26.5.17

Árgjaldið

Vissuð þið að þeir sem greiða árgjaldið í TíunniStyrkja: Mótorhjólasafnið um 1000 kr og geta heimsótt safnið án endurgjalds á meðan þeir eru greiddir félagar.Árgjaldið í Tíunni er aðeins 3000kr.
Innifalið er:
Axlarmerki Tíunar (Einu sinni)...
Frítt á Mótorhjólasafnið.
Ýmsir afslættir hjá fyrirtækjum í bænum
Bensínafsláttur hjá Orkunni
Skemmtilegir Viðburðir..Viltu ganga í Tian Bifhjólaklúbb Norðuramts?

Hafðu samband í
tian@tian.is

20.5.17

Skoðunardagur Tíunnar hjá Tékklandi

Skoðunardagur Tíunar fór fram hjá Tékklandi Akureyri í dag og mættu 63 hjól í skoðun..

boðið var upp á veitingar og var dagurinn val heppnaður þó hefði kannski mátt koma fleiri.

11.5.17

Fyrsti fundur

Kvöldið góða fólk.
Nú er fyrsti fundur nýrrar stjórnar afstaðin og skipast svohljóðandi
Formaður Hrefna Björnsdóttir
Varaformaðir Víðir Hermannsson
Gjaldkeri Sigga Dagný
Ritari Hinrik Svansson...
Upplýsingafulltrúi Jokka G Birnudottir
Meðstjórnendur Pall Guðmundsson og Trausti Friðriksson

Eigið góðar stundir og hlökkum til að sja ykkur a næsta viðburð a vegum Tíunnarsem er skoðunardagur 20 mai.

Hrefna Björnssdóttir

8.5.17

Styrkur Til Safnsins

Kæru félagar
Á ársfundinum tiunnar í dag var styrkur upp á 210.000
Afhentur mótorhjólasafninu þessi styrkur er 1000 krónur af hverjum greiddum félaga
í heildina fyrir árið 2016 styrkir tian safnið um 426.334
...
Langar að minna ykkur líka á að greiddir tíufélaga fá frítt inn á safnið 🤗 þannig ef þú ert Ógreiddur endilega greiddu seðillinn þinn.
Bestu þakkir án ykkar hefði þetta ekki verið hægt.Þakklætis kveðjur
Sigríður Dagný Þrastardóttir
Gjaldkeri

Við viljum þakka

Jónína Baldursdóttir Sigurvin X-Sukki Samuelsson og Súsanna Kristinsdóttir fyrir vel unninn störf a vegum Tíunnar. Það var gaman að vinna með ykkur og ykkar verður saknað takk enn og aftur. 😊😊😊 eins viljum við þakka Gissuri fyrir hvað varðar ferðanefnd. Og bjóðum nyja stjornarmeðlimi velkomna til starfa sem eru Víðir Már Hermannsson Hinrik Svansson og Trausti S Friðriksson
og i ferðanefnd er Jutta Knur og Hinrik Svansson

Hrefna Björnsdóttir

7.5.17

Þakkir

Vil ég þakka öllum sem komu á fund tiunnar gaman að sjá hve margir mættu. Vil ég þakka JónínaBaldursdóttir Súsanna Kristinsdóttir og Sigurvin X-Sukki Samuelsson fyrir þeirra framlag og vel unnin störf í þágu tiunnar.

Stjórnin.

6.5.17

Aðalfundur Tíunar á morgun

Laugardag 06.05.2017....Kl 13.00 til 15.00.......vonandi mæta sem flestir Tíu félagar.....því það verða Kleinur frá Jóninu og pönnukökur frá Siggu og Súsönnu.....og örugglega eitthvað annað góðgæti á boðstólnum....og fullt af fjöri ....(og kannski slagsmál).....og það verður skálað í þessu Svarta..........

Sigurvin X-Sukki Samúelsson

5.5.17

Plan Tíunnar

Plan Tíunnar 2017
6.maí 13-15
Aðalfundur Tíunnar, haldinn á Mótorhjólasafninu
...
20.mai 10-14
Skoðunardagur Tíunnar og Tékklands
7-9 júlí
Hjóladagar Fjölskyldunnar
BA svæðið
5.águst
Óvissu póker run
Aflssúpa um kvöldið
7.okt
Sumarslútt Tíunnar

2.5.17

1 mai Keyrsla

1. Maí keyrsla. 67 hjól sem tóku þatt og endað inn a Mótorhjólasafni i kaffi og með þvi. Og var það sober rider sem sa um að stoppa, þökkum við kærlega fyrir það. Flottur dagur og gaman að sja svona marga. Takk fyrir mig


myndir
Hrefna Björnsdóttir