4.6.14
Hjóladagar á Akureyri
Tían, Hjóladagar á
Akureyri
Tían, Bifhjólaklúbbur Norðurlands, mun halda sína árlegu
Hjóladaga á Akureyri dagana
17.–19. júlí. Þar verður sem
fyrr þrautabraut, hjólaspyrna,
útimarkaður, grill og sýning
á mótorhjólum ásamt því að
minningarakstur um Heiðar
Jóhannsson verður farinn.
Hjóladagar hafa farið stækkandi ár frá ári og eru nú að
verða aðalsamverutími allra
íslenskra hjólamanna. Upplýsingar og dagskrá Hjóladaga
má finna á heimasíðu Tíunnar www.tian.is
27.5.14
Matchless fær nýtt líf (2014)
Gamall draumur Hilmars Lútherssonar varð að veruleika þegar Birgir Guðnason færði honum illa farið flak Matchless 500 mótorhjóls frá 1946.
Fyrir tæpum aldarfjórðungi sá Hilmar Lúthersson mynd af illa förnu mótorhjóli af gerðinni Matchless 500, árgerð 1946. Hann falaðist eftir því við eigandann, Stefán Einarsson verktaka á Siglunesi, en sá vildi síður skilja við það og Hilmar gaf hjólið upp á bátinn.Fjölmörgum árum síðar var Birgir Guðnason að vinna fyrir Stefán á
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)