Slysum á bifhjólamönnum hefur fjölgað. |
27.4.17
Aftur fjölgun á slysum hjá bifhjólamönnum
22.4.17
Frá Formanni
Eins og flestir vita þá er Aðalfundur okkar þann 6 maí n.k. kl 13:00
Og erum við að taka við framboðum á tian@tian.is eins verður tekið við framboðum á fundinum.Í ár eru að losna 3-4 pláss. Eru 2 búnir að bjóða sig fram og þökkum við Trausta Friðrikssyni og Tryggva Guðjónssyni fyrir framboð sitt. En okkur langar að sjá fleiri til að bjóða sig fram.
17.4.17
Stórsýning Rafta og Fornbílafjelagsins verður 13. maí
Sýningin hefur fyrir margt löngu skapað sér verðugan sess meðal áhugafólks um bíla og mótorhjól. Þessi dagar er til að mynda sá sem margir viðra fáka sína fyrst úr vetrargeymslunni. Af þeim sökum má sjá hundruði óvenjulegra ökutækja á ferðinni og á leið í Borgarnes.
„Það er góðæri í landinu þannig að við höfum aldrei fengið jafn marga sýningaraðila til að verða með okkur og nú. Þeir verða alls 16 talsins. Þetta er bæði hjólaumboð, útivistaraðilar og sölufólk með verkfæri og vörur af ýmsu tagi. Fjórhjól og sexhjól verða fyrir bændur og búalið auk t.d. smurefna og efna til að hreinsa ryð og lakk,“ segir Unnar Bjartmarsson sem undirbýr nú hátíðina af krafti ásamt fleirum Röftum og fornbílafélögum. Unnar segir að Hilmar Lúthersson Snigill númer eitt verði í Raftaheimilinu með brot af þeim hjólum sem hann hefur gert upp um ævina, en þau eru orðin æði mörg og gaman að geta heiðrað karlinn aðeins. Þá er Latabæjarökutækin komin í Borgarnes og verða þau til sýnis. Á vel við að þau séu komin í Borgarnes þar sem Magnús Scheving íþróttaálfur og frumkvöðull sleit barnsskónum. „Camaro verður 50 ára á árinu og munum við að sjálfsögðu halda upp á það. Svifnökkvi verður á Borgarfirðinum þennan dag og mun hann taka með sér farþega á rúntinn. Háfjara er um klukkan 13:30 svo það verða kjöraðstæður til að kynna nökkvann bæði á sjó og sandi,“ segir Unnar.
Hann segir að sjálfsögðu vonast við til þess að veðrið verði gott svo fornbílar og mótorhjól flykkist til þeirra í Borgarnes, það sé eiginlega partur af sýningunni líka. „Við höfum verið að reyna að breikka flóruna á sýningunni til þess að fólk sjái eitthvað nýtt og ferskt á hverju ári. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis en kaffi og vöfflusala verður á staðnum,“ segir Unnar. Aðstaða klúbbanna í Brákarey er sífellt að batna enda töluverð vinna búin að fara fram. Unnar segir mörg handtök þó eftir fram á sýningardag en kveðst hlakka til góðs dags.
1.4.17
Aron meðal þeirra bestu í heimi
Aron meðal þeirra bestu í heimi
-Endaði í 7. sæti í vélhjólakeppni þrátt fyrir að hafa ekki æft í sjö ár
Grindvíkingurinn Aron Ómarsson mætti sterkur til leiks í vélhjólakeppni „Enduro“, sem fram fór í Rúmeníu um helgína, en um er að ræða fimm daga keppni sem fram fer í Karpatíufjöllunum.
Aron lagði línurnar strax á fyrsta degi með því að vinna svokallaða „Prolog“ keppni, en sú keppni er innanbæjar á götum Sibiu áður en keppt er í fjóra daga í fjöllunum. Aron vann keppnina í Sibiu.
Eftir Prolog keppnina tóku svo við fjórir dagar af erfiðasta fjallarallí í heimi, en Aron keyrði allt að 200 kílómetra á dag, í um sex klukkustundir í einu og fékk eingöngu um 20 mínútur á hverjum degi til þess að næra sig.
Vegna smávægilegra vandræða með hjólið, sem kostuðu Aron mikinn tíma, endaði hann í 7. sæti á mótinu. Þess má geta að Aron hefur ekki hjólað í sjö ár, en hann hafði einungis æft í hálft ár af krafti fyrir keppnina.
29.3.17
Tíufélagar í sjálboðavinnu á Mótorhjólasafninu
Allir sem tóku þátt eiga hrós skilið og safnið verður glæsilegra með hverju árinu..
Enn er þó nokkuð eftir en með samstilltu átaki klárum við safnið...
Myndband frá Gissuri
10.3.17
Ók eins og „brjálæðingur“ um götur Akureyrar
Lögreglan fór að leita hans en þegar hún sá aksturslagið á honum var ekki tekin áhætta á að reyna að aka í veg fyrir hann eða elta hann vegna hættu á að hann færi sjálfum sér eða örðum að voða, og hvarf hann út í náttmyrkrið.
Lögreglumaður, sem fréttastofan ræddi við, sagði að hann hafi ekið „eins og brjálæðingur,“ auk þess sem hálka var hér og þar á götum bæjarins þegar þetta gerðist. Brátt vöknuðu grunsemdir um hver hann væri og var hann handtekinn í morgun þegar hann var á leið í vinnu.
Hann er nú í vörslu lögreglu og verður yfirheyrður í dag, en lögregla er meðal annars að afla sér efnis úr eftirlitsmyndavélum til að greina nánar athæfi mannsins. Ekki liggur enn fyrir hvort hann var undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna.
Góður Fundur hjá Tíunni og Söxum
Skoðaðar voru myndir af Landsmótum síðustu ára endilega kíkið inn á saxar.123.is ef þú misstir af fundinum. :) :) :)
8.3.17
27.2.17
Kæri félagsmaður
Nú er kominn sá tími að greiðsluseðillinn fer að birtast í heimabankanum þínum . Í ár langar mig að biðja ykkur um að láta mig vita, ef þú kæri félagsmaður ætlar ekki að greiða árgjaldið.
2017 er árið okkar, þar sem við ætlum að greiða þennan yndislega seðill, því tilgangur og markmið Tíunnar, er einfaldlega að efla samskipti og félagsanda bifhjólafólks.
Tían er nefnilega ég og þú, því ekki viljum við láta þessi samtök niður falla. Legg ég eindregið til að þú greiðir seðillinn í ár. Því mín von er að Tían verði sterkari og samheldnari um ókomin ár,
Í ár ætlum við að láta eins og hálfvitar
Með von í hjarta
Kv. Sigga Dagný, gjaldkeri Tíunnar
sigridurdagny@simnet.is
21.2.17
Koma svo 😃 kaffi á könnunni og jafnvel góð tónlist í útvarpinu 😃
19.1.17
Hærri tollar á mótorhjól vegna nautakjötsbanns
Bandaríkin vilja hækka tolla á mótorhjólum frá Evrópusambandinu til að mótmæla banni Evrópusambandsins á nautakjöti sem inniheldur vaxtarhormón. Bannið myndi ná til fjölda vöruflokka, meðal annars mótorhjóla af stærðinni 51-500 rúmsentimetrar.
Wayne Allard, forseti AMA sem er Ameríska Mótorhjólasambandið segir að það sé engin rökrétt tenging milli nautakjöts og mótorhjóla. “Það er fáránlegt að láta sér detta þetta í hug” segir hann og bætir við að verndartollar eigi aðeins við innan tiltekins málaflokks, í þessu tilfelli landbúnaðarvara.
Dolf Willigers, aðalritari FEMA sem er Evrópska Mótorhjólasambandið hefur áhyggjur af hugsanlegu banni og að það geti leitt til minna framboðs á minni gerðum mótorhjóla, einnig í Evrópu. “Dæmigert svar Evrópusambandsins yrði svo að hækka tolla á mótorhjól frá Bandaríkjunum þannig að enginn hefði efni á þeim lengur” sagði Dolf. Árið 2015 seldi Harley-Davidson 37.000 mótorhjól í Evrópu svo líklegt er að það hefði mikil áhrif á mótorhjólaframleiðandann.
bifhjol.is
1.1.17
Frá Stjórn
Stjórn Tíunnar óskar ykkur öllum árs og friðar með þökk fyrir samveruna á árinu
Stjórn Tíunnar