19.4.19
18.4.19
15.4.19
Miðar á Dimmutónleikana á Skírdag á Græna Hattinum
Dimma |
Komið og sjáið frábæra tónleika í góðum félasskap,,, ath! takmarkað magn miða.
Til að ganga í Tíuna er farið hér https://tianbifhjolaklubbur.blogspot.com/…/viltu-ganga-i-bi…
p.s. sem er virkasti mótorhjólavefur landsinns
tian(hja)tian.is
Bike Cave Reykjavík.
Í Skerjafirði í Reykjavík skammt frá Sniglaheimilinu er lítill veitingastaður sem ber nafnið Bike Cave.
Eitthvað við nafnið Bike Cave heillaði mótorhjólakallinn mig, og því ekki að fara að skoða.
Þetta er lítill staður í Skerjafirði þ.e hinum megin við flugvöllinn okkar í Vatnsmýrinni og staðurinn skreyttur að utan með listaverki af hjólafáki svo ég var greinilega ekkert að villast.
Ágætis bílastæði fyrir utan fyrir bifhjól og bíla.
Ekki varð ég fyrir vonbrigðum með matseðilinn og hafði ég úr nógu að velja allt frá Ketóréttum, Vegan mat, pítur, kjötsúpu, hamborgara nú eða bara fá sér Vöfflu og kaffi.
Hlýlegt viðmót eiganda staðarins var ekkert að skemma fyrir og mæli ég með staðnum þar sem hann er með mjög góðan mat og gott verð á matseðlinum.
Staðurinn er greinilega vinsæll hjá reiðhjólfólki en staðurinn liggur meðfram vinsælum reiðhjólastíg í borginni. Þarna hafa þeir aðstöðu til að dytta smávægilega að hjólunum sínum pumpa í dekk og annað slíkt.
Nýlega gerði Bike Cave svo samning við Audi Group í Danmörku sem er dreifingaraðili fyrir Ducati á Norðurlöndum og erum með síðuna www.ducatiiceland.is og einnig eru þau að selja Hjálma frá Nexus.
Kíkið á Bikecave á Facebook nú eða www.bikecave.is
11.4.19
6.4.19
Frá Formanni
Ég hef verið í Formannsstöðu Tíunnar í 3 ár og höfum við stjórnin alltaf verið að bæta okkur.
Og í sumar verður það engin undartekning. Tían er málstaður sem þjappar okkur saman, við myndum eina heild. (og látum eins og hálfvitar annað slagið)Heiddi Með því að greiða þitt félagsgjald í Tíunnar ert þú sjálfvirkur þáttakandi af uppbyggingu mótorhjólasafns Íslands, og nú þegar að safnið er á lokasprettinum þá væri þitt framlag vel þegið. Litlar 3000 kr og 1000 kr framlag af því fer í mótorhjólasafnið og að auki frítt inn á safnið út árið.Komandi sumar verður skemmtilegt á vegum Tíunnar.
- 18 apríl :Dimmu tónleikar
- 1 maí : Hjólarúntur og kaffisala inn á mótorhjólasafni. (allur ágóðu rennur til safnsins)
- 11:maí :Heiðarlegur Dagur (Hjólaferð í Borgarnes á Mótorhjólasýningu Rafta.)
- 18.maí :Skoðunardagur (Frumherji)
- 16.júní :Startup day @ Mótorhjólasafn Íslands
- 19.júlí :Hjóladagar Tíunnar
- 21. Sept :Haustógleði
Taktu þátt í sumrinu með Tíunni og Mótorhjólasafni Íslands
Myndum eina heild
Hjólakveðjur
Sigríður Dagný Þrastardóttir
Formaður Tíunnar
4.4.19
1.4.19
31.3.19
Tíuspilið
Hafið þið ekki séð mótorhjólatöffara og mótorhjólapæjur þeysa um stræti borgarinnar og þjóðvegi landsins? Kjánalega spurt, auðvitað hafið þið séð þetta fólk, klætt í svarta leðurjakka, leðurbuxur og leðurstígvél með alls konar silfurlitar bólur, hnappa, hlekki og heilu keðjurnar þvers og kruss um gallana og stígvélin og auðvitað með hjálm á höfðinu. Ef þið haldið að þetta sé gert fyrir töffaraskapinn einan er það ekki rétt, leðurklæðnaðurinn er til þess að hlífa mótorhjólafólkinu ef það verður fyrir hnjaski hvers konar. Á hraðanum 50 km innanbæjar og 90 km úti á þjóðvegunum er ekki neitt grín að detta af mótorhjóli. Ef ekki væru leðurgallinn og hjálmurinn myndi húðin flettast af og meira en það. Mótorhjólafólk á íslandi hefur með sér félagsskap sem kallast Tían - Bifhjólaklúbbur Norðuramts.
Margir félagar í Tíunni eru með merki samtaka sinna á gallanum sínum, Mótorhjólamann sem er að detta af mótorhjóli sem er teikning af listaverki sem heitir "Fallið" og er það staðsett í Varmahlíð og er til minningar um fallna Mótorhjólamenn.
Margir félagar í Tíunni eru með merki samtaka sinna á gallanum sínum, Mótorhjólamann sem er að detta af mótorhjóli sem er teikning af listaverki sem heitir "Fallið" og er það staðsett í Varmahlíð og er til minningar um fallna Mótorhjólamenn.
28.3.19
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)