13.1.21

Hurð komin í Tíuherbergið á Safninu

 Mótorhjólasafn Íslands er glæsilegt hús án því er enginn vafi.  En húsið er langt því frá að vera fullklárað. Einn fjórði af húsnæðinu hefur ekki verið fullkárað enda er ekki ókeypis að byggja.


Safnið fékk notaða hurð að gjöf frá Háskólanum á Akureyri með hurðakarmi og gluggum og fékk hurðin því nýjan tilgang.
Hurðin leysir af hólmi ljótri bráðabirgða harmonikku
 hurð sem sést einnig á myndunum.     (Sigurður Smiður.)
 
Hurðin passaði auðvitað ekki nákvæmlega í hurðagatið á Tíuherberginu, en með talsvert miklum breytingum þar sem áður var efri gluggi var efnið nýtt til að breikka hliðarglugga og láta hurðarstykkið passa í gatið.

Verkið var gert af  Sigurður Halmann Egilsson smið og Tómasi Jóhannsyni  og er ekki hægt að segja annað en að vel hafi tekist til.
En nú þarf bara að setja snyrtileg gler í nýju hurðina. 

Stefnt er á að setja parkett á gólfið og ætlar Tían og safnið í sameiningu að leggja það og eftir það verður Tíuherbergið orðið glæsilegur fundarsalur. 

Frábært verk strákar..



Ævintýraferð til Ekvador (3.Kafli)

Ferðasaga á mótorhjóli
Þriðji kafli.
Eftir Ragnar Hólm Gunnarsson 

Silfureyja

9. júní

Þegar ég leit út um gluggann á herberginu um morguninn sá ég bát í flæðarmálinu og fullt af fuglum í kring, stórum kvikindum, og fólk að bjástra við eitthvað. Það var sem sagt löndun í gangi. Þetta var svolítið öðruvísi en maður á að venjast, því báturinn var opinn, þó með mótor, og fisknum var mokað upp í kassa sem þeir báru svo á öxlunum inn í flutningabíl sem var á ströndinni. Tveir héldu bátnum og tveir báru sjó í bala upp í bílinn. Svo var þarna lítil ísframleiðsla í gám við hliðina á hostelinu. Gaman að sjá þetta svona í aksjón.


En ég skellti mér svo í skoðunarferð á silfureyju (Isla de la plata). Á leiðinni út í eyjuna, sem er 42 km frá landi og því góð klukkutíma bátsferð, rákumst við á höfrunga sem voru svo vinsamegir að stilla sér upp fyrir myndatöku 😁🐬. Á þessari eyju er hægt að komast í návígi við sérstaka bláfætta fugla og eyjan er líklega frægust fyrir þá. Þeir kölluðu þá "Blue footed boobies"😆👣. Við fórum í tveggja og hálfs tíma göngutúr um eyjuna með leiðsögn og fengum ýmsan fróðleik, eins og þann að ávextirnir af kaktus um inniheldur metamfetamín í litlu magni, en