Hun heitir Erla og er með bíla og mótorhjóladellu!
Svona gæti maður byrjað greinina um hana Erlu sem kom til mín um daginn eftir að ég falaðist eftir viðtali við hana þar sem hún var að keppa á íslandsmótinu í kvartmílu.
Þá vissi ég ekki að mikið af hennar fjölskyldu er mikið bíladellu hjóladellu og keppnisfólk, ég ákvað því að reyna að fá viðtal við fleir á þeim staðnum.
En snúum okkur að henni Erlu
Hún er 20 ára og var nýkomin með mótorhjólaprófið þegar hún keppti í sinni fyrstu kvartmílukeppni og segir að það hafi verið vinir hennar sem kvöttu hana til að keppa, en þegar betur er að gáð .æa heyrist undirrituðum ap .ap hafi ekki þurft mikla hvatningu þar sem hún er mikil keppnismanneskja.
Aðspurð þá segir hún hafi alla tíð verið með dellu fyrir allskonar ökutækjum og jaðarsporti þeim tengdum.
Hún hefur til að mynda verið mikið á motocrosshjólum þó svo að hún hafi aldrei keppt á þeim.
Þá segir hún mér að alltaf þegar hún hafi tíma þá sé hún í bílskúrnum með föður sínum sem sé nú að vinna að því að gera upp 1970 árgerð að Chevrolet Cheville.
En núna er áhuginn aðalega í því fólginn að aka um á Yamaha R6 mótorhjólinu og keppa á því.
_________________________
Þess má til gamans gert geta að Erla er skráð í " King Of The Street " keppnina hjá Kvartmíluklúbbnum og ætlar hún svo sannarlega að gera betur en í sinni fyrstu keppni og stefnir á lágar 11sek, og hún segir að draumurinn sé að vinna Adam sem er að vinna allt einmitt á Yamaha R6.
En hvað gerist síðan á veturna þegar ekki er hægt að keyra um á mótorhjóli lengur eða krúsa um á flottum gömlum bílum, jú þá er það bílskúrinn og það að gera upp bíla en síðan eru það snjóbrettin sem heilla á veturna meðan beðið er eftir að keyra á einhverju af tækjunum.
Við hjá Mótor & Sport óskum Erlu alls góðs og vonum að fá að fylgjast með henni í keppni í framtíðinni.
mótor &sport 2013