29.10.86

Halldór afþakkaði farið

Árni á hjólinu góða -
Honda Shadow 750 '83
„Ég fékk hjólið í sumar," segir Árni Johnsen alþingismaður sem er einn þeirra er aka um götur borgarinnar á mótorhjóli. Hann er eini þingmaðurinn á Alþingi Íslendinga sem mætir í vinnuna á slíku farartæki. „Þetta er stórt hjól og þægilegt," heldur Ámi áfram." Eins og maður sitji í sófa. Og þannig hannað að maður er teinréttur en ekki í keng. Svo hefur það mikið afl, enda er hjólið sjötíu hestöfi." „Ég hef alltaf haft gaman af svona hjólum og tækjum og þegar þetta hjól kom til var það þannig að ég var að versla niðri í bæ og gekk illa að finna bílastæði. Sá þetta hjól, varð strax skotinn í því og þegar það var til sölu keypti ég það samstundis. Það er alls staðar hægt að leggja mótorhjólum."


Er vanur stórveðragjólu


„Fyrst og fremst lít ég á þetta sem handhægt tæki til þess að ferðast á milli - og svo líkar mér vel að fá blæinn í fangið. Er vanur stórveðragjólunni. Stormurinn er mitt veður. Á hjólinu þarf svo að beita sér því þetta er jafnvægislist - hjólin eru tvö en ekki fjögur. Hins vegar verður að segja eins og er að svona farartæki nýtist ekki allt árið á íslandi." Árni bendir á að tíminn nýtist miklu betur þegar mikið þarf að skjótast á milli því hjólið er að mörgu leyfi liprara en bfll. Hins vegar finnst honum lítið tillit tekið til vélhjóla í umferðinni og ökumenn komi klaufalega fram við bifhjólin. „Það er svolítill ballett í umferðinni að vera á mótorhjóli og fyrst maður er ekki smíðaður fyrir venjulegan ballett þá er þetta skemmtileg lausn og tilbreyting. Og svo er það líka að ég hef alltaf haft gaman af þvi að fást við afl og hraða - því er ekki að neita - þótt ég kannski sé sáttari við tilveruna þegar ég sit með lundaveiðiháf eða síg eftir eggjum í bjargi."

Fjölskyldan og Halldór Blöndal


Inntur eftir viðbrögðum við hjólkaupunum játar Árni að þau hafi verið á ýmsa vegu enda séum við íslendingar mikið fordómafólk. „Annars er fjölskyldan ýmsu vön, konan mín var svolítið undrandi en fór vel með það. Ólíklegustu menn hafa sagt við mig „ ...mig hefur alltaf langað í svona hjól..." Og nokkrir félagar minir og samstarfsmenn hafa falast eftir því að fá það lánað og er það velkomið. Það er líka auðheyrt að ýmsir hafa gaman af þessu og menn eru að gantast með þetta. Það sýnir vel viðbrögðin þegar Halldór Blöndal bað mig skutla sér - sem hann gerir gjarnan. Svo sagðist hann aðeins þurfa að ná sér í blað og hringja og þess háttar - sem er líka alvanalegt. Ég er ekki þolinmóðasti maðurí heimi við að bíða eftir öðrum en sagði þarna að allt væri í stakasta lagi og beið rólegur. Þegar Halldór kom og sá tækið sem ég sat á fórnaði hann höndum og sagði: „Ertu á hjóli, ég fer aldrei á svona tæki." Svo hvarf hann bara út í veður og vind! Viðbrögðin voru svona eins og maður hefði boðið honum upp í geimfar - aðra leiðina."

-baj DV 29.10.1988