23.8.03

Mótorhjólaæði hjá ‘68-kynslóðinni

Mótorhjólaeign landsmanna hefur aukist gífurlega á síðustu fjórum árum en slysatíðni minnkað um 30% á sama tíma,“ segir Ísleifur Þorbjörnsson hjá Yamaha á Íslandi og bætir við að helsta aukningin sé hjá körlum yfir 50 ára, sem er hin svokallaða ‘68-kynslóð, en þessir karlar hafa verið að rjúka til umboðanna og kaupa sér mótorhjól undanfarin ár. 


Í sama streng taka þau hjá Harley Davidson umboðinu á Íslandi þótt þau telji kúnnahóp sinn vera meira á milli fertugs og fimmtugs. Þau vilja samt ekki skrifa mótorhjólaáhuga karla á þessum aldri á gráa fiðringinn, enda viðkvæmt mál það, heldur benda þau á að margir þessara manna hafa látið sig dreyma um að eignast mótorhjól í áraraðir. Það sem kemur á óvart við þetta hér á landi er að séu tölurnar bornar saman við Bandaríkin kemur í ljós að mótorhjólaæði ‘68- kynslóðarinnar er síst minna en hér, en þar eykst slysatíðnin hjá körlum á þessum aldri. Talað er um að slys af völdum karla yfir 50 ára sem eru á mótorhjóli hafi aukist um 24% á tæpum 10 árum. Á Íslandi vonast fólk til þess að það gerist ekki á næstu árum og umboðin benda á að karlar á þessum aldri fari með hjólin sín eins og postulín. ■

23.8.2003