27.4.03

Mótorfákar sýndir

BIFHJÓLAFÉLAG Borgarfjarðar; Raftar, stóð fyrir mótorhjólasýningu á sumardaginn fyrsta í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
BIFHJÓLAFÉLAG Borgarfjarðar; Raftar, stóð fyrir mótorhjólasýningu á sumardaginn fyrsta í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Sýnd voru um 20 mótorhjól í eigu Raftanna auk um 30 mótorhjóla, fjórhjóla, vélsleða, fatnaðs og fylgibúnaðar frá ýmsum umboðum og seldust strax tvö hjól. Stöðugur straumur fólks var inn og út úr Íþróttamiðstöðinni allan daginn. Margir vélhjólamenn úr öðrum klúbbum komu á sýninguna, m.a. frá Selfossi og Keflavík og mátti um tíma líta um 80 hjól fyrir utan Íþróttamiðstöðina. Sýning með svipuðu sniði og í ár var haldin í fyrra og stefna Raftar að því að gera hana að árvissum atburði.
Bifhjólafélagið Raftar var stofnað 2001 og eru félagar 40 talsins bæði karlar og konur. Klúbburinn er opinn öllum frá 17 ára aldri sem áhuga hafa á hjólum og hjólaferðum, en ekki er skilyrði að eiga hjól.
MBL