8.11.11

Hann er svolítið lifandi strákurinn


 Mótorhjólasafn Íslands var opnað 15.mai 2011 á afmælisdegi Heiðars Þ. Jóhannssonar en hann lést í vélhjólaslysi 2006. Sá sem öðrum fremur á heiðurinn af safninu er Jóhann Freyr Jónsson 43ára oftast kallaður Jói rækja á Akureyri. Um 3000 vinnustundir liggja í sjálboðavinnu í smíði safnsins og námu styrkir til verkefnisins hátt í 100 milljónum. Það meira er: þessu grettistaki var lyft í miðri kreppu.
Hver er þessi kraftaverkamaður, Jói rækja?
 Ætli Jói rækja sé ekki fyrst og fremst maður með ástríðu fyrir lífinu og þá ekki síst mótorhjólum.
Hvaðan fær hann viðurnefnið ?

" Viðurnefnið kviknaði þegar ég var að vinna í Slippnum fyrir langalöngu. Það var rækjuréttur í matinn sem ég ekki borðaði og þá sagði ég upphátt svo allir heyrðu: Oj, rækja! svo festist þetta bara við mig.

Hræðist fátt.

Jói er fæddur og uppalinn Akureyringur. Hann bjó í 10 ár í Reykjavík en fluttist aftur norður upp úr aldamótunum. Hann vann mikið á skemmtistöðum hér áður fyrr og hefur starfað við mótorhjól sem fátt eitt sé nefnt. "Ég hef aldrei hræðst að prófa nýja hluti, þess vegna hef ég stokkið í allann fjandann og hef fyrir vikið dálítið breytt svið að baki".
Hann býr með syni sínum við Grundargötu. Á kærustu en þau búa ekki saman. Glottir og segir svo "Það er kannski ekki auðvelt að búa með manni sem notar eldhúsið til að gera við mótorhjól."
Og viti menn. Þegar blaðamaður litast um í eldhúsinu hjá Jóa sem viðtalið fór fram, kemur í ljós mótorhjól í öðrum enda vistarverunar. Reyndar eru mótorhjól eða ummerki um mótorhjól út um allt á heimilinu og fyrir framan húsið hellingur af vespum sem Jói ætlar að leigja út í sumar " En það hefur ekki unnist tími til þess," segir hann og kímir.

Reif allt í sundur

Mótorhjólaástríðan kviknaði þegar Jói var tíu ára gamall.  Þá leyfði Heiddi (Heiðar Jóhannsson föðurbróðir heitinn) honum að prófa mótorhjól í fyrsta skipti.  Þar með var teningunum kastað.
" Ég var litli óþolandi frændinn, tækjaóður ,breytti reiðhjólunum mínum og bara öllu. Ef ég eignaðist eitthvað þá reif ég það strax í sundur því ég vildi vita hvernig það virkaði."
Hann fann síðar hvað hann fittaði vel inn í  samfélag mótorhjólamanna og æ síðan fundist félagskapurinn einstakur, hann játar aðspurður að mótorhjólafólk hugsi oft meira um andleg mál en gengur og gerist en minna um hið veraldlega, þá sé hjálpsemi mótorhjólamanna einstök. Ef einn lendir í vanda þá eru hinir fljótir að koma til bjargar. Hann segir að auðvitað séu til svartir sauðir til í öllum félagskap en telur að umburðalyndi gagnvart mótorhjólafólki mætti vera betra.

Það er til endalaus orka

Litli óþolandi frændinn hans Heidda sem allt reif í sundur átti eftir að verða einn af bestu vinum hans.Og í dag er vinahópurinn stór enda Jói rækja sagður eiga erfitt með að neita fólki um greiða. Sólahringurinn endaoftlangur hjá honumog margar hendur á lofti. " það er allt í lagi. ég er ofvirkur þannig að ég þarf ekki að sofa neitt mikið" segir hann.
Lítur hann á það sem blessun að vera ofvirkur? " Já ég lít á það sem blessun að hafa fæðst árið 1968 áður en þeir fundu upp rítalínið. Mamma sagði einfaldlega: Hann er svolítið lifandi strákurinn og ég væri ekki sá maður sem ég væri í dag ef búið væri að þjappa mér saman með lyfjum alla ævi"
Engir gallar við þetta ástand?
"jú þetta er kannski að sumu leyti svolítið erfitt en það er alveg yndislegt að geta hamast, það er til endalaus orka."
Hvað er erfiðast? "Svefnleysið. Ég á það til að taka andvökur en það er eitthvað sem bara venst. Maður venst bara því að glápa upp í loftið á nóttunni".

Aukin einstaklingshyggja

Við ræðum nánar vináttu og greiðasemi. Jóa finnst einstaklingshyggja fara vaxndi í samfélaginu, í æ ríkari mæli hugsi hver aðeins um sjálfan sig. Á Akureyri sé ástandið þó skárra en í Reykjavík. "Hér eimir enn að þessari vinahugsun, að menn komi og segi: mig vantar hjálp. Einn reddar öðrum og fær greiða í staðinn, svona vinnuskiptahjálpsemisdæmi. En hér hafa líka orðið miklar breytingar. þegar ég var ungur þá voru götupartý í flestum götum hér a.m.k. einu sinni á ári en þau eru orðin mjög sjaldgæf. Bara svo eitt dæmi sé tekið"
Við ræðum heima og geyma og iðulega ber frændann á góma sem fallinn er frá, en hefur verið reistur glæstur minnisvarði og minningu hans haldið á lofti. Jói man mjög skýrt hvernig honum varð við að fregna andlátið. "Ég ók rútu en hann fór á undan og lendir svo í slysinu og deyr. Ég var ekki í símasambandi lengi og vissi ekkert en svo brjáluðust allir farsímar í rútunni. Ég hugsaði þá bara um að halda áfram að keyra, þorði ekki að stoppa heldur ók og ók sem leið lá þangað til ég komst til vinkonu minnar þar sem ég brotnaði saman. Þetta var ólýsanlegt."

Öllu skellt í hrærivélina

Heiddi hafði sjálfur verið að leita að húsnæði fyrir mótorhjólin sín og Jói og fjölskylda hans ákvað strax að honum gengnum að draumur hans fengi að rætast. " Að koma upp þessu safni var spurning um ástríðu, þrjósku, ofvirkni, og þrautsegjuog þegar því var öllu skellt saman í hrærivél gekk þetta upp."
Jói frábiður sér þó að honum sé þakkað einum.Fjölmargir eigi heiður og þakklætiskilið, enda muni hann varla eftir að hafa fengið neitun hjá nokkrum þeim sem beðinn var um hjálp. 
"Og þetta er rétt að byrja. Næst er að taka eftri hæðina á safninu í notkun. Það gæti orðið með vorinu 2012,"segir Jói eækja með kaffibollann sinn og góðaskapið.
Akureyri BÞ

4.11.11

Á 215 km hraða á hádegi í Bolungarvíkurgöngum



Íbúum Ísafjarðar og Bolungarvíkur stendur ógn af hópi ungra ökumanna sem ekur á yfir 200
kílómetra hraða í gegnum Bolungarvíkurgöng. Vegagerðin hefur mælt 24 farartæki á yfir 170 frá
því göngin voru opnuð og trúa starfsmenn vart eigin augum. Það gerir löggan, þekkir hópinn en
nær ekki því hópurinn vaktar ferðir löggunnar fyrir ógnarhraðaksturinn.

Ungir ökumenn stunda að aka um Bolungarvíkurgöng á ofsahraða. Þeir fylgjast með ferðum
lögreglunnar og tilkynna félögum sínum hvenær óhætt sé að fara í gegn, segir Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum. Mælingar vegagerðarinnar í göngunum mældu vélhjól á 215 kílómetra hraða á klukkustund í göngunum í mars. Hjólið fór um göngin 24 mínútur í tólf á hádegi á þriðjudegi. Vegagerðin mældi níu ferðir á yfir 170 kílómetra hraða á klukkustund á tæpum tuttugu
mínútum. Ekið var fram og til baka, á öfugum vegarhelmingi og réttum, þennan dag. Hjólin gætu því hafa verið fleiri en eitt.

Trúa vart eigin gögnum 

Vegagerðin tók tölurnar saman eftir fyrirspurn Fréttatímans. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri umferðardeildar Vegagerðarinnar, rengdi  þær. „Þetta getur ekki verið.“ Margar mælinganna sýni að ógnarakstur sé stundaður um miðjan dag, þegar nokkur umferð ætti að vera í göngunum og lítið rými til frjáls hraða. „Því verðum við að draga þá ályktun, að svo komnu, að um ótrúverðug gögn sé að ræða,“ segir hann.   Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, finnst gögnin hins vegar trúverðug. Hann viti ekki nákvæmlega hver ók í gegnum göngin á þessum hraða en hafi ákveðinn hóp drengja í huga. „Það skiptir þá engu máli þótt það sé bullandi umferð, bara ef þeir komast í gegnum göngin. Við þekkjum þennan hraðakstur og verðum varir við þetta á einkabílum okkar,“ segir hann og að lögreglan eigi við hópinn dags daglega.

Allt í botn milli hraðamyndavéla 

Önundur segir að vegna þess hve sönnunarbirgðin sé þung þegar umferðarlagabrot eru annars vegar sé lítið hægt að eiga við strákana. „Og það þótt þeir séu vel yfir flugtakshraða Fokker-véla, sem er um 150 km á klukkustund.“ Bolungarvíkurgöngin eru 5,4 kílómetrar á lengd. Um mitt sumar voru settar upp tvær hraðamyndavélar og hefur Vegagerðin ekki mælt hraðakstur yfir 170 frá því á síðasta degi júlímánaðar. „Nú er botngefið og stoppað á milli
myndavélanna,“ segir Önundur. Hraðaksturinn sé því enn til staðar.
Gunnhildur Arna Gunnardóttir
gag@frettatiminn.is