir segja upp bifhjólatryggingum

Sniglarnir, bifhjólasamtök lýðveldisins, ákváðu að segja upp bifhjólatryggingum sínum frá næstu mánaðamótum á 100 manna félagsfundi á miðvikudagskvöldið. Með uppsögnunum mótmæla Sniglarnir fyrirhuguðum hækkuniim á iðgjöldum bifhjóla og þrýsta á grundvallarbreytingar í tryggiiigamáluin ökumanna bifhjóla. Þær felast meðal annars í því að tekið verði mið af stærð bifhjóls og aldri ökumanns við álagningu iðgjalda.
Þorsteinn Marel, úr stjórn Sniglanna, sagði að samkvæmt núverandi iðgjaldareglum væri óbeint stuðlað að slysaaukningu með því að leggja jafn mikið á ökumenn bifhjóla hvort sem þeir ækju 10 hestafla eða 150 hestafla hjólum. Af þessu leiddi að hér á landi væri mun meira af stærri hjólum en t öðrum löndum. Þá benti hann á að jafn háir tollar af litlum og stórum hjólum hvettu menn til að festa kaup á stærri hjólum. Sniglarnir hafa ákveðið að ségja upp tryggingum af bifhjólum sínum til þess að mótmæla fyrirhugaðri hækkun á iðgjöldum bifhjóla og þrýsta á grundvallarbreytingar í tryggingamálum ökumanna bifhjóla.
Þorsteinn segir að Sniglarnir séu tilbúnir til að ræða við tryggingafélögin um breytingar á iðgjaldareglum. Þar með nýtist reynsla þeirra af þessum málum. Hann sagði að eðlilegt væri að stærð bifhjóls skipti máli og benti jafnframt á að óeðlilegt væri að vanir ökumenn borguðu álíka mikið og þeir sem væri að fara á götuna í fyrsta sinn en í viðtalinu kom fram að meðalaldur Sniglanna er 29,3 ár en meðalaldur þeirra sem slösuðust á bifhjólum árið 1991 væri 20,6 ár. Ragnar Ragnarsson bjá  Tryggingaeftirlitinu sagði að sums staðar erlendis væri tekið mið af því hvað ökumaður væri gamall og hjólið stórt við álagningu iðgjalds en ekki hafi verið farið út í slíkt hérlendis meðal annars vegna þess að hjólin væru það fá að erfitt væri að miða við fyrirliggjandi reynslu. Hann kvað þó ekki útilokað að miða mætti við reynslu manna erlendis. Aðspurður sagði Ragnar að það væri vel  athugandi hugmynd að Sniglarnir ræddu við tryggingafélögin um breytingar á iðgjaldareglum og ef eitthvað kæmi út úr slíkum umræðum yrði það væntanlega borið undir eftirlitið. Hann kvað ekki líklegt að heildariðgjöld myndi lækka heldur yrðu áhættuhópur látinn borga niður tryggingu hjá öðrum.