15.2.06

Fótbrotnaði við að taka draumahjólið úr gámi


Vörður Leví Traustason, forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavik, lenti í hremmingum þegar hann ætláðj að taka mótorhjól frá Bandaríkjunum úr gámi á dögunum.

Hann missti hjólið ofan á sig með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Það verður þvi einhver bið á því að hann prófi hjólið.

Það má eiginlega segja að ég sé að láta gamlan draum rætast," sagði Vörður Leví um kaup sín á
glæsilegu Harley Davidson-mótorhjóli frá Bandaríkjunum á dógunum. „Ég var í löggunni í gamla daga og kynntist þessum hjólum þar en það er ekki nokkur spurning að nýja hjólið mitt er miklu betra en löggu hjólin," sagði Vörður Leví og hló dátt.  Nýja hjólið er 100 ára afmælisútgáfa Harley Davidson og sagði Vörður Leví að það hefði ekki verið dýrt miðað við önnur hjól af sömu tegund.

Þarf að bíða í mánuð 

Eins og áður sagði missti Vörður  Leví hjólið yfir sig þegar hann var að taka það út úr gámnum. „Hjólið stendur enn í gámnum enda er ég ekki í miklu standi til að keyra mótorhjól þessa dagana. Ég þarf að bíða í mánuð í viðbót en það verður bara enn skemmtilegra fyrir vikið,"
sagði hann og bætti því við að hann vonaðist til að komast í göngugifs í dag. „Það verður allt annað líf," sagði Vörður sem hefur verið frá vinnu síðan slysið átti sér stað.

Stofnar Holy Riders 

Vörður Leví var spurður hvort hann sé meðlimur í Harley Davidson-samtökunum á íslandi og sagði hann svo ekki vera. „Ég hafði nú ekki hugsað mér að ganga í samtökin en það er spurning hvort ég stofni ekki  mótorhjólasamtökin Holy Riders hérna í kirkjunni," sagði hann að lokum hlæjandi.
Dagblaðið 15.feb 2006