12.1.21

BMW mótorhjól ekki ábyrgt fyrir 20 mánaða standpínu

BMW mótorhjólaframleiðandinn hefur aftur unnið í máli sem áfrýjað var vegna mótorhjóls sem átti að hafa valdið því að eigandi þess fékk standpínu sem entist í næstum tvö ár. 

Henry Wolf hélt því fram að BMW K 100 RS hjól hans sem útbúið var með Corbin sæti, hafi valdið þessari sannkölluðu standpínu eftir fjögurra klukkustunda mótorhjólaferð í september árið 2010.

Málið var fyrst höfðað fyrir hæstarétti Kaliforníufylkis í apríl árið 2012 og í málshöfðuninni var því haldið fram að hrukkótt sætið hefði valdið langtíma holdrisi. Wolf vildi bætur vegna vinnumissis, lækniskostnaðar og andlegs álags sem ástandið skapaði.

Málinu var vísað frá í fyrra af dómaranum James J. McBride vegna ónógra sönnunargagna en Wolf áfrýjaði eins og áður sagði. Núna voru það hins vegar þrír dómarar sem að höfnuðu málinu eftir nánari skoðun á sönnunargögnum, meðal annars Doppler gegnumlýsingarskoðun.

Rétturinn samþykkti vitnisburð þvagfæralæknisins Jack McAninch um að Wolf þjáðist af krónískri standpínu en hafnaði vitnisburði taugalæknisins Jonathan Rutchik að titringur í mótorhjólinu hefði getað orðið þess valdandi. Wolf þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað sem hleypur á tugum þúsunda dollara.

Þessi skemmtilega frétt var fengin af vefnum bifhjol.is






Ævintýraferð til Ekvador (2 Kafli)

 Ferðasaga á mótorhjóli.

Annar kafli

Eftir Ragnar Hólm Gunnarsson

2. júní

Fruithaven og nágrenni

Fruithaven er félagsskapur fólks sem er hrávegan eða aðhyllist skylt mataræði. Matti er t.d. frutarian og borðar nánast eingöngu ávexti. Félagsskapurinn skipuleggur uppkaup á landi sem hefur verið rutt til akruyrkju og ræktar upp ávaxtaskóga. Landinu er skipt upp í svæði sem fá númer, t.d. erum við staddir á Fruithaven I en verið fleiri samsvarandi svæði eru í uppbyggingu. Hverju svæði er svo skipt upp í skika þar sem er samfélagssvæði og skikar fyrir einstaklinga. Á samfélagssvæðinu er aðstaða er fyrir ræktun græðlinga og þessháttar auk svæðis til ræktunar í þágu samfélagsins. Þar er einnig samfélagshús þar sem sjálfboðaliðar geta fengið herbergi til að búa í.


Ég hóf daginn á göngutúr um svæðið á meðan Matti fór í gegn um morgunrútínuna sína og hér koma nokkrar myndir af svæðinu. Samfélagshúsið er á myndinni fyrir neðan.

Í dag var stefnan tekin á ávaxtamarkaðina í Gualaquiza og El Pangui. Fyrsta mál á dagskrá var að koma hjólinu aftur yfir hengibrúnna. Það er ekki heiglum hent að keyra svona tryllitæki á þessum blautu og hálu moldarstígum og svo var að koma græjunni upp á brúna. Ég hélt að það yrði ekkert mál, en bleytan var til vandræða.