29.4.17

Fer oftast varlega (2017)

Það er eitthvað við mótorhjól,
hljóðin, 
lyktina og
stemninguna í 
kringum þau
 sem heillar 
mig mikið.

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir veit ekkert betra en að ferðast um ókunn lönd á mótorhjólinu með óljóst ferðaplan og lítið annað en hengirúm í farangrinum.

Ég tók prófið í lok sumars 2014, og keypti svo hjól vorið 2015. Núna á ég hjól af gerðinni Honda Shadow, en það væri gaman að skipta því út og eignast annað í staðinn sem ég gæti jafnvel dundað mér við að breyta. Enn sem komið er hjóla ég mest á götunni, en stefni á að æfa mig í motocrossi til þess að geta síðan farið í ferðalög hvert sem er,“ segir Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, mótorhjólakappi með meiru.
Ásrún er stödd í Taílandi þar sem hún nýtur þess að ferðast um á mótorhjólinu og borða góðan mat. „Á ferð minni núna í Taílandi hef ég notið þess að prófa hin ýmsu mótorhjól og farið í nokkrar ferðir um landið. Það sem stendur upp úr er vikuferð um norðurhluta landsins á hjóli af  gerðinni Kawasaki Versys. Þetta er í annað sinn sem ég hjóla hér en við mamma komum hingað þar síðustu jól og hjóluðum aðeins,“ segir Ásrún. Þetta er þó fjarri því hennar fyrsta mótorhjólaferð. „

22.4.17

Frá Formanni


Eins og flestir vita þá er Aðalfundur okkar þann 6 maí n.k. kl 13:00

Og erum við að taka við framboðum á tian@tian.is eins verður tekið við framboðum á fundinum.Í ár eru að losna 3-4 pláss. Eru 2 búnir að bjóða sig fram og þökkum við Trausta Friðrikssyni og Tryggva Guðjónssyni fyrir framboð sitt. En okkur langar að sjá fleiri til að bjóða sig fram.