5.5.02

Er mjög stöðugt á vegi og togar eins og eimreið


 HONDA VTX 1800


 Kostir. Tog, jafnvægi á ferð

 Gallar: Framþungt á lítilli ferð , þyngd 

Bernhard hf. hefur nú flutt inn ti l landsins stærsta mótorhjól í heimi , hvorki meira né minna , og fengu DV-bílar tækifæri til að prófa hjólið á dögunum. Í upplýsingarriti með hjólinu stendur : Þetta er stærsti og aflmesti hippi sem framleiddur hefur verið. Punktur! Má með nokkrum sanni segja að það sé rétt hjá þeim en Honda hefur samt fengið verðugan keppinaut í Harley Davidson V-Rod-hjólinu sem að vísu er  minna en 9 hestöflum öflugra . Einnig er Indian að skoða framleiðslu á 1900 rúmsentímetra mótorhjóli.

Stærra en það sýnist Það sem heillar strax við hjólið er ekki bara óhemjustærð þess heldur líka laglegt útlit. Hjólið virkar frekar lágt en augað blekkir mann dálíti ð þar sem lengd þes s er mikil . Felgurnar eru steyptar sem gefur því nýtlskulegra útli t og bretti n höfð ein s stutt og hægt er svo að það verði sportlegra . Lugtarhúsi ð e r langt og með stóru skyggni og setur mikinn svip á hjólið . Annað er það líka sem óhjákvæmilega er ekki hægt að leiða hjá sér og það er stærsta púströ r sem undirritaður hefur nokkru sinni séð á mótorhjóli. Það eina sem skemmir fyrir því í útliti er svartur og frekar klunnalegur vatnskassinn framan á grindinni.

Stöðugt í akstri Áseta á hjólinu er þægileg , einni g á langkeyrslu , stýri e r lágt og breitt og þarf aðein s að teygj a si g í það í beygjum. Fótpinnar eru þægilega staðsettir frekar framarlega og þvllítil hætta að reka þá niður. Vel fer því um ökumann í akstri en farþegi situr frekar hátt og tekur því á sig nokkurn vind. Hjólið er frekarframþungt,fyrir utan það að með sín 320 kíló er það yfir kjörþyngd og þvi getur verið erfitt að færa það til með fætur niðri. Þegar það er komið á skrið er það hins vegar alveg sérlega stöðugt og atriði eins og hliðarvindur og að mæta vörubíl hafa bókstaflega engin áhrif á það. Maður fær það frekar á tuTmninguna að trukkarnir þurfi að passa sig á mótvindinum. Mælaborðið er einfalt en býður þó upp á gaumljós fyrir bensín og stafrænan skjá sem sýnt getur vegalengdamælingu.


Öflugar bremsur duga varla Lítill sem enginn titringur er í vélinni ogfinnstnánast enginn í stýrinu í hægagangi. Eini titringurinn er þegar farið er of hægt í háum gír en einnig var smávegis titringur í framljósi. Hjólið erfrekarhágírað, enda er það nauðsynlegt með svona stóran og slaglangan mótor. Það hefur þó þau áhrif að gíra þarf niður í fyrsta í flestum 90 gráða beygjum. Vélin hefur feikilegt tog og þungt hjólið er eins og eimreið þegar það er komið af stað. Fyrir vikið verður eriitt að stoppa það nema með því að taka vel á bremsunum sem eru af öflugustu gerð en duga samt þessu hjóli varla. Tvöfaldar Nissin-bremsur eru að framan, með þriggja stimpla dælum og tveggja stimpla að aftan. Fjóðrunin er nokkuð stíf, sérstaklega að aftan, en þar er líka hægt að stilla hana. Stór kúludekk hjálpa heldur ekki og gott getur verið að lækka þrýsting í stóru afturdekki um tvö pund niður fyrir það sem framleiðandi gefur upp, sérstaklega ef aka á á möl. Kostur er þó lágbarða framdekk sem gefur gott grip. Hjólið er á rétt tæpar tvær milljónir, sem er auðvitað ekki ódýrt, en taka verður tillit til þess hversu mikil smíð hjólið er og mikið í það lagt. Aðalkeppinautar þess eru flestir ódýrari, allavega japönsku hjólin, enda minni, en búast má við að V-Rod-hjólið kosti meira.

A Mikil fyrirferð er á mótornum í grindinni og hvergi sparað í krómi. 
B Afturljós er með gamaldags lagi og setur skemmtilegan svip á hjóliö. 
C Risastór kúturinn þaggar gjörsamlega niöur í hjólinu svo aö varla heyrist vélarhljóö á ferö. 
D Framdemparar eru öfugir til aö gefa betra viðbragð og bremsudiskarnir með öflugum þriggja stimpla dælum.
-NG 
DV 4.5.2002

28.4.02

Slysum fer fækkandi þrátt fyrir aukna umferð bifhjóla

Bifhjólasamtök lýðveldisins kynntu nýja slysarannsókn í morgun:

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa í samstarfi við Umferðarráð og rannsóknarnefnd umferðarslysa látið gera eina stærstu slysakönnun sem um getur hér á landi. Sniglar höfðu frumkvæði að verkefninu og létu skoða öll bifhjólaslys á tíu ára tímabili, frá árinu 1991 til 2000 að báðum árunum meðtöldum. Útkoma rannsóknarinnar bendir á marga athyglisverða hluti og staðfesti aðra
sem haldið hefur verið á lofti af bifhjólafólki lengi.

Mikil fækkun bifhjólaslysa

Sú niðurstaða rannsóknarinnar sem vekur hvað mesta athygli er að á meðan mótorhjólum í umferð er að fjölga hefur tíðni slysa verið á niðurleið frá 1992, þegar Sniglar hrundu af stað sínu fyrsta umferðarátaki. Árið 1992 voru skráð 113 bifhjólaslys á landinu en árið 2000 aðeins 48. Sniglar fengu Skráningarstofuna til að reikna út hversu mörg hjól voru á númerum og hve lengi á hverju ári, og fengu útkomuna í einni tölu sem er kölluð er númeradagar.
Frá árinu1995 hefur númeradögum verið að fjölga um leið og slysum fækkar sem gefur ákveðna vísbendingu um að hjólaumhverfið sé að breytast. Hér getur verið að rekja megi þetta til þess að meðalaldur bifhjólafólks virðist vera að hækka en niðurstöður rannsóknarinnar benda i flestum tilvikum í þá átt að eldri ökumenn lendi síður í slysum.

Yngstu oftast í slysum


Þegar öll bifhjólaslys eru skoðuð er bifhjólafólk orsakavaldur í 64% tilfella en slys verða oft þegar bifhjól er eitt á ferð. í þeim tilfellum þar em árekstur milli ökutækja á sér stað er það í langflestum tilfellum við gatnamót og þá lenda oftast saman bifhjól og fólksbíll, eða í um 80% tilfella. í þeim tilvikum eru ökumenn bifhjóla orsakavaldar í 47% tilfella. Athygli vekur einnig í niðurstöðum skýrslunnar að í rúmlega helmingi tilfella slysa eiga skellinöðrur og sporthjól þátt, en það er einmitt yngsti aldurshópurinn. Þeir sem eru 15-24 ára lenda í um tveimur þriðja slysanna eða 67,5% sem er hátt hlutfall. Einnig vekur athygli að konur lenda síður í slysum heldur en karlmenn. Hlutfall þeirra sem lenda í slysum er 6,4% á meðan 18% þeirra sem tóku bifhjólapróf árið 2001 voru konur. Það þykir einnig sláandi niðurstaða að 86% slysanna verður í þéttbýli, en það segir töluvert um það hvar fólk er að nota hjólin sín og hvar þau eru í mestri hættu. Hátt hlutfall ökumanna eru einnig réttindalausir, eða 7,3%.

Helmingur slysa á lánshjólum


Margt athyglisvert kom í ljós við vinnslu skýrslunnar sem ekki var búist við fyrirfram. Til dæmis virðist vera ákveöin brotalöm hjá tryggingafélögunum þar sem mörg hjólanna fara á gótuna aftur og lenda aftur í tjónum. Í einu tilvikanna hafði sama bifhjólið lent fimm sinnum í rjóni en fór alltaf á götuna aftin;. Skoðaður var innflutningur bifhjóla á 30 ára tímabili og þar kemur í ljós að innflutningur bifhjóla var í sögulegu lágmarki árið 1996 þegar aðeins 62 bifhjól voru flutt tillandsins. Þetta var mikil fækkun frá árinu 1974 þegar hvorki meira né minna en 729 bifhjól voru seld hingað. Innflutningur bifhjóla virðist þó vera að komast í jafnvægi, en árið 2000 voru 334 bifhjól flutt hingað.
Um helmingur þeirra sem lenda í slysum eru ekki skráðir eigendur hjólanna. Bifhjólasamtökin stóðu
fyrir herferð árið 1997-8 um að bifhjólafólk lánaði ekki hjólin sín og virðist sá áróður hafa náð til fólks ef marka má niðurstöður skýrslunnar. Slys á lánshjólum eru þó á uppleið aftur, en eflaust má líka rekja hluta þeirra til þeirrar staðreyndar að bifhjól eru oft skráð á aðra fjölskyldumeðlimi til að sneiða fram hjá dýrum tryggingum.

Hvetja til forvarna

Allir vita að það er hættulegt að keyra mótorhjól, en með þessari vinnu eru Bifhjólasamtókin að reyna að komast að því hvað það er sem hægt er að gera til þess að það verði minna hættulegt. Um 31%
þeirra sem lenda í slysi á bifhjóli slasast alvarlega eða látast. Þetta er rúmlega helmingi hærri prósenta en hjá ökumönnum og farþegum bifreiða. Bifhjólasamtökin vilja hvetja til aðgerða í forvarnarstarfi fyrir bifhjól og benda á aðgerðir í þeim efnum. Að sögn Karenar Gísladóttur hjá Bifhjólasamtökunum er það hægt með bættri kennslu og námskeiðum. „Bifhjólasamtökin vilja gera það i samvinnu við tryggingafélögin og telja að það myndi vera hægt með afslætti á tryggingum sem gulrót, líkt og á námskeiðum fyrir unga ökumenn hjá VÍS og Sjóvá. Koma þarf einnig á fót átaki um notkun hjálma og hlífðarfatnaðar vegna hárrar prósentu þeirra sem ekki nota hjálm og hlífðarfatnað," segir Karen. „Ætlunin er að setja umferðarátakið okkar inn á myndbönd hjá videoleigum og koma þeim einnig i kynningar í bíóhúsum í júní og júlí." Karen bendir einnig á að Bifhjólasamtökin hafi náð miklum árangri með átaki í umferðinni á undanförnum árum og nú sé kominn tími til að tryggmgafélögin leggi við eyrun. „Það er ekki síst með endurskoðuðu tryggingarkerfi sem hyglar ekki þeim sem hafa hæstu tekjurnar í stað mestu reynslunnar, sem viö getum náð betri árangri,"  sagði Karen að lokum.








DV
26. APRÍL 2002