Hjóladagur Suzuki var haldinn á
laugardaginn í húsnæði Suzuki í
Skeifunni 17. Hayabusa-klúbburinn á Íslandi, Gaflarar, Raftarnir
og fleiri mótorhjólaklúbbar mættu
á svæðið með sín hjól, sum hver
gömul Suzuki-hjól og voru um 40
mótorhjól á planinu þegar mest
var.
Starfsmenn Suzuki voru
ánægðir með góða mætingu,
enda allar mótorhjólavörur og
mótorhjól á 15% afslætti og margir sem nýttu sér það.
njall@mbl.is
8.04.2014