2.3.89

Á Súkku 600 í svefnherberginu

ANNA MARGRÉT ARNARDÓTTIR 24 ÁRA REYKVÍKINGUR´

Flestar litlar stelpur fá dúkkur og alls konar dúllerí í jóla- og afmœlisgjafir og flestir strákar bíla og flugvélar og jafnvel stríðstól. Þannig hefur uppeldið miðað að því að beina kynjunum hvoru í sína áttina, oftast með þeim árangri að það vekur athygli ef strákarnir prjóna og stelpurnar taka upp á því að gera við bíla og geysast um á mótorhjólum. Hvað þá efþœr taka líka einkaflugmannspróf og pungapróf en þá erfátt eitt talið af því sem Anna Margrét Arnardóttir, 24 ára gömul stúlka, hefur tekið sér fyrir hendur. Hún er nú að lœra bifvélavirkjun og stefnir að sveinsprófi í þeirri grein næsta vor. 



Annars finnst mér ofboðslega gaman að keyra stóra bíla og ég ætla að reyna að komast í slíka vinnu í sumar. Ég keyrði Kópavogsstrætó eitt sumarið en núna langar mig frekar til að keyra rútu eða vörubíl." 



„Eðlileg " fram að bilprófi.

„Ég held ég hafi verið ósköp „eðlileg" þangað til ég varð 17 ára og tók bílprófið. Þá fór ég að hafa mikinn áhuga á vélum og ég held að það megi rekja þann áhuga beint til þess hvað ég er forvitin. Ég vildi bara hreinlega vita hvernig vélin í bílnum virkaði. Síðan ætlaði ég að fara á námskeið í bílaviðgerðum til þess að geta gert sjálf við bílinn minn, en slíkt námskeið er bara ekki til.
   Ég varð því að gjöra svo vel að læra bifvélavirkjun og byrjaði í Iðnskólanum í fyrra og stefni á sveinsprófið næsta vor. Það er þó ekki þar með sagt að ég ætli að starfa við bílaviðgerðir, ég gæti hugsanlega snúið mér að einhverju allt öðru eftir sveinsprófið. Ég hef áhuga á svo mörgu.


Svo var það flugið 

Ég lærði að fljúga þegar ég var 17 ára og keypti þá hlut í flugvél. Líklega var það forvitnin sem rak mig í fyrsta tímann en Hka það að hann var ókeypis. Ég gat bara ekki látið þann eina tíma duga því það er svo æðislega gaman að fljúga og það endaði með því að ég tók einkaflugmannsprófið. Ég seldi svo hlutinn í flugvélinni vegna þess að hinir eigendurnir vildu selja en núna er ég farin að safna mér fyrir hlut í flugvél og stefni að því að kaupa hann í sumar.
   Flugvélin hefur aðeins orðið að bíða vegna þess að ég keypti mér vélsleða í haust og hef verið að borga af honum í vetur. Hann er líka ágætis farartæki í færðinni sem hefur verið síðustu vikurnar og ég hef haft næg tækifæri til að nota hann.

Stórir bílar og mótorhjól spennandi 

Annars finnst mér ofboðslega gaman að keyra stóra bíla og ég ætla að reyna að komast í slíka vinnu í sumar. Eg keyrði Kópavogsstrætó eitt sumarið en núna langar mig frekar til að keyra rútu eða vörubíl. 
    Á sumrin fara flestar frístundirnar í mótorhjólið mitt. Ég keypti mér fyrst torfæruhjól fyrir svona fimm árum en svo keypti ég mér „alvöruhjól" í fyrrasumar. Það er Suzuki 600 sem ég hef nú reyndar ekki getað notað mikið upp á síðkastið, en það bíður hjá rúminu mínu eftir því að færðin batni
   Ég er ekki í Sniglunum en ég keyri mikið með þeim. Maður fer bara niður á Plan á kvöldin og hittir þá þar og síðan er keyrt af stað, oft allt kvöldið og hálfa nóttina. Við förum oft upp að Litlu kaffistofunni en stundum förum við lengra austur."

Fallhlífarstökk, köfun, fjallaklifur.

Þessi áhugamál Önnu Margrétar eru yfirleitt stunduð af strákum . Hún á tvær góðar vinkonur en þær eru ekki með í þessu . Hún segist hafa verið mjög feiminn og ómannblendinn unglingur en feimnin hafi elst af sér og svo hafi hún kynnst svo mörgu fólki í gegnum „sportið" . Hér á árum áður hafði hún mjög gaman af því að prjóna og sauma en þau áhugamál hafa smám saman vikið fyrir mótorhjólinu , vélsleðanum og fluginu . Þetta eru heldur ekki áhugamál af ódýrustu gerð , mótorhjól , vélsleðar og flugvélar kosta sitt og eru líka dýr í rekstri . Hún keypti sér líka íbúð í fyrra og það er því ekki að undra að flestar frístundirnar fari í að afla peninga . Það gerir Anna Margrét með því að afgreiða Hlöllabáta fimm kvöld í viku . Þó hefur hún gefið sér tíma til að fara líka í fallhlífarstökk , köfun og ísklifur auk þess sem hún fór á námskeið í postulínsmálningu í fyrravetur . Og eru þá skotæfingarnar ótaldar , en á þeim byrjað i Anna Margrét fyrir síðustu jól.

Sjálfstraustið ekki nógu mikið

mikið „Það passar einhvern veginn betur að tala við stráka um það sem ég hef áhuga á og mér finnst þeir miklu skemmtilegri . Ég finn þó að það er munur á okkur , þeir eru sterkari og stundum þarf ég að fá hjálp við að losa ryðgaðar skrúfur . Kannski felst þessi munur bara í því að ég hef ekki nógu mikið sjálfstraust . Ég get nefnilega alltaf bjargað mér þegar ég er ein og verð að bjarga mér sjálf.
Ég finn fyrir því í skólanum að strákarnir hafa meir i reynslu en ég , þeir fá áhugann miklu fyrr og eru búnir að vera lengi að pæla í bílum og vélum . Ég kom hins vegar inn skólann á núll i og vissi í rauninni ekki hvað var verið að tala um bókunum fyrr en ég fór að vinna á bílaverkstæði . Það eina sem ég vissi var það sem ég lærði í meiraprófinu. Ég vann svo á bílaverkstæði í fyrrasumar og lærði  mjög mikið , enda var ég síspyrjandi .

„Ætlarðu ekki að fara að hætta þessu? "

Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að prófa eitthvað nýtt og gerir ráð fyrir að halda því áfram . Fjölskyldan er stundu mað spyrja mig að því hvort ég ætli nú ekki að fara að hætta þessu og snúa mér að heimilishaldi og barneignum , en ég er nú ekki alveg til í það núna . Það er erfitt að stunda margt í einu og ég geri ráð fyrir því að ég komi til með að velja hjólið , sleðann og flugið .
   Það sem heillar mig mest í öllu þessu er hraðinn og ég keyri út úr bænum til að fá útrás , en þar hefur maður göturnar fyrir sér . Svo verður maður bara að vera í leðurgalla og með góðan hjálm og þá er maður nokkuð öruggur . Ég er nefnilega ekki að þessu til að storka örlögunum. "

EFTIR SONJU B. JÓNSDÓTTUR 
Pressan 2.3.1989 


https://timarit.is/files/15155093#search=%22%C3%A1%22

3.9.88

Þrælljúft og orkumikið

Segir Akureyringurinn Sveinn Guðmundssonum um öflugasta mótorhjól landsins Kawasaki ZX 10, sem hann festi nýlega kaup á. Hjólið er sannkölluð Mótorhjólaþota, nær yfir 270km. hraða, stekkur kvartmíluna á tæpum 10 sekúndum og viðbragðið frá 0- 100 km. hraða er 2,9 sekúndur.  B&F skoðaði tækið ógurlega. 



Þúsund kílómetrar á viku, dágóður skammtur það á mótorhjóli, en þremur vikum eftir að Sveinn Guðmundsson festi kaup á Kawasaki ZX10 mótorhjólinu var hann búinn að þeisa 3200km. á vegum landsins. Engin furða því hann ekur um á fljótasta og hraðskreiðasta raðframleidda mótorhjóli landssins. Eins og það kemur úr kassanum, skilar það Sveini á yfir 270km. hraða og gefur 118 hestöfl. Við heimsóttum svein í heimabæjinn Akureyri, þar sem honum bregður oft fyrir á hjólinu, nótt sem dag.
"Það er þrælljúft að aka ZX10 hjólinu, þetta er eina svona hjólið hérlendis og það skemmir ekki fyrir". sagði Sveinn  "mótorhjól hafa mikið notagildi, þetta er ekki bara til að djöflast á". Ég hef ferðast mikið mótorhjólum og átt hjól í meira en 10 ár. Ég er búinn að eiga sex hjól í sumar, stuttan tíma hvert að vísu. Ég skrapp til bandaríkjanna með kunningja mínum og við keyptum ellefu mótorhjól gegnum smáauglýsingar, svona á verðbilinu 350-400.000 krónur. Það vantaði svoleiðis hjól hérlendis og við seldum öll hjólin tiltölulega fljótt".

Við keyptum eiginlega eingöngu stór hjól, 1000cc og 1100cc. Kanarnir ráku upp stór augu og trúðu því varla að íslendingar gætu átt svona gripi. Það er líka sjaldgæft að sjá svona mörg risahjól eins og hérlendis. Það vill enginn vera minni en hinn, við erum svo stórtækir. samt mesta furða hve lítill metingur er á milli manna, þó sumir kýti í gamni annað slagið um hjólin".
Sveinn var kominn á skellinöðru löngu áður en hann hafði aldur til og þeysti um hvar sem löggan náði ekki til hans. "Fyrsta alvöru hjólið sem ég átti var Honda 450, en ég hef ekki tölu hve mörg hjól ég hef átt síðan, þau eru fjölmörg. Það er ekkert hjól eins, jafnvel sömu tegundir og gerðir hafa ákveðinn karakter, sem þarf að læra á. Menn í þessum mótorhjólabransa skiptast eiginlega í þrjá hópa, þá sem hafa áhuga á öflugum hjólum, ferðahjólum og svo vígalegum Chopper hjólum. Þetta er eins og allt annað sport, fótbolti eða golf, þegar áhuginn kviknar verður hann óslökkvandi. Það þýðir ekkert að hugsa um hættuna, þá væri ég ekki í þessu. Það væri svipað og að stíga í flugvél og bíða þess að hún hrapaði. Þá getur maður gleymt þessu, ég hugsa aldrei um óhöpp....." sagði Sveinn.

" Á 90 km, hraða í fyrsta gír og fimm eftir."

 " Hjólið veður áfram, ég skýst í 90 km. hraða í fyrsta gír og þá eru fimm gírar eftir. Það er grátlegt að geta ekki notað svona tæki á löglegan hátt hérlendis", sagði Sveinn í samtali við B&F, þegar við skruppum með honum á prufubraut og hann fékk útrás á hjólinu.  "Þetta rífur sig áfram í öllum gírum, jafnvel á 150-250 km. hraða, þá togar það svakalega eg maður botngefur því. Svo er straumlínulagið svo vel heppnað að ef maður leggst fram á stýrið, þá finnur maður ekki fyrir loftmótstöðunni að neinu marki. Á Chopper hjólunum sem hafa lítið eða ekkert straumlínulag skelfur ökumaðurinn eins og hrísla í vindi og á í mestu erfiðleikum að hanga á stýrinu".
"Hjól eins og ZX10 er náttúrulega ekkert gaman fyrr en á 100 km. hraðamarkinu er náð. Vinnslusvið vélarinnar er mjög breitt eða frá 8500 snúningum upp í 11000. Ég átti fyrirrennara hjólsins Kawasaki 1000 sem hafði ekki svona breitt vinnslusvið. Vélin skilar 118 hestöflum í afturhjólið og þarf vissulega leikni til að ráða við þetta, það þýðir ekkert að æða af stað með gjöfina í botni. Ég þurfti ekki að aka lengi til að finna að ZX10 hjólið er mun liprara en eldra hjólið", sagði Sveinn.
Ástæðirnar eru margar, þyngdin hefur verið færð neðar en í Kawasaki 1000 hjólinu eða Ninja eins og aðdáendur kalla það. Grindin var úr stáli en er nú úr áli og er því rúmum 4 kg léttari, en það munar um hvert kg á mótorhjóli. Þyngd stimpla hefur minnkað um 9 % og sveifarásinn er 14% léttari.  Með þessu hefur tekist að bæta við 500 vélarsnúningum, en hámarkshestöfl nást út við 10000 snúninga á mínutu, þó fara megi rétt yfir 11000. Nýja vélin er 4 kílóum léttari og samtals er ZX10 22 kílóum léttara en Ninja.
Öndun vélarinnar er aðalkostur hennar, ventlarnir eru helmingi fleiri en áður, 16 talsins. Mjórri intökuport lofts þýða meira sog inn í sprengirýmið, sem aftur gefur kraftmeiri sprengingu. (Samt eru ventlarnir stærri en í Ninja, 30mm inn og 26mm út) Um leið dregur vélin meira bensín en ella, ef portin væru víðari og sogið minna. Vélin er búin 36mm. Keihin blöndungum. Það er ekki síst hvað kambásarnir hafa færst nær kvorum öðrum, 41mm. sem hjálpar upp á góða virkni ventlakerfissins, en afstaða ventlana er 30 gráður. Með nýstárlegri ventlastýringu í stafrænni kveikjustýringu hefur þjappan verið hækkuðí 11:1. Til gamans má geta þess að vinnslan hefur aukist svo mikið að ZX10 er fljótara í sjötta gír úr 70 km. hraða í 110 en Ninja ver í fjórða gír, samt er það tiltölulega hágírað!
Það sem hjálpar líka mikið er hve framarlega Kawasaki er í hönnun vindskeiða fyrir mótorhjól. Með því að minnka straumlínulagið minnkar mótstaðan og krafturinn virðist meiri, hjólið virkar betur. " Þetta er miklu léttara og liprara en gamla hjólið, það er ótrúlegtur munur. Fjöðrunarkerfið er mýkra, gamla hjólið er dálítið stíft. Bremsuvegalengdin er stutt, styttri en á bílum við sama hraða og á það við um öll mótorhjól, ólíkt því sem margir halda. Ég man bara ekki hlutfallið", sagði Sveinn.
 Bílar & Fólk nr6.
Sept.1988