
Eins og við vitum þá er mikið um að túristar fari um Ísland á Mótorhjólum og oftast koma þeir með ferjunni á Seyðisfjörð...
Tók ég þrjá þeirra tali við Bónus Undirhlíð á Akureyri en reyndar bara tvo þeirra því einn þeirra reyndist vera heyrnalaus og ég ekki sleipur í Rúmensku Táknmáli.
En með honum voru tveir Portugalir Carlos Monteiro
og Joao Marco Primix

Rúmenann Marko Istvan hittu þeir bara í ferjunni og ákváðu þeir að ferðast saman um klakann.

Marco er eins og ég áður sagði er hann heyrnarlaus en hann er búinn fara um allar heimsálfur á hjólinu (sjá Kortið) .... getið fylgst með honum https://www.facebook.com/Deaf-World-Motorcycle-Marko-Istvan-384039624990543/.
Afar hressir gaurar og gaman að spjalla við þá....