SNIGLARNIR, bifhjólasamtök lýðveldisins, halda upp á 10 ára afmæli sitt með stórsýningunni Bifhjól á íslandi um páskana. Halldór
Blöndal, samgönguráðherra, opnar sýninguna með formlegum hætti
í Laugardalshöll kl. 15 í dag. Sýningin verður opnuð almenningi kl.
17. Hún er opin til kl. 22 alla daga að frátöldum síðasta sýningardeginum á mánudag. Þann dag verður henni lokið snemma eða kl. 20.
Yfir 200 bifhjól verða á sýningunni. Nærri liggur að hver tegund, sem flutt hefur verið hingað til lands frá 1918, eigi sinn fulltrúa. Félagar í Sniglunum munu bjóða gestum upp á stuttar hjólaferðir ef veður leyfir, vörukynningar verða í salnum og nýr geisladiskur Sniglanna til sölu. Á disknum eru lög eftir meðlimi Sniglanna og hafa aðeins verið gefin út 1000 eintök.Landsmót Sniglanna verður í Húnaveri fyrstu helgina í júlí og eru allir bifhjólaeigendur velkomnir.
Að auki verður haldið upp á afmæli samtakanna með styttri og lengri hjólaferðum hér á landi og erlendis. Áttahundruð og fimmtíu félagar hafa frá upphafi verið skráðir í Sniglanna.
Mbl 31.3.1994