Frá æfingu vélhjóladeildar |
Lögregluþjónar þurfa að vera tillitssamir, gætnir en ákveðnir
Á KRINGLUMÝRARBRAUT rétt sunnan Miklubrautar hafa undanfarna morgna farið fram æfingar lögreglumanna á vélhjólum. Alls taka þátt í æfingunum 14 lögregluþjónar, og stjórnar Sigurður Ágústsson, varðstjóri í um ferðardeild lögreglunnar æfingunum.
Er fréttamaður og ljósmyndari blaðsins komu á Kringlumýrarbraut í gærmorgun á níunda tímanum,
voru þar 7 lögregluþjónar að æfingum í glampandi sólskini á nýmalbikuðum veginum. Þar var komið fyrir gulum blikkdunkum og óku lögregluþjónarnir á milli þeirra eftir braut, sem myndaði 8. Ýmsir kynnu að halda, að þetta væri lítill vandi, en svo er hins vegar ekki. Allur hópurinn varð að gæta þess, að ekki yrði árekstur, þar sem þeir mættust í miðri brautinni, og sagði Sigurður Ágústsson okkur, að með þessu fengju lögregluþjónarnir ágæta æfingu í að taka' krappa beygju, bíða þess að brautin
fyrir framan þá yrði auð og halda síðan áfram á fullri ferð, á réttu augnabliki, alveg eins og þeir væru t.d. að koma að gatnamótum, þar sem gult ljós logaði og grænt væri að koma. Þetta veitti þeim einnig ágæta þjálfun í að sýna öðrum í umferðinni tillitssemi, vera gætnir, en þó ákveðnir.
Að þessari æfingu lokinni var gulu dunkunum raðað eftir endilangri götunni með um það bil 10 metra millibili. Óku lögregluþjónarnir í fyrstu í einni röð hægt eftir götunni og á milli gulu merkjanna, svipað og þeir væru í svigi á skíðum. Beygjurnar voru mjög krappar og aðalvandinn sá, að halda jafnvæginu. Síðan var hraðinn aukinn að mun og- þá var auðvitað miklu erfiðara að komast hjá því að velta merkjunum um.
Sigurður sagði okkur, að einn liður í æfingunum væri það, að vélhjólunum væri ekið í fylkingu með jöfnum hraða, og skipt væri um einfalda, tvöfalda eða þrefalda röð öðru hverju, og gengjuskiptingarnar ágætléga fyrir sig. Þá hefðu lögreglumenn einnig farið út fyrir bæinn og allt að því farið í fjallgöngu á vélhjólunum. Hefðu þeir haft af því mikið gagn.
Sigurður Ágústsson sagði okkur, að umferðardeildin hefði tekið til starfa sem sérstök deild innan lögreglunnar vorið 1960. Síðan hefðu 7 til 8 vélhjól verið í notkun. Ekki hefði verið unnið á kvöldvöktum á vélhjólunum, en full ástæða væri þó til þess. Það hefði háð starfi umferðarlögreglunnar mikið, að ekki hefði verið auðvelt að fá menn til að starfa í lögreglunni. Með batnandi launum væri þó horfur á, að úr þessu mundi rætast á næstunni.
Þegar við spurðum Sigurð að því, hversu gamla menn væri heppilegast að fá á vélhjólin, svaraði hann því til, að ekki væri unnt að dæma um það eftir aldri eingöngu. Að öðru jöfnu væri þó heppilegast, að ungir menn réðust til starfa hjá lögreglunni. Væri þá æskilegast, að fyrstu eitt til tvö árin væru þeir í götulögreglunni. Að þeirri reynslu fenginni yrðu þeir í vélhjóladeildinni um tveggja til þriggja ára skeið. Lögregluþjónn á vélhjóli yrði á eigin spýtur að ráða fram úr margvíslegum vandamálum í starfi sínu á hverjum degi. Þetta væri svo góður skóli fyrir unga lögregluþjóna, að þeir
yrðu að honura loknum fullkomlega færir til að gegna hvers konar öðrum störfum í þágu lögreglunnar.
Frá æfingu vélhjóladeildar |
Þá sagði Sigurður okkur, að árangur æfinganna hefði verið mjög góður. Meðal þátttakenda væru þrír menn, sem enga reynslu hefðu haft. og hefðu þeir staðið sig með prýði. Þjálfun lögreglumannanna væri alger undirstaða þess, að þeir gætu rækt starf sitt vel, og hefði lögreglan hingað til verið mjög heppin með þá menn, sem á vélhjólunum hafa starfað.
Ekki væri þó einhlítt að þjálfa lögreglumennina í þvi að vera duglegir í að starfa fyrir lögregluna. Það yrði einnig að gæta þess, að þeirra eigið öryggi væri sem mest í umferðinni. Einn þýðingarmesti hluti þeirra æfinga, sem nú standa yfir væri einmitt það, að lögreglumönnum væri kennt að aka þannig í hinni miklu umferð, að þeir væru ekki sjálfir í stöðugri lífshættu. Þeir yrðu að læra að fara rétt fram úr öðrum ökutækjum, vara sig á þeim sem á undan þeim æskju o. s. frv. Þegar við yfirgáfum Sigurð Ágústsson og hans menn, voru þeir að hvíla sig eftir stöðugan akstur og æfingar í meira en klukkustund, þar sem sífellt var ekið hring eftir hring, hraðinn minnkaður og aukinn á víxl og keppzt við að framfylgja sem bezt fyrirmælum Sigurðar varðstjóra.
Morgunblaðið
6.04.1965