5.5.02

Er mjög stöðugt á vegi og togar eins og eimreið


 HONDA VTX 1800


 Kostir. Tog, jafnvægi á ferð

 Gallar: Framþungt á lítilli ferð , þyngd 

Bernhard hf. hefur nú flutt inn ti l landsins stærsta mótorhjól í heimi , hvorki meira né minna , og fengu DV-bílar tækifæri til að prófa hjólið á dögunum. Í upplýsingarriti með hjólinu stendur : Þetta er stærsti og aflmesti hippi sem framleiddur hefur verið. Punktur! Má með nokkrum sanni segja að það sé rétt hjá þeim en Honda hefur samt fengið verðugan keppinaut í Harley Davidson V-Rod-hjólinu sem að vísu er  minna en 9 hestöflum öflugra . Einnig er Indian að skoða framleiðslu á 1900 rúmsentímetra mótorhjóli.

Stærra en það sýnist Það sem heillar strax við hjólið er ekki bara óhemjustærð þess heldur líka laglegt útlit. Hjólið virkar frekar lágt en augað blekkir mann dálíti ð þar sem lengd þes s er mikil . Felgurnar eru steyptar sem gefur því nýtlskulegra útli t og bretti n höfð ein s stutt og hægt er svo að það verði sportlegra . Lugtarhúsi ð e r langt og með stóru skyggni og setur mikinn svip á hjólið . Annað er það líka sem óhjákvæmilega er ekki hægt að leiða hjá sér og það er stærsta púströ r sem undirritaður hefur nokkru sinni séð á mótorhjóli. Það eina sem skemmir fyrir því í útliti er svartur og frekar klunnalegur vatnskassinn framan á grindinni.

Stöðugt í akstri Áseta á hjólinu er þægileg , einni g á langkeyrslu , stýri e r lágt og breitt og þarf aðein s að teygj a si g í það í beygjum. Fótpinnar eru þægilega staðsettir frekar framarlega og þvllítil hætta að reka þá niður. Vel fer því um ökumann í akstri en farþegi situr frekar hátt og tekur því á sig nokkurn vind. Hjólið er frekarframþungt,fyrir utan það að með sín 320 kíló er það yfir kjörþyngd og þvi getur verið erfitt að færa það til með fætur niðri. Þegar það er komið á skrið er það hins vegar alveg sérlega stöðugt og atriði eins og hliðarvindur og að mæta vörubíl hafa bókstaflega engin áhrif á það. Maður fær það frekar á tuTmninguna að trukkarnir þurfi að passa sig á mótvindinum. Mælaborðið er einfalt en býður þó upp á gaumljós fyrir bensín og stafrænan skjá sem sýnt getur vegalengdamælingu.


Öflugar bremsur duga varla Lítill sem enginn titringur er í vélinni ogfinnstnánast enginn í stýrinu í hægagangi. Eini titringurinn er þegar farið er of hægt í háum gír en einnig var smávegis titringur í framljósi. Hjólið erfrekarhágírað, enda er það nauðsynlegt með svona stóran og slaglangan mótor. Það hefur þó þau áhrif að gíra þarf niður í fyrsta í flestum 90 gráða beygjum. Vélin hefur feikilegt tog og þungt hjólið er eins og eimreið þegar það er komið af stað. Fyrir vikið verður eriitt að stoppa það nema með því að taka vel á bremsunum sem eru af öflugustu gerð en duga samt þessu hjóli varla. Tvöfaldar Nissin-bremsur eru að framan, með þriggja stimpla dælum og tveggja stimpla að aftan. Fjóðrunin er nokkuð stíf, sérstaklega að aftan, en þar er líka hægt að stilla hana. Stór kúludekk hjálpa heldur ekki og gott getur verið að lækka þrýsting í stóru afturdekki um tvö pund niður fyrir það sem framleiðandi gefur upp, sérstaklega ef aka á á möl. Kostur er þó lágbarða framdekk sem gefur gott grip. Hjólið er á rétt tæpar tvær milljónir, sem er auðvitað ekki ódýrt, en taka verður tillit til þess hversu mikil smíð hjólið er og mikið í það lagt. Aðalkeppinautar þess eru flestir ódýrari, allavega japönsku hjólin, enda minni, en búast má við að V-Rod-hjólið kosti meira.

A Mikil fyrirferð er á mótornum í grindinni og hvergi sparað í krómi. 
B Afturljós er með gamaldags lagi og setur skemmtilegan svip á hjóliö. 
C Risastór kúturinn þaggar gjörsamlega niöur í hjólinu svo aö varla heyrist vélarhljóö á ferö. 
D Framdemparar eru öfugir til aö gefa betra viðbragð og bremsudiskarnir með öflugum þriggja stimpla dælum.
-NG 
DV 4.5.2002