18.8.21

Íslandsmeistarar í kvartmílu 2021


Guðmundur Alfreð Hjartarson
 sigraði í mótorhjólaflokki G+.
 Ljósmynd/B&B Kristinsson


   Íslands­mót­inu í kvart­mílu lauk á laug­ar­dag­inn en hér má sjá helstu úr­slit í öll­um flokk­um.   Fjórða og síðasta um­ferð Íslands­móts­ins í kvart­mílu var hald­in á Kvart­mílu­braut­inni á laug­ar­dag. Enn sem áður var margt um mann­inn á braut­inni; fjöl­marg­ir þátt­tak­end­ur og glæsi­leg tilþrif.

   Fyr­ir keppn­ina var staðan opin í nokkr­um flokk­um og réðust úr­slit því ekki fyrr en í síðustu spyrn­um dags­ins í all­nokkr­um til­fell­um.
Hilm­ar með stöðugan ár­ang­ur í allt sum­ar


   Það var spenn­andi að fylgj­ast með bar­átt­unni í TS-flokkn­um í sum­ar á milli þeirra Hilm­ars Jac­ob­sen, Harry Her­luf­sen og Haf­steins Val­g­arðsson­ar, en kepp­end­ur mega ekki fara niður fyr­ir 9,99 sek­únd­ur og kepp­ast við að vera sem næst þeim tíma. ft­ir fjór­ar um­ferðir Íslands­móts­ins þá stóð Hilm­ar uppi sem sig­ur­veg­ari í öll­um um­ferðum og lauk keppni með 441 stig. Harry Her­luf­sen kom næst­ur með 360 stig og Haf­steinn var skammt und­an með 354 stig.
Hilm­ar Jac­ob­sen og
Harry Her­lufs­sen tak­ast á
í TS flokkn­um.
Ljós­mynd/​B&B Krist­ins­son

Flott tilþrif í flokki G+ mótor­hjóla

Það var Guðmund­ur Al­freð Hjart­ar­son sem kláraði Íslands­mótið með glæsi­brag á laug­ar­dag­inn og tryggði sér þannig Íslands­meist­ara­titil­inn með 338 stig.

Þeir fé­lag­ar, Guðmund­ur og Davíð Þór Ein­ars­son, hafa háð harða bar­áttu í sum­ar og því var það ekki fyrr en í fjórðu um­ferðinni sem úr­slit­in réðust, en Davíð endaði Íslanda­mótið með 289 stig.

Loka­úr­slit tíma­bils­ins:

DS flokk­ur:

1. sæti Stefán Kristjáns­son

2. sæti Rud­olf Johanns­son

3. sæti Guðmund­ur Þór Jó­hanns­son

HS flokk­ur:

1. Friðrik Daní­els­son

2. Guðmund­ur Þór Jó­hanns­son

3. Elm­ar Þór Hauks­son

OF flokk­ur:

1. Ingólf­ur Örn Arn­ar­son

2. Leif­ur Rós­in­bergs­son

3. Stefán Hjalti Helga­son

SS flokk­ur:

1. Bjarki Hlyns­son

2. Hall­dór Helgi Ing­ólfs­son

3. Sir­in Kongs­an­an

TS flokk­ur:

1. Hilm­ar Jac­ob­sen

2. Harry Samú­el Her­lufs­sen

3. Haf­steinn Val­g­arðsson

ST flokk­ur:

1. Árni Már Kjart­ans­son

2. Kjart­an Guðvarðar­son

Mótor­hjól G+ :

1. Guðmund­ur Al­freð Hjart­ar­son

2. Davíð Þór Ein­ars­son

3. Há­kon Heiðar Ragn­ars­son

Mótor­hjól G- :

1. Ingi Björn Sig­urðsson

2. Erla Sig­ríður Sig­urðardótt­ir

Mótor­hjól B:

1. Björn Sig­ur­björns­son

2. Jón H. Eyþórs­son

3. Ingi Björn Sig­urðsson

mbl | 18.8.2021

26.1.21

Ný vefsíða Tíunnar www.tian.is Þá er það að gerast að nýja vefsíða Tíunnar fer að fara í loftið.    Hingað til hefur vefurinn verið framvísað hingað á þessa bloggspot síðu en nú mun nýja síðan vera vistuð á Íslandi og vera með lénið www.tian.is 
Vefverslun verður á nýju síðunni,og fréttir áfram.


Blogsport síðan
Þessi gamla síða verður áfram uppi á þessari slóð enda geymir hún um 1100 greinar um mótorhjól og tengda viðburði. https://tianbifhjolaklubbur.blogspot.com/