29.4.17

Fer oftast varlega (2017)

Það er eitthvað við mótorhjól,
hljóðin, 
lyktina og
stemninguna í 
kringum þau
 sem heillar 
mig mikið.

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir veit ekkert betra en að ferðast um ókunn lönd á mótorhjólinu með óljóst ferðaplan og lítið annað en hengirúm í farangrinum.

Ég tók prófið í lok sumars 2014, og keypti svo hjól vorið 2015. Núna á ég hjól af gerðinni Honda Shadow, en það væri gaman að skipta því út og eignast annað í staðinn sem ég gæti jafnvel dundað mér við að breyta. Enn sem komið er hjóla ég mest á götunni, en stefni á að æfa mig í motocrossi til þess að geta síðan farið í ferðalög hvert sem er,“ segir Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, mótorhjólakappi með meiru.
Ásrún er stödd í Taílandi þar sem hún nýtur þess að ferðast um á mótorhjólinu og borða góðan mat. „Á ferð minni núna í Taílandi hef ég notið þess að prófa hin ýmsu mótorhjól og farið í nokkrar ferðir um landið. Það sem stendur upp úr er vikuferð um norðurhluta landsins á hjóli af  gerðinni Kawasaki Versys. Þetta er í annað sinn sem ég hjóla hér en við mamma komum hingað þar síðustu jól og hjóluðum aðeins,“ segir Ásrún. Þetta er þó fjarri því hennar fyrsta mótorhjólaferð. „

27.4.17

Aftur fjölgun á slysum hjá bifhjólamönnum

Slysum á bifhjólamönnum hefur fjölgað.

Bifhjólamenn héldu fund á fimmtudagskvöld þar sem Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, lagði fram tölur um slys hjá bifhjólamönnum.

 Þar kom fram að á síðasta ári jókst fjöldi slasaðra og látinna bifhjólamanna og er það um 42% fjölgun á milli ára. Árið 2016 urðu 47 slys á bifhjólamönnum en þau voru 33 árið 2015. Átján manns létust í umferðinni á síðasta ári og af þeim voru tveir bifhjólamenn. Skráðum þungum bifhjólum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Bifhjólamönnum sem slasast alvarlega eða látast á slíkum hjólum hefur fækkað hlutfallslega ef tekið er mið af heildarfjölgun þeirra sem aka slíkum hjólum. Í útreikningum Samgöngustofu kemur fram að flest slysin verða í júní, júlí og ágúst. Af þeim 78 sem slösuðust á léttu bifhjóli á árunum 2007-2016 voru 16 sem slösuðust alvarlega eða létust, það er 21%. Hlutfallið er hærra, eða 41% þegar kemur að þungum bifhjólum en samtals slösuðust 626 ökumenn þungra bifhjóla en 259 þeirra slösuðust alvarlega eða létust. Á fundinum var brýnt fyrir ökumönnum bifhjóla að vera vel útbúnir, sjáanlegir og tillitssamir.
Fréttablaðið greindi frá

22.4.17

Frá Formanni


Eins og flestir vita þá er Aðalfundur okkar þann 6 maí n.k. kl 13:00

Og erum við að taka við framboðum á tian@tian.is eins verður tekið við framboðum á fundinum.Í ár eru að losna 3-4 pláss. Eru 2 búnir að bjóða sig fram og þökkum við Trausta Friðrikssyni og Tryggva Guðjónssyni fyrir framboð sitt. En okkur langar að sjá fleiri til að bjóða sig fram.

17.4.17

Stórsýning Rafta og Fornbílafjelagsins verður 13. maí



Hin árlega stórsýningu Bifhjólafjelagsins Rafta og Fornbílafjelags Borgarfjarðar í Brákarey í Borgarnesi verður laugardaginn 13. maí klukkan 13 til 17. 

Sýningin hefur fyrir margt löngu skapað sér verðugan sess meðal áhugafólks um bíla og mótorhjól. Þessi dagar er til að mynda sá sem margir viðra fáka sína fyrst úr vetrargeymslunni. Af þeim sökum má sjá hundruði óvenjulegra ökutækja á ferðinni og á leið í Borgarnes.

„Það er góðæri í landinu þannig að við höfum aldrei fengið jafn marga sýningaraðila til að verða með okkur og nú. Þeir verða alls 16 talsins. Þetta er bæði hjólaumboð, útivistaraðilar og sölufólk með verkfæri og vörur af ýmsu tagi. Fjórhjól og sexhjól verða fyrir bændur og búalið auk t.d. smurefna og efna til að hreinsa ryð og lakk,“ segir Unnar Bjartmarsson sem undirbýr nú hátíðina af krafti ásamt fleirum Röftum og fornbílafélögum. Unnar segir að Hilmar Lúthersson Snigill númer eitt verði í Raftaheimilinu með brot af þeim hjólum sem hann hefur gert upp um ævina, en þau eru orðin æði mörg og gaman að geta heiðrað karlinn aðeins. Þá er Latabæjarökutækin komin í Borgarnes og verða þau til sýnis. Á vel við að þau séu komin í Borgarnes þar sem Magnús Scheving íþróttaálfur og frumkvöðull sleit barnsskónum. „Camaro verður 50 ára á árinu og munum við að sjálfsögðu halda upp á það. Svifnökkvi verður á Borgarfirðinum þennan dag og mun hann taka með sér farþega á rúntinn. Háfjara er um klukkan 13:30 svo það verða kjöraðstæður til að kynna nökkvann bæði á sjó og sandi,“ segir Unnar.

Hann segir að sjálfsögðu vonast við til þess að veðrið verði gott svo fornbílar og mótorhjól flykkist til þeirra í Borgarnes, það sé eiginlega partur af sýningunni líka. „Við höfum verið að reyna að breikka flóruna á sýningunni til þess að fólk sjái eitthvað nýtt og ferskt á hverju ári. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis en kaffi og vöfflusala verður á staðnum,“ segir Unnar. Aðstaða klúbbanna í Brákarey er sífellt að batna enda töluverð vinna búin að fara fram. Unnar segir mörg handtök þó eftir fram á sýningardag en kveðst hlakka til góðs dags.

Skessuhorn 17 apríl 2017

1.4.17

Aron meðal þeirra bestu í heimi

 



Aron meðal þeirra bestu í heimi


-Endaði í 7. sæti í vélhjólakeppni þrátt fyrir að hafa ekki æft í sjö ár


Grindvíkingurinn Aron Ómarsson mætti sterkur til leiks í vélhjólakeppni „Enduro“, sem fram fór í Rúmeníu um helgína, en um er að ræða fimm daga keppni sem fram fer í Karpatíufjöllunum.


Aron lagði línurnar strax á fyrsta degi með því að vinna svokallaða „Prolog“ keppni, en sú keppni er innanbæjar á götum Sibiu áður en keppt er í fjóra daga í fjöllunum. Aron vann keppnina í Sibiu.

Eftir Prolog keppnina tóku svo við fjórir dagar af erfiðasta fjallarallí í heimi, en Aron keyrði allt að 200 kílómetra á dag, í um sex klukkustundir í einu og fékk eingöngu um 20 mínútur á hverjum degi til þess að næra sig.


Vegna smávægilegra vandræða með hjólið, sem kostuðu Aron mikinn tíma, endaði hann í 7. sæti á mótinu. Þess má geta að Aron hefur ekki hjólað í sjö ár, en hann hafði einungis æft í hálft ár af krafti fyrir keppnina.
Víkurfréttir 
https://www.vf.is/ithrottir/aron-medal-theirra-bestu-i-heimi

29.3.17

Tíufélagar í sjálboðavinnu á Mótorhjólasafninu

Tíumeðlimir eru duglegir að mæta og halda áfram að byggja upp þetta glæsilega safn á Akureyri.

Allir sem tóku þátt eiga hrós skilið og safnið verður glæsilegra með hverju árinu..
Enn er þó nokkuð eftir en með samstilltu átaki klárum við safnið...

Myndband frá Gissuri