20.3.03

Sex sinnum þyngra en eigandinn

Pétur Ásgeirsson lét drauminn rætast og eignaðsit Glæsilegt ,,Sófasett": 

Pétur Ásgeirsson er yfirvélstjóri á flutningaskipi og lét gamlan draum rætast í fyrra þegar hann eignaöist forláta Yamaha-hjól, hjól sem í daglegu tali hjólafólks er kallað „sófasett". Hjólið heitir Yamaha 1300 Venture og er 370 kílóa flikki með öllu. Pétur er sjálfur aðeins rúm 60 kíló svo að hjólið er sex sinnum þyngra en hann sjálfur. „Margir héldu aö ég myndi ekkert ráða við þetta og sumir kölluðu gripinn Herjólf þegar þeir sáu hann fyrst,“ sagði Pétur. Pétur virðist þó ekki eiga í neinum vandræðum með að höndla gripinn þrátt fyrir þá staðreynd að hann er nýstaðinn upp eftir alvarlegt slys sem hann varð fyrir í fyrra í Hollandi.


„Ég datt niður í lestina á fragtskipinu sem ég vinn á,“ sagði Pétur í viðtali við DV Magasín. „Það brotnaði hryggjarliður og ég missti máttinn fyrir neðan mitti, en sem betur fer aðeins tímabundið. Ég var svo heppinn aö spítalinn sem ég var á er víst einn af þeim bestu í Evrópu.“ Pétur er nú allur að koma til eftir slysið og ráðgerir að byrja aö hjóla 1. maí þegar Sniglamir fagna vori með árlegri hópkeyrslu sinni. 


Sérpantað sætisbak

Yamaha Venture-hjólið er árgerð 2002 og hefur Pétur dundað sér við að bæta utan um það krómi, leöri og ýmsum aukahlutum. 
„Sætisbakið pantaði ég með það fyrir augum að auðvelda mér að hjóla eftir slysið, en það er stillanlegt á ýmsa vegu,“ sagði Pétur. Vélin er V4 og 100 hestöfl og skilar 122 Newtonmetrum af togi. Gírkassinn er fimm gíra og er sá fimmti yfirgír. Hjólið er búið hljómtækjum meö rakaþéttum Surround-hátölurum bæði frammi í mælaborði og aftur á miðjutöskunni. Einnig er talsamband (Intercom) milli farþega og lagt er fyrir geislaspilara og talstöð, svo eitthvað sé nefnt.


-NG     DV.20.3.2003