6.8.20

Átak í gangi til að endurheimta stolið mótorhjól þýsks ferðamanns


Mótorhjóli af gerðinni KTM 620 LC4 var stolið úr bílakjallara Hótels Kletts. Er gripurinn í eigu þýsks ferðamanns. Átak er í gangi til að endurheimta hjólið á vegum meðlima Facebook-hópsins „Hjóladót, tapað, fundið eða stolið“ þar sem fremstur í flokki fer Bjartmar Leósson, en hann hefur fengið viðurnefnið hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðastarfs við að endurheimta stolin hjól og önnur verðmæti.

Eftir eina klukkustund hafði tilkynningu um þjófnaðinn verið deilt tæplega 400 sinnum.

„Þessu var stolið af þýskum túrista. Drullusúrt. Getum við sett DEILINGARMET ?? Stolið í gær úr bílakjallara hótel Kletts. Ef einhver sá sendibíl í grenndinni eða eitthvað grunsamlegt látið lögreglu vita,“ segir í tilkynningunni.

Skáningarnúmer hjólsins er VER MI 51

ÁBS  DV 6.8.2020


5.8.20

Ómar situr uppi með tjón upp á milljón eftir ó­happ í göngunum

Ómar Geirs­son á Siglu­firði lenti í ó­göngum í Stráka­göngum á mánu­dags­kvöld. Hjólið rann undan honum í hár­fínni drullu og skemmdist mikið. Ómar furðar sig á því að ekki sé betur hugað að öryggi mótor­hjóla­manna í göngunum.


Hjólið bara rann undan mér í drullunni. Þetta er alveg hár­fínn leir og svo er bara svo mikill raki þarna inni að þetta verður bara alveg rennandi svell,“ segir Ómar Geirs­son, íbúi á Siglu­firði.

Ómar lenti í kröppum dansi í Stráka­göngum vestan Siglu­fjarðar um kvöld­matar­leytið á mánu­dag þegar mótor­hjólið hans, 2002 ár­gerð af Hondu Gold Wing, rann undan honum. Í sam­tali við Frétta­blaðið furðar Ómar sig á því að ekki sé betur stuðlað að um­ferðar­öryggi í göngunum.

Betur fór en á horfðist

Sem betur fer slasaðist Ómar ekki í ó­happinu og þakkar hann fyrir það. „Ég er með einn mar­blett á vinstri hand­legg og einn mar­blett á hægra hné. Það er allt og sumt sem betur fer,“ segir hann en hlífðar­galli sem hann var í, bæði buxur og jakki, er ó­nýtur. Hann telur sig hafa runnið eina sau­tján metra þegar hann missti stjórn á hjólinu.

Ómar segir að hjólið hafi farið heldur verr út úr ó­happinu en hann. „Ég er svona hálfnaður með að rífa af því það sem er skemmt og ég held að ég sé að verða kominn upp í eina milljón í tjón,“ segir hann.

Ómar segir að ó­happið hafi orðið með þeim hætti að hann var að mæta bif­reið og þurfti að víkja út í út­skot þar sem göngin eru ein­breið. „Yfir­leitt fer maður ekki úr hjól­fari í hjól­far en ég þurfti að gera því það var að koma bíll á móti,“ segir hann en við það rann hjólið undan honum.
„Þetta er alveg hár­fínn leir og svo er bara svo mikill  raki
þarna inni að þetta verður bara alveg rennandi svell,“ segir Ómar
Ómar segir að um­ferð á svæðinu hafi verið mikil í sumar enda Ís­lendingar margir verið á far­alds­fæti. Þá sé malar­náma ekki langt frá og mögu­lega hafi ein­hver jarð­vegur dottið af vöru­bílum sem flutt hafa efni í gegnum göngin. Ekki sé úti­lokað að það hafi stuðlað að þessum að­stæðum.

Nauðsynlegt að þvo göngin reglulega

„Í venju­legum göngum er nú dren­möl með fram mal­bikinu en í þessum göngum er bara drulla með fram, bara brún drulla. Svo er rakinn svo svaka­legur þarna inni,“ segir hann en við það geta myndast hættu­legar að­stæður eins og sannaðist á mánu­dags­kvöld.

Hjólið bara rann undan mér í drullunni. Þetta er alveg hár­fínn leir og svo er bara svo mikill raki þarna inni að þetta verður bara alveg rennandi svell,“ segir Ómar Geirs­son, íbúi á Siglu­firði.

Ómar lenti í kröppum dansi í Stráka­göngum vestan Siglu­fjarðar um kvöld­matar­leytið á mánu­dag þegar mótor­hjólið hans, 2002 ár­gerð af Hondu Gold Wing, rann undan honum. Í sam­tali við Frétta­blaðið furðar Ómar sig á því að ekki sé betur stuðlað að um­ferðar­öryggi í göngunum.



Hlífðargallinn sem Ómar var í er ónýtur eftir óhappið
en sannaði heldur betur ágæti sitt.
Hlífðargallinn sem Ómar var í er ónýtur eftir óhappið en sannaði heldur betur ágæti sitt.
Ómar segir að nauð­syn­legt sé að þvo göngin reglu­lega, en miðað við að­stæður hafi það ekki verið gert lengi. „Þetta var alltaf gert á vorin en nú þarf bara að gera þetta einu sinni í mánuði ef vel á að vera.“ Hann segist ekki vera búinn að hafa sam­band við Vega­gerðina en hann hyggst gera það þegar hann áttar sig betur á tjóninu.

Flaug næstum á hausinn

Það voru góð­hjörtuð hjón sem komu Ómari til að­stoðar eftir ó­happið og að­stoðaði maðurinn hann við að koma hjólinu af götunni og út í kant. „Hann var næstum floginn á hausinn við það. Hann átti ekki eitt auka­tekið orð yfir því hvað það var sleipt þarna inni,“ segir Ómar sem er þakk­látur hjónunum sem hann gleymdi að spyrja hvað hétu.

„Þau voru alveg æðis­leg og mega gjarnan hafa sam­band svo ég geti þakkað þeim al­menni­lega fyrir að­stoðina.“