30.12.99

10 helstu mótorhjól aldarinnar á íslandi

- Að mati blaðamanns DV-bíla

Saga mótorhjólsins á íslandi er næstum jafngömul sögu bílsins. Fyrsta hjólið kom til landsins 20. júní árið 1905, réttu ári eftir komu fyrsta bílsins, og var það bílstjóri Thomsens-bílsins sem flutti það inn. Sá hét Þorkell Clemenz og hafði ekki verið sáttur við valið á bílnum þar sem hann var aflvana og bilaði mikið. Til að sýna fram á fleiri og betri kosti fyrir okkar erfiðu aðstæður flutti hann inn þetta mótorhjól og sótti um leið um einkaleyfi á nafni fyrir gripinn og