30.6.15

Harleyinn hans Brandos seldur fyrir 256.000 dali

 

Eitt hæsta verð sem fengist hefur.


Harley Davidson FLH Electra-Glide mótorhjól af árgerð 1970 var selt hjá uppboðshúsinu Julien’s Auctions í Kaliforníu. Það væri varla í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Julien’s sérhæfir sig í sölu á munum sem tengjast fræga fólkinu og mótorhjólið var í eigu kvikmyndagoðsagnarinnar Marlons Brandos.

   Hjólið var splunkunýtt þegar Brando eignaðist það og ökutæki sem var mjög við hæfi leikarans enda lék frammistaða hans í kvikmyndinni The Wild One (1953) stórt hlutverk í að móta hugmyndir bandarískra kvikmyndahúsagesta um menningu mótorhjólagengja.

   Að sögn Gizmag var Brando mikill mótorhjólaunnandi sem þótti fátt skemmtilegra en að fara í langa hjólatúra. Hann minntist þess með hlýhug að ferðast á hjólinu um New York árla morguns, áður en mannlífið vaknaði til lífs, í hlýju sumarnæturinnar, klæddur í gallabuxur og bol með föngulegt fljóð á aftursætinu.

   Mótorhjólið sem selt var á uppboðinu var enda með 13.859 mílur á mælinum. Var hjólið slegið á 256.000 dali, jafnvirði rösklega 34 milljóna króna, og er þar með í hópi þeirra fimmtíu mótorhjóla sem hæst verð hefur fengist fyrir á uppboði. 

ai@mbl.is

18.6.15

Ferð að fallinu. 19 júní

Vélhjólafólk. 


Þá er það næsti föstudagur, 19 júní þá förum við að Fallinu eins og undanfarin sumur, það eru 10 ár frá vigslu þessa flotta listaverk eftir Heidda nú vonast ég til að sjá alla sem mótorhjóli geta valdið þetta kvöld. Þeir sem ætla að fara í hóp í Varmahlíð frá Króknum mætið á N1 fyrir kl 19.30.

Gísli Gunnarsson prestur fer með hugvekju eins og undanfarin ár við Fallið kl 20.00 og við rúllum okkur svo í RÓLEGHEITUNUM á Sauðárkrók og leggjum hjá Maddömmunum, þær ætla að taka á móti okkur með kaffi og meðlæti.

Endilega látið þá vita sem eru að hjóla eins þó þeir séu ekki í okkar hópi þar sem þetta snertir okkur öll.

Farið varlega í umferðinni.
Kveðja Svavar #76. Formaður Smaladrengjana.

Landsmót Bifhjólamanna 2015 í Vestmannaeyjum