28.12.02

Postularnir, hafa afhent Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi tækjagjöfBIFHJÓLASAMTÖK Suðurlands,
Postularnir, hafa afhent Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi tækjagjöf  fyrir sjúkrastofu barna á Sjúkrahúsi Suðurlands að verðmæti 166.050 krónur. 


Um er að ræða lækningatæki fyrir augn- og eyrnaskoðun, tölvuleiki, sjónvarpsskáp, myndbandsspólur og ferðaútvarpstæki með geislaspilara og heyrnartólum. Áður höfðu þeir gefið stofnuninni sjónvarpstæki. Við afhendingu gjafarinnar á Þorláksmessu afhentu fulltrúar Postulanna áletraðan skjöld með nöfnum þeirra fyrirtækja sem hafa verið bakhjarlar við fjármögnun gjafanna. Bifhjólasamtökin voru stofnuð 30. apríl árið 2000 á Selfossi af nokkrum einstaklingum og var það markmið félagsins meðal annars að efla mótorhjólamenningu á Suðurlandi. Í dag eru félagsmenn orðnir ríflega 80 talsins. Samtökin ákváðu að láta fleira gott af sér leiða og
hafa efnt til ýmissa viðburða og safnað um leið fé til tækjakaupa fyrir Sjúkrahús Suðurlands. Fjölmörg fyrirtæki hafa stutt þetta framtak Postulanna. „Stofnunin metur þann hlýhug
sem gjöfinni fylgir og leggur áherslu á að það styrkir starfsfólkið í störfum þess,“ sagði Esther Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar, við móttöku gjafarinnar á Þorláksmessu.

Morgunblaðið 28.12.2002

5.12.02

Fallegur Harley Davidson


Draumahjólið mitt.

Sveinn Arnason á eitt fallegasta mótorhjól landsins:Ég hef af því mikla ánægju að eiga þetta hjól en ég get þó með engu móti sagt að ég sé dellukarl á þessu sviði frekar en öðrum," segir Sveinn Árnason, verktaki í Mosfellsbæ, en hann á eitt glæsilegasta mótorhjól landsins, Harley Davidson Electra Glide, árgerð 1968. „Ég eignaðist hjólið í febrúar árið 1984. Fyrstu árin gerði ég lítið við hjólið annað en að aka því mér til skemmtunar. Síðan nokkrum árum seinna tók ég það í gegn stykki fyrir stykki Hver einasti , skrúfuhaus var tekinn og pússaður og settur í króm. Gárungarnir gerðu grín að mér fyrir það að taka meira að segja skrúfurnar í vélinni í gegn. Í þetta fór gríðarlegur tími og ég minnist þess að það fóru  um 1500 vinnustundir í það eitt að Égj pússa upp álið og gera það vel úr garði," segir Sveinn.

„Ég nota hjólið enn þá og fer í stuttar ferðir ef veðrið er gott. Ég hef ekki farið í langar ferðir en lengsta ferðin var á Selfoss þegar sonur minn, Brynjar Örn, gekk að eiga Laufeyju Guðmundsdóttur á Selfossi.
Hjólið var líka notað við brúðkaup dóttur minnar, Evu Bjarkar þegar hún giftist Guðmundi Sigurðssyni.
Við vorum heppin því það var gott veður báða brúðkaupsdagana," segir Sveinn og heldur áfram: „Ég er búinn að aka hjólinu um 1000 km. Það er ekki hægt að vera á því í blautu veðri því það er gríðarlegt verk að þrífa hjólíð. Botninn á mótornum er þrifinn jafnt og aðrir hlutar hjólsins." Sveinn segir að það sé gríðarlega góð tilfinning að eiga hjólið og vita af því heima hjá sér.
„Ég er eins og ég sagði enginn dellukarl. Þetta er engin manía hjá mér eins og til dæmis kylfingum sem verða alveg helteknir af golfinu. Þetta er mjög fallegur gripur og ég hef hugsað mér að eiga hann áfram. Hjólið veitir mér margar ánægjustundir og hefur gert í öll þau ár sem ég hef átt það,
" segir Sveinn Árnason.
SK.

 DV 
5.12.2002