23.9.06
Tían Stofnuð 23 september 2006
í Janúar árið 2007 var Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts var stofnaður til minningar um Heiðar Þ Jóhannsson Snigils nr 10 sem lést í Bifhjólaslysi í júlí 2006
Markmið Klúbbsins.
Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi.
Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd.
Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi.
Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10
Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.
15.9.06
Mótocrossfjölskyldan í alsælu
Vélhjóla- og íþróttaklúbburinn hefur í fyrsta sinn fengið æfinga- og keppnissvæði til frambúðar. Á laugardag verður svæðið, sem er staðsett beint á móti Litlu Kaffistofunni og kallast svæðið Bolalda, formlega opnað. Karl Gunnlaugsson og fjölskylda hans sem tengjast öll mótorcrossíþróttinni á einn eða annan hátt fagna þessu skrefi og þakka sveitarfélaginu Árborg fyrir að úthluta mótorcrossáhugafólki þessu frábæra svæði.
Áhugafólk um mótorcross hefur þurft að sæta mikilli gagnrýni í fjölmiðlum vegna náttúruspjalla af völdum hjólafólks sem keyrir utan vega. Karl Gunnlaugsson hefur stundað þessa íþrótt í 25 ár og segir gagnrýnina óréttmæta því ekki tíðkist innan Vélhjóla- og íþróttaklúbbsins að meðlimir keyri utanvega. „Sveitarfélagiö Ölfus var svo rausnarlegt að gefa okkur stórt keppnis- og æfingasvæði beint á móti Litlu Kaffistofunni. Það svæði kallast Bolalda og erum við í klúbbnum búin að leggja 40-50 kflómetra æfinga- og keppnisbrautir fyrir byrjendur og lengra komna," segir Karl. Hann segir að laugardaginn 16. september verði svæðið formlega opnað og séu allir velkomnir. Þá verður öllum hjá sveitarfélaginu Ölfusi boðið á opnunina og mótorcrossmót verður haldið í öllum keppnisflokkum. „Þetta er ekki lengur strákasport eins og þetta var heldur má segja að þetta sé í dag orðið að fjölskyldusporti þar sem öll fjölskyldan er á sínum hjólum, allt frá 10 ára upp í 70 ára," segir Karl.
Karl rekur mótorcrossbúðina KTM ísland og segir hann aðsókn kvenna í íþróttina hafi aukist mikið. „Það var tæplega fertug kona að byrja í sportinu um daginn og núná er ellefu ára gömul dóuir mín farin að suða um að fá sitt hjól en sonur minn er búinn að vera í sportinu frá sex ára aldri og hann er orðinn sautján ára," segir Karl. Hann segir að konan hans hafi enn ekki haft áhuga á að stíga upp á hjól en hún starfi mikið í félagslífinu innan klúbbsins. Karl segir að á íslandsmótum í mótorcross hafi stundum verið allt upp í 20 konur að keppa.
Áhugafólk um mótorcross hefur þurft að sæta mikilli gagnrýni í fjölmiðlum vegna náttúruspjalla af völdum hjólafólks sem keyrir utan vega. Karl Gunnlaugsson hefur stundað þessa íþrótt í 25 ár og segir gagnrýnina óréttmæta því ekki tíðkist innan Vélhjóla- og íþróttaklúbbsins að meðlimir keyri utanvega. „Sveitarfélagiö Ölfus var svo rausnarlegt að gefa okkur stórt keppnis- og æfingasvæði beint á móti Litlu Kaffistofunni. Það svæði kallast Bolalda og erum við í klúbbnum búin að leggja 40-50 kflómetra æfinga- og keppnisbrautir fyrir byrjendur og lengra komna," segir Karl. Hann segir að laugardaginn 16. september verði svæðið formlega opnað og séu allir velkomnir. Þá verður öllum hjá sveitarfélaginu Ölfusi boðið á opnunina og mótorcrossmót verður haldið í öllum keppnisflokkum. „Þetta er ekki lengur strákasport eins og þetta var heldur má segja að þetta sé í dag orðið að fjölskyldusporti þar sem öll fjölskyldan er á sínum hjólum, allt frá 10 ára upp í 70 ára," segir Karl.
Fleiri konur stunda mótorcross
Hrikalega gaman
„Þetta er hrikalega gaman og það skemmtilegasta sem maður gerir. Þetta er ein erfiðasta íþrótt sem hægt er að stunda því það þarf mikið þrek til að hoppa og stökkva á hjólinu," segir Karl. Hann segir að nauðsynlegt sé að hafa allan öryggisbúnað þegar þessi fþrótt er stunduð. „Það er halló að vera ekki vel búinn og sá sem mætir með derhúfu í gallabuxum fær vinsamlega ábendingu okkar hinna um að koma sér upp öryggisbúnaði. Það kostar á bilinu 500 þúsund til milljón að fjárfesta í hjóli og búnaði, allt eftir því hve flottur maður vill vera á því, en það er svo sannarlega þess virði, þetta er það alskemmtilegasta," segir Karl og hlakkar til að mæta á opnun æfingasvæðisins á Bolöldu á laugardaginn þar sem klúbburinn hefur byggt félagsheimili sem þeir kalla „Stóru Kaffistofuna".Þarf próf á stærri hjólin
Karl segir að börn þurfi að vera orðin 12 ára til að geta ekið vissri stærð hjóla og til að aka stærri hjólunum þurfi vélhjólapróf en á önnur dugar venjulegt bílpróf. „Mótorcrosshjólunum má eingöngu aka á þartilgerðum brautum og það er bannað að aka þeim í almennri umferð. Fólk kemur með hjólin sín á þartilgerðum kerrum og hér á svæðinu er bannað að aka þeim utan slóða svæðisins," segir Karl Gunnlaugsson, forfallinn áhugamaður um mótorcrossíþróttina.
jakobina@dv.is
15.09.2006
15.09.2006
4.9.06
Hættir sem skólastjóri og byrjar að hjóla
FJÖLMARGIR Hafnfirðingar þekkja Hjördísi Guðbjörnsdóttur, sem nú er að láta af störfum sem skólastjóri Engidalsskóla.
Þar hefur hún ráðið ríkjum í 28 ár og annast uppfræðslu hjá nokkrum kynslóðum Hafnfirðinga. Þar áður kenndi hún við Öldutúnsskóla og hefur samtals varið 43 árum ævi sinnar í uppfræðslu ungdómsins. „Það er betra að hætta í fullu fjöri en að lognast út af í starfi. Þetta er erfitt og andlega slítandi starf og mér finnst þetta orðið gott,“ segir Hjördís.
Það eru ávallt tímamót þegar vinnustaður er yfirgefinn í síðasta sinn en það er hugur í Hjördísi, sem hélt upp á sextugsafmælið fyrir þremur árum með því að taka mótorhjólapróf. „Börnin voru farin að heiman og ég var orðinn sjálfs míns herra og ákvað að láta gamlan draum rætast.“ Þá um haustið hafði hún keypt splunkunýtt Yamaha 535 sem hún gaf sjálfri sér í jólagjöf. Það var látið standa inni í forstofu skreytt jólaljósum yfir hátíðina. „Ég hef engan bílskúr þannig að ég sagði við yngsta strákinn minn að það væri von á pakka með sendibíl og bað hann um að hjálpa sendibílstjóranum að koma honum inn í hús. Pakkinn ætti að fara inn í forstofuherbergið. Drengurinn tók síðan á móti mótorhjólinu og varð þá að orði að oft hefði hún mamma þótt skrýtin en aldrei eins og nú.“ Núna nýtur Hjördís þess að fara í stuttar ferðir innanbæjar á hjólinu íklædd níðsterkum mótorhjólagalla úr kevlar og innfæddir þekkja vart aftur gamla skólastjórann sinn.
gugu@mbl.is
Morgunblaðið
4.09.2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)