26.7.12

BMW G650 Sertao mótorhjól (2012)

BMW G650 Sertao Fullbúið með töskum
og upphitiuðum handföngum. Myndir / HLJ

 Með fyrirmyndar ABS bremsubúnaði


Fátt finnst mér skemmtilegra en að keyra gott mótorhjól á góðviðrisdögum og ekki hefur það verið afleitt sem af er sumri, enda hef ég verið duglegur að „mótorhjólast“.
Mótorhjólainnflytjandinn Reykjavík Motor Center bauð mér
að prófa nýtt mótorhjól af gerðinni BMW G650 Sertao, en það er með 652 cc einsstrokks vél sem á að skila 48 hestöflum og er 175 kg (fullt af
bensíni 192 kg.). Hjólið er með 21 tommu framgjörð og 17 tommu afturgjörð sem gerir það jafnvígt á malarvegum og á malbiki.


ABS bremsubúnaður til fyrirmyndar


Hjólið sem ég prófaði var að fara sem leiguhjól til Biking Viking hjólaleigunnar og var því útbúið með farangurstöskum og veltigrind sem aukabúnaði. Ég ók hjólinu um 80 km við misjafnar aðstæður og fátt sem kom mér á óvart, þó verð ég að hæla tæknimönnum hjá BMW fyrir hversu langt þeir eru komnir í þróuninni á ABS bremsubúnaðinum í hjólinu. BMW var einn af fyrstu  framleiðendum mótorhjóla til að koma með ABS bremsubúnað í mótorhjól í kringum 1992. Fyrst virkaði þetta einfaldlega ekki í beygjum og á möl, en nú 20 árum seinna má rífa í frambremsu í lausamöl án þess að eiga á hættu að splundrast beint á hausinn. Ég gerði nokkrar tilraunir á þessu á mismunandi hraða og alltaf var útkoman svipuð. Ég tók ABS bremsurnar af og prófaði að bremsa
með og án þeirra og á 30 km hraða stoppaði ég 11 fetum fyrr án ABS en með því (ég vil benda á að ég tel mig hafa þokkalega kunnáttu til mótorhjólaaksturs og bremsuhæfileika eftir 30 ár á mótorhjóli). ABS bremsur eru góðar á þessu hjóli, sérstaklega fyrir byrjendur, en þegar maður venst hjólinu mæli ég með því að ökumaðurinn reyni sig áfram án þeirra (sérstaklega á möl).

Grófur gangur

Gangurinn er svolítið grófur í mótornum, enda 1650 cc stimpill sem skilar tæpum 50 hestöflum og minnir hljóðið í mótornum í hægagangi óneitanlega á gamla Deutz d15 traktorinn sem til var í minni sveit þegar ég var strákur. Að keyra mótorhjól með svona stórar töskur er í fyrstu svolítið skrítið, en venst strax. Þó getur verið leiðigjarnt að vera með topptöskuna í miklum vindi ef maður er einn á
hjólinu, en með farþega og topptösku er betra að keyra hjólið.

Stillanleg fjöðrun

Fjöðrunin er stillanleg og hægt að breyta stillingu á afturdemparanum á ferð, sem er gott ef fram undan er malarkafli.

Eyðir um 4-5 lítrum á hundraðið 

Bensíneyðslan er ekki mikil, en mér sýndist ég hafa farið með innan við 4 lítra af bensíni á þessum 80
km sem ég keyrði hjólið og gæti trúað að meðaleyðslan á 100 km væri nálægt 4-5 lítrum á hundraðið. Lokaniðurstaða er að BMW G650 Sertao er ekta hjól til brúks fyrir flesta vegi í íslensku vegakerfi,
semsagt mótorhjól til að nota

Góð kaup

Verðið á Sertao er lægra en ég bjóst við, en án taskna er það um 2.100.000. Ég mæli þó eindregið
með því að menn kaupi töskur og veltigrind undir mótorinn og bæti þar með tæpum 200.000 krónum við, en hjólið sem ég prófaði var með
svoleiðis útbúnaði og kostar rétt um 2,3 „millur“ (persónulegt mat: góð kaup á mótorhjóli til almenns brúks).


Bændablaðið 
26.07.2012

4.7.12

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þór­ar­inn Karls­son var á leiðinni í grill­veislu ásamt tveim­ur vin­um sín­um þegar líf hans um­turnaðist á nokkr­um sek­únd­um. Þeir voru all­ir á mótor­hjól­um og í full­um rétti þegar bíl úr gagn­stæðri átt var ekið í veg fyr­ir þá. Þór­ar­inn lenti á bíln­um og kastaðist eft­ir göt­unni, lenti á kant­steini og flaug af hon­um eina 3 metra þar sem hann kút­velt­ist og endaði á höfðinu.
Slysið varð vorið 2007 á gatna­mót­um við Reykja­nes­braut og var dæmi­gert að mörgu leyti, þar sem ökumaður ger­ir ekki ráð fyr­ir mótor­hjóli og ekur fyr­ir það. Al­geng­asta teg­und mótor­hjóla­slysa eru árekstr­ar á gatna­mót­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Rann­sókn­ar­nefnd um­ferðarslysa, og í lang­flest­um til­fell­um lend­ir þar sam­an hjóli og bíl. Vand­inn ligg­ur því ekki síður hjá öku­mönn­um bíla, þegar þeir gleyma að taka til­lit til mótor­hjóla í um­ferðinni.
Til­gangs­laust að vera reiður
Þór­ar­inn tví­kjálka­brotnaði, viðbeins­brotnaði og hand­leggs­brotnaði báðum meg­in. Mjaðmakúl­an vinstra meg­in fór í gegn­um mjaðmagrind­ina og vinstri ökkl­inn fór í sund­ur. Rif­bein sem brotnuðu stung­ust í gegn­um lung­un á hon­um og slagæð fór í sund­ur. Þór­arni var haldið sof­andi í önd­un­ar­vél í rúm­ar þrjár vik­ur og út­skrifaðist 6 mánuðum eft­ir slysið eft­ir þrot­lausa end­ur­hæf­ingu á Grens­ás­deild, en rætt var við sjúkraþjálf­ara þar sem unnu með Þór­arni á Mbl.is í gær.
Áverk­arn­ir sem Þór­ar­inn hlaut voru svo al­var­leg­ir að ótrú­legt má heita að hann lifi, enda seg­ist Þór­ar­inn þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi og ekki tjái að velta sér upp úr því sem hann hafi misst. „Það er enda­laust hægt að vera sár og reiður út í lífið, en maður tap­ar sjálf­um sér og öðrum á því að gera það. Slys­in ger­ast og aum­ingja maður­inn sem lenti í því að fara fyr­ir hjól og gera mann örkumla, það er á sam­visk­unni hans allt hans líf."
Breytt­ur maður vegna heilaskaða
Þór­ar­inn hef­ur náð markverðum bata eft­ir slysið, en mun hins­veg­ar aldrei ná sér að fullu. Hann er með lamaða hægri hönd og með stöðuga verki, en þeir áverk­ar sem erfiðast hef­ur reynst að læra að lifa með sjást þó ekki utan á hon­um, því þeir urðu inni í höfðinu á hon­um. Þór­ar­inn seg­ist hafa grín­ast með heilaskaðann fyrst og ekki gert sér grein fyr­ir hvað hann háir hon­um mikið.
Hann á erfitt með að skipu­leggja, muna hluti, finna orð og tala í sam­hengi. Hann seg­ist í fyrsta skipti hafa kynnst því að til sé nokkuð sem heiti and­leg þreyta. „Að gera ekk­ert er leiðin­legt, en svo ef maður fer að reyna að rembast og segja „ég get þetta al­veg" þá kemst maður að því að það er ekki svo­leiðis. Raun­veru­leik­inn er ekki að geta, held­ur að tak­ast á við lífið eins og það er. En það var svo­lítið erfitt fyr­ir mig fyrst að biðja um hjálp." Skaði á fram­heila olli per­sónu­leika­breyt­ing­um, sem hann skynj­ar að vísu ekki sjálf­ur, en hans nán­ustu hafa sagt hon­um það. Hann hef­ur í kjöl­farið m.a. starfað með Hug­ar­fari, fé­lagi fólks með áunn­inn heilaskaða.
Mun fleiri mótor­hjól í um­ferðinni
Marg­falt fleiri mótor­hjól eru í um­ferðinni í dag en fyr­ir ára­tug. Þannig voru 2.279 mótor­hjól skráð árið 2000, en árið 2011 voru þau 9.922 tals­ins. Það er 440% aukn­ing. Á sama tíma fjölgaði mótor­hjóla­slys­um um 230%, sam­kvæmt töl­um frá Um­ferðar­stofu. 32 slösuðust eða lét­ust á mótor­hjóli árið 2000, en 107 árið 2008 sem var metár að þessu leyti. Sem bet­ur fer hef­ur þó dregið úr al­var­leg­ustu slys­un­um, og í fyrra voru þau 74 tals­ins. Hér má sjá kort yfir öll bana­slys í um­ferðinni á Íslandi und­an­far­in 5 ár.
Árið 2007, þegar Þór­ar­inn varð fyr­ir slys­inu, urðu marg­ir mótor­hjóla­menn fyr­ir sams­kon­ar slys­um. Tveir þeirra létu lífið. Þetta varð til þess að Um­ferðar­stofa réðst í aug­lýs­inga­her­ferðina „Fyr­ir­gefðu, ég sá þig ekki", til að hvetja til meiri aðgát­ar gagn­vart mótor­hjól­um. Síðan hef­ur dregið úr al­var­leg­ustu slys­un­um. Ein­ar Magnús Magnús­son, upp­lýs­inga­full­trúi Um­ferðar­stofu, seg­ir að reynsla og viðhorf hafi áhrif og ár­ang­ur­inn megi m.a. þakka því að veg­far­end­ur séu nú orðnir van­ari mótor­hjól­um í um­ferðinni.
Dýr­keypt að gleyma sér eitt augna­blik
Þór­ar­inn tel­ur þó að fólk mætti vera enn meðvitaðra. „Þegar þetta er komið í praks­is og maður er í um­ferðinni, þó að viðhorfið sé að líta tvisvar og allt það þá koma þessi til­felli, að fólki vilji drífa sig til að ná rauða ljós­inu. Það eru alltaf svona smá augna­blik í um­ferðinni þar sem fólk gleym­ir sér eða er bara í sín­um eig­in heimi."



Þór­ar­inn var á mótor­hjóli á leið í grill­veislu þegar ekið var í
veg fyr­ir hann. Ljós­mynd/Þ​ór­ar­inn Karls­son
Þessi litlu augna­blik geti verið dýr, eins og Þór­ar­inn fékk sjálf­ur að reyna. „Ég skildi ekki hvað slys og áhætta er fyrr en ég var sjálf­ur bú­inn að lenda í þessu. Það er í sjálfu sér ekki slysið sjálft, það tek­ur bara ein­hverj­ar sek­únd­ur, en það eru af­leiðing­arn­ar sem fólk er að berj­ast við í mörg, mörg ár. Og það er ekki bara mann­eskj­an sem slasast sem lend­ir í þessu, held­ur allt fólkið í kring sem upp­lif­ir þetta með manni."
Þór­ar­inn bend­ir á að um­ferðarslys séu eins og öf­ugt lottó. Nokkuð sem eng­inn vilji lenda í, en eng­inn reikni held­ur með því. Hann tel­ur að besti hugs­un­ar­hátt­ur­inn í um­ferðinni sé eins og ann­ars staðar, að koma fram við ná­ung­ann eins og sjálf­an sig. Eng­inn breytt hegðun fólks nema það sjálft. „Ég breyti þér ekki, þú breyt­ir þér."


Þór­ar­inn var á mótor­hjóli á leið í grill­veislu þegar ekið var í veg fyr­ir hann. Ljós­mynd/Þ​ór­ar­inn Karls­son


Marg­falt fleiri mótor­hjól eru í um­ferðinni í dag en fyr­ir ára­tug og árið 2007 urðu mörg sams­kon­ar slys og Þór­ar­inn varð fyr­ir.


Mbl.is/​Elín Esther
4.7.2012