Forvarnarstarf gegn vímuefnaneyslu unglinga á íslandi hefur hingað til verið mjög svo ómarkvisst og lítið í það lagt. Svo virðist sem ekkert sé að gert fyrr en í óefni er komið. Þá eru dýr meðferðarheimili opnuð og þeim síðan lokað stuttu seinna vegna fjárskorts. Enginn virðist vita hvað á að gera. Það þarf að taka á þessum málum áður en þau verða að raunverulegum vandamálum. Öflugt forvarnarstarf, sem ber árangur, er það sem þarf. Fullorðna fólkið á að koma til móts við unglingana og hlusta á það, sem þeir eru að segja, í stað þess að reyna að þvinga þá inn á brautir sem henta þeim ekki.