7.5.03

Fær blóðið til að renna

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í
handbolta, finnur sér tíma fyrir torfæruhjólið

Það vita ekki margir að eitt helsta áhugamál Guðmundar Þ. Guðmundssonar, þjálfara landsliðsins í handbolta, er að aka Suzuki DRZ 400 torfærumótorhjóli upp um fjöll og firnindi.

„ÞEGAR ég bjó úti í Þýskalandi fyrir einu og hálfu ári fór ég í fyrsta skipti á mótorhjól, það var torfærumótorhjól Suzuki, DRZ 400 sem er „enduro“ hjól. Þetta hjól er meira notað alhliða, þá meðal annars til ferðalaga. Þá var ég að láta 25 ára gamlan draum rætast,“ segir Guðmundur þegar hann er spurður um aðdraganda þess að hann byrjaði að stunda akstur á torfærumótorhjóli.
   Hann keypti sér svo svona hjól í Þýskalandi þar sem hann starfaði og kom með það heim til Íslands. Guðmundur notar hjólið einkum til lengri og skemmri ferðalaga. „Ég fer á fjöll með kunningjum mínum. Við höfum meðal annars farið upp á Arnarvatnsheiði. Guðmundur segir þá aka með hjólin út fyrir bæinn og keyra þaðan á ákveðna áfangastaði. „Við ökum eftir erfiðum jeppaslóðum og leggjum mikla áherslu á að aka ekki utan slóða.“ Hann segir það mjög krefjandi að aka torfæruhjóli við erfiðar aðstæður og það reyni jafnframt á hugann, því einbeitingin verði að vera góð svo menn detti ekki á hjólunum. „Í þessum ferðum þarf maður því að vera vel útbúinn. Fyrst ber að nefna hjálm og gleraugu. Við verðum að vera sérstaklega vel varðir um liðamót eins og um olnboga og hné vegna þess að í miklum torfærum kemur fyrir að maður dettur. Flestir eru því klæddir í eins konar brynju sem er úr sérstöku plastefni. 
   Það sem mér finnst skemmtilegast við þessa hjólreiðamennsku er að hún krefst ákveðinnar hæfni og líkamsstyrks. Þetta eru auk þess mjög kraftmiklar græjur sem fá blóðið til að renna. Maður kemst til dæmis erfiða slóða hraðar en á jeppa og það er ákveðið frelsi sem felst í því að vera á svona hjóli.
    En ég er tiltölulega nýbyrjaður og á ýmislegt eftir ólært. Hluti af ánægjunni af þessum akstri er að njóta náttúrunnar og þá stöðvum við hjólin og virðum fyrir okkur fagurt landslagið.“ En hvað gera þeir ef hjólin bila eða dekk springur upp á háheiði, er þá einhver í hópnum til að gera við?
  „Slíkur vandi hefur ekki komið upp ennþá svo það hefur ekki reynt á þetta. En ef ég tala bara fyrir mig þá kann ég ekki að gera við hjólið né skipta um dekk. Það stendur til hjá mér að læra að geta bjargað mér, þá sérstaklega ef springur á dekkinu.“ Aðspurður segir hann að þetta geti verið hættuleg íþrótt ef menn fari of greitt og gæti ekki að sér. En hefur hann áhuga á að keppa á torfæruhjóli? 
  „Nei, ég er í þessu bara til að keppa við sjálfan mig. Auk þess sem mér finnst gaman að reyna á þessa líkamlegu og andlegu þætti.“ En hann segir marga iðka þetta sport og þá ekki síst menn á miðjum aldri. „Það er meira um það en marga grunar.“
Morgunblaðið 
7.5.2003

5.5.03

Spenna á Frosinni jörð

 Fyrsta endurokeppni ársins fór fram um helgina við Úlfarsfell:

 Það var kuldalegt á laugardagsmorguninn þegar keppendur mættu í fyrstu endurokeppni sumarsins - frosnir pollar og frosin jörð og hiti við frostmark undir Úlfarsfelli. Þetta var það sem blasti við
keppendunum 45 sem voru mættir á ráslínu, tilbúnir að takast á við íslandsmeistaratitilinn í meistara-
deild.
Það var Siv Friðleifsdóttir, heilladís Vélhjólaíþróttaklúbbsins, sem ræsti keppendurna í fyrri umferð dagsins.
Það var eins og orrustuþota sem stingur sér niður undir jörð til orrustu, slíkur var hávaðinn þegar allir 45 keppendurnir ruku af stað út 1 vandlega merkta 9,3 km braut sem lá aö mestu í
væntanlegu vegastæði undir Úlfarsfelli.
Eftir fyrsta hring var Viggó Viggósson fyrstur á TM-hjóli, annar var Ragnar Ingi Stefánsson á Honda og þriðji var núverandi íslandsmeistari, Einar Sigurðsson, á KTM- hjóli. Eftir 55,8 km akstur á tíman um 96,56 mín.
Var það svo Einar Sigurðsson sem sigraði, annar var Ragnar Ingi Stefánsson aðeins 14 sek. á eftir Einari. Þriðji var svo Haukur Þorsteinsson á Yamaha og var hann 1,12 mín. á eftir Ragnari. Viggó varð 4. og Gunnar Þór Gunnarsson fimmti. í 6. sæti lenti svo Valdimar Þórðarson, en hann var kominn á hæla Ragnars þegar hann var fyrir því óláni að verða bensínlaus þegar hann átti um 400 metra eftir í mark. Með aðstoð sinna aðstoðarmanna ýtti hann hjólinu í mark og missti við það 3 keppendur fram úr sér. Sennilegast er þetta sú
keppni sem haft hefur lægstan meðalhraða sigurvegara í enduro frá því byrjað var að keppa í enduro til íslandsmeistara 1998.

Baldursdeild er keppni fyrir byrjendur og er kennd við elsta félagann í Vélhjólaíþróttaklúbbnum, en í hana voru mættir 22 keppendur. Þeir yngstu voru 13 ára með uppáskrifað leyfi frá foreldrum sínum
um að þeir mættu taka þátt í akstursíþróttakeppni. Þeir elstu voru hins vegar tæplega fertugir og ein stelpa, Aðalheiður Birgisdóttir, betur þekkt úr snjóbrettaíþróttum. í Baldursdeild voru eknir 3 hringir í
sömu braut og í meistaradeild. Eftir fyrsta hring var Guðni Friðgeirsson fyrstur, annar var Hrafnkell Sigtryggsson og þriðji Gunnlaugur Karlsson, en hann er sonur Karls Gunnlaugssonar sem lengi hefur verið viðloðandi mótorhjólasportið og sér um sjónvarpsþættina Mótor á Skjá 1 og mótorhjólasport hjá Ríkissjónvarpinu. Að loknum þrem hringjum var staðan sú sama og eftir 1. hring, þó svo að Gunnlaugur hefði á tímabili komist upp í annað sæti, en hann tapaði því aftur er hann drap á hjólinu í drullupytti skömmu áður en hann kom í mark.
1.  Guðni Friðgeirsson, Kawasaki, 57,03 mín.
2. Hrafnkell Sigtryggsson, Suzuki, 57,16.
3.   Gunnlaugur Karlsson, KTM, 57,31.

Þá var komið að seinni umferðinni í meistaradeildinni, en keppt er tvisvar sama daginn í 90 mín. í
meistaradeild. Brautin var orðin ansi grafin og erfið yflr að fara og sífellt bættust við nýir drullupyttir í brautina með tilheyrandi vandræðum.
Það var Viggó Viggósson sem kom fyrstur eftir fyrsta hring, annar var Einar Sigurðsson og þriðji
var Ragnar Ingi. í öðrum hring missti Viggó forustuna til Einars og Ragnar tók einnig fram úr honum. í fimmta hring komst Ragnar fram úr Einari en Viggó var enn þriðji og þegar 1 hringur var eftir var Ragnar með 17 sek. í forskot á Einar og sprungið afturdekk og héldu margir að Einar næði fram úr Ragnari vegna afturdekkjavandræða. Það var eins og Ragnar hefði fundið aukaorku við þetta afturdekkjaloftleysi og sigraði með 20 sek. mun. Ragnar, sem með þessu vann sinn fyrsta sigur á íslandsmóti í enduro, var að vonum ánægður og var hann spurður um það hvernig honum fyndist brautin. Hann svaraði þvi til að á sinn standard væri brautin algjört ógeð, hún er lúmsk, það eru
mismunandi holur í henni sem eru erfiðar og svolítið af grjóti sem maður sér ekki, en þetta er erfltt og á að vera það.
1.  Ragnar Ingi Stefánsson Honda 96,20.
2.  Einar Siguröarson          KTM 96,40.
3. Viggó Viggósson                TM 98,33.
Ef samanlagður árangur í keppnunum tveim væri tekinn saman væri Ragnar með 5 sek. betri árangur en Einar. Mætti því að sönnu kalla Ragnar Inga sigurvegara dagsins.

HJ
Dagblaðið Vísir 5.5.2003