Óskabörn Óðins er fámennur félagsskapur mótorhjólafólks sem átti ekki
samleið með Bifhjólasamtökum lýðtveldisins, Sniglunum.
Félagar eru
aðeins 23 talsins og eru dreifðir um Ísland og Danmörku. Hvaft er það sem
tengir þessa skeggjuðu, lefturklæddu og stígveluðu kappa saman? Í einu
orði: ást, eins og KRISTA
MAHR komst að þegar hun brá sér á ársþing þeirra.
ljósmyndir: Spessi
Ég hætti að hjóla fyrir þremur árum,“ segir
Trukkurinn. Maðurinn sem stendur við hliðina á mér er með stutt ljóst hár, skær blá
augu og frísklegan roða í kinnum. Hann er
klæddur í leðurvesti með Óskabörn Óðinsmerki saumað á bakið.
„Ég hætti eftir að ég keyrði hjólið mitt inn í
hliðina á lítilli rútu." Trukkurinn eyddi þremur dögum á spítala, missti sjónina tímabundið, braut sjö tennur og mölbraut á sér vinstri
hnéskelina í slysinu.
„En veistu hvað, við eigum okkur allir gælunöfn," hrópar hann til mín og brosir breitt.
Daður hans við dauðann er greinilega mun
minna spennandi umræðuefni í hans augum
en viðurnefni þeirra félaganna. Trukksnafnið, útskýrir hann, kom til vegna þess að
hann átti alltaf stærsta bílinn, stærsta hjólið þar til það fór í spað, og svo á hann líka
vörubílafyrirtæki í Reykjavík.
„Svo þekkir þú auðvitað Elvis,“ segir hann
og bendir. Það er einn af forsetum félagsins
og sá sem vísaði mér í gegnum símann leiðina að hátíðarsvæðinu, sem er eyðibýli við
Suðurströndina. Elvis nikkar til mín og
hverfur svo inn í eldhúsið sem hefur verið
hróflað upp í gamla gripahúsinu.
Það hafði kostað mig diplómatískar samræður að fá samþykki fyrir því að koma á hátíðina. Óskabörnum Óðins hefur ekki alltaf
fundist fjölmiðlar hafa réttan skilning á afstöðu þeirra til lífsins.
„Þetta er svo Púki,” segir Trukkurinn þegar
gult torfærumótorhjól æðir framhjá okkur
með ökumanninum standandi á öðrum fæti
á hnakkinum.
 |
Það var stuð
|
 |
Meðal atriða var að kasta skellinöðrumótor og hraðakeppni að leggja þvottavél í rúst. |
ÞEIR ÚTVÖLDU
 |
Elvis er einn af forsetum félagsins |
Það fær ekki hver sem er aðgang í félagið,"
segir Minkurinn, einn af stofnendum Óskabarnanna. Minkurinn fékk sitt viðurnefni
þegar gömul kærasta hans gaf honum
minkakraga því henni fannst hann eiga ýmislegt sameiginlegt með því skæða rándýri.
Hann er sá eini af upprunalegu stofnendunum sem eftir er. „Við þurfum að kynnast
fólki vel og umgangast það áður en kemur
til greina að skoða aðild," segir Minkurinn. Í heilt ár þurfa mögulegir kandídatar að þola
nákvæma „starfsþjálfun", sem felst reyndar
aðallega í því að mæta í partí og spjalla við
félagsmenn. Að árinu loknu er gengið til atkvæða um umsóknina og þá er nóg að einn
félagi segi nei, þá er aðild úr sögunni um
aldur og eilífð
Sú staðreynd að félagið byggist aðeins á fáeinum útvöldum félögum er eitthvað sem er
Óskabörnunum mjög hugleikið.
Félagið varð til í mars 1988 á miðjum fundi
Sniglanna þegar Minkurinn og tveir félagar
hans stóðu upp, tilkynntu að þeir ætluðu að
stofna eigið félag og gengu á dyr. Í raun segir merki félagsins alla söguna. Það sýnir mann á mótorhjóli bruna út úr snigilhúsi.
Merkingin er augljós; frelsið að vera laus úr
Sniglunum. Óskabörnin eru litlar hópsálir.
Þar eru það fremur einstaklingshyggja og
uppreisnarandi sem svífa yfir vötnum.
Í heilt ár þurfa mögulegir kandidatar að þola nákvæma „starfsþjálfun”, sem felst reyndar aðallega í því að mæta í partí og spjalla við félagsmenn. Að árinu loknu er gengið til atkvæða um umsóknina og þó er nóg að einn félagi segi nei, þó er aðild ór sögunni um aldur og eilífð.
ÞUNN TILVERA
 |
Minkurinn er sá eini af stofnfélögum Óskabarna Óðins sem er enn starfandi í félaginu. |
„Þegar maður var lítill strákur, ímyndaöi
maður sér að mótorhjólalífið væri dálítið
merkilegt mál,“ öskrar bláeygður víkingur,
Kalli að nafni, yfir hávaðann í hljómflutningstækjunum. Miðnætti nálgast og það er
hljómsveit að koma sér fyrir í einu horni
hlöðunnar sem hýsir veisluna. „En svo, þegar maður kynnist þessu liði áttar maður sig
á því að kúltúrinn að baki þessari tilveru er
nú frekar þunnur. Það á sér sína eigin tónlist, sem er frekar léleg, og það á sér sína
eigin listamenn, og listin er frekar slöpp."
Eins og svo margir hér í kvöld er Kalli sjálfur mótorhjólamaður. En hann er ekki meðlimur í félaginu. Óskabörn Óðins buðu öðru
mótorhjólafólki að mæta og dágóður hópur
er kominn til að sýna samstöðu og drekka
bjór þeim til samlætis.
Kalli segir að lengi vel hafi hann haldið að
þessi „þynnka” einskorðaðist við íslenska
mótorhjólaklúbba vegna fámennisins.
„En þetta er eins alls staðar," segir hann.
„Reyndar tekur íslenskt mótorhjólafólk
þennan lífsstíl með meiri stæl en kollegar
þeirra í öðrum löndum. Allt þetta lið er í
þessu af sönnum áhuga. Gaurarnir hér þurfa
bara að vera tveir eða þrír saman einhvers
staðar til þess að steyta hnefana upp í loft,
öskra og æpa til að láta alla í kring vita að
líf þeirra snýst um mótorhjól."
SPYRNAN
Það er ekki hundi út sigandi en það skiptir
engu máli því nú er komið að föstum lið í hátíðarhöldunum; spyrnukeppni á svartri sandströndinni. Jeppar fullir af farþegum með
bjór í hönd hafa raðað sér meðfram fimmtíu
metra langri brautinni. Fyrir aftan tvær appelsínugular keilur er löng röð af mótorhjólum, sem standa hlið við lið; ökumenn þeirra
albúnir til átaka, leðurklæddir frá hvirfli til
ilja. Stemmningin er rafmögnuð, urrandi
hjólin vekja greinilega fölskvalausa gleði
nærstaddra. Fyrstu tvö hjólin þrykkja af
stað og æða eftir ströndinni hlið við hlið. Ég
verð að viðurkenna að þetta er dálítið spennandi. Hver ökumaður keppir tvisvar
þar til eftir standa tvö hraðskreiðustu hjólin,
heimatilbúið þríhjól og gula Fiat torfæruhjólið hans Púka. Þetta er hörkukeppni en á
endanum er það Púki sem brunar á undan
yfir marklínuna. Áhorfendur hverfa glaðir inn
í hlýja jeppana, hefðin hefur verið haldin í
heiðri, nú verður sest að snæðingi.
Ég ætla að fara að láta mig hverfa þegar
Trukkurinn kallar á mig og segir að ég geti
ekki verið þekkt fyrir annað en að borða með þeim. Hann skellir kílói af lambasteik
beint af grillinu á diskinn minn og ég geri
mitt besta til að vinna á skepnunni með
plasthnífapörunum. Ég átta mig á því að það verður dálítið erfitt að segja bless við þessa
gestrisnu kappa.
Þrátt fyrir nafnið þá snýst félagsstarf Óskabarna Óðins ekki sérstaklega um iðkun ásatrúar, en félagið sækir þó hugmyndafræði
sína til norrænu goðana. Herskár og höfðinglegur bragur Óðins er þeirra fyrirmynd
eins og kemur kannski best fram í þessum
texta á einu merkja félagsins:
 |
Viggi, nýjasti meðlimurinnn hann býr í Danmörku |
Guð vill okkur ekki.
Djöfullinn óttast okkur.
Sjáumst í Valhöll.
Maður hefur þó á tilfinningunni að ef þessi
hópur kæmist þangað að leiðarlokum yrði
meira um hópfaðmlög en bardaga og svall.
Kristo Mahr er bandarískur lausapenni sem eyddi síðasta sumri á Íslandi.
Ský 1.8.2003