Eins og við vitum þá er mikið um að túristar fari um Ísland á Mótorhjólum og oftast koma þeir með ferjunni á Seyðisfjörð...
Tók ég þrjá þeirra tali við Bónus Undirhlíð á Akureyri en reyndar bara tvo þeirra því einn þeirra reyndist vera heyrnalaus og ég ekki sleipur í Rúmensku Táknmáli.
En með honum voru tveir Portugalir Carlos Monteiro
og Joao Marco Primix
og voru þeir hæstánægði með dvölina enn sem komið er því þeir búnir að vera heppnir með veður. Stefndu þeir á að gista Húnaveri og taka Kjöl eftir það.
Rúmenann Marko Istvan hittu þeir bara í ferjunni og ákváðu þeir að ferðast saman um klakann.
Marco er eins og ég áður sagði er hann heyrnarlaus en hann er búinn fara um allar heimsálfur á hjólinu (sjá Kortið) .... getið fylgst með honum https://www.facebook.com/Deaf-World-Motorcycle-Marko-Istvan-384039624990543/.
Afar hressir gaurar og gaman að spjalla við þá....