27.6.94

Hjóladagur Snigla

- Heiðurssnigill útnefndur á Ingólfstorgi 

Um 75 til 100 bifhjól verða í hópkeyrslunni sem er aðallega farin til að vekja athygi á okkar málum, einkum tryggingamálum. Þetta eru áhugamanna- og baráttusamtök en það verður örugglega nóg um glens og gaman. Við ætlum að útnefna heiðurssnigil númer 900 og fleira," sagði Björn Ragnarsson, fréttafulltrúi Bifhjólasamtaka lýðveldisins, í samtali við DV en Sniglarnir halda siim árlega hjóladag á laugardaginn. Bifhjólafólk hittist með fáka sína kl. 14 við Kaffivagninn á Granda.
Síðan verður ekið í hópkeyrslu um höfuðborgarsvæðið; Tryggvagötu, Sæbraut, Reykjanesbraut, Lækjargötu, Strandgötu, Reykjavíkurveg, Kringlumýrarbraut, Bústaðaveg, Skógarhlíð, Snorrabraut, Eiríksgötu, Skólavörðustíg, Laugaveg og endað á Ingólfstorgi kl. 16.

Formaður stjórnar Snigla, OfurBaldur, flytur ræðu dagsins og út nefnir heiðurssnigil númer 900.
Sniglar hafa þá hefð að taka sléttu tólurnar frá til heiðurs einhverjum sem greitt hafa götu þeirra. Þeirra á  meðal eru Ómar Ragnarsson, Arni Johnsen og fleiri góðkunnir.
Einnig flytja ræður fulltrúi Umferðarráðs og Ómar Smári frá Lógreglunni.
Trúbadorinn Bjanii Tryggva ætlar síðan að leika fyrir áhorfendur.

DV 24.6.1994

25.6.94

Árlegur Hjóladagur Sniglana




ÁRLEGUR hjóladagur Sniglana, Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, var haldinn síðastliðinn laugardag. 

Þá fóru meðlimir samtakana í breiðfylkingu um Reykjavík og enduðu á Ingólfstorgi þar sem boðið var upp á skemmtidagskrá. Tilgangur með þessum árlega viðburði er að áminna vegfarendur um að sýna aðgætni í umferðinni og minnast þeirra sem láta lífið í vélhjólaslysum. Ofur Baldur, kynningafulltrúi sniglanna kynnti áhofendum starfsemi þeirra og á eftir honum fluttu Ómar Smári Ármannsson, aðstoðar-yfirlögregluþjónn, og Sigurður Helgasson, upplýsingafulltrúi Umferðaráðs, ávörp. Að lokm tók Bjarni Tryggvason nokkur lög.