7.3.20

Ofurhugar reyna við tvö heimsmet á Íslandi

Yonatan og Reid kynntust ýmsu á 15
þúsund kílómetra ferðalagi sínu. 

Aðsend mynd.

Tveir ofurhugar ætla að reyna við tvö heimsmet á rafmagnseinhjóli á Íslandi í sumar. Slógu nýverið heimsmet á rafmótorhjóli með akstri um 48 fylki Bandaríkjanna. Annar þeirra er leiðsögumaður á Höfn og vill setjast að á Íslandi.rafmagnsmótorfákum.

Bandaríski fjallaleiðsögumaðurinn Mike Reid, sem hefur búið á Íslandi í fjögur ár, setti nýverið heimsmet ásamt félaga sínum, Ísraelanum Yonatan Belik. Þeir keyrðu um öll 48 samfelldu fylki Bandaríkjanna á rafmagnsmótorfákum. Þetta er þriðja heimsmet Reids, sem býr á Höfn í Hornafirði, og hyggjast þeir félagar setja tvö til viðbótar á Íslandi á þessu ári.„Þetta var brjálæði. Þetta voru 15 þúsund kílómetrar,“ segir Reid. „Bandaríkin eru svo stór og svo mörg veðrakerfi. Í köldustu veðrunum vorum við orðnir dofnir á höndum og fótum. Ég datt af hjólinu. Fólk hótaði að skjóta okkur. Svona er Ameríka.“
Eitt sinn lentu þeir í stormi í Nýju-Mexíkó, óttuðust ofkælingu og neyddust til að biðja ókunnuga um húsaskjól. Þarna voru stórir hundar og varúðarskilti. „Ég hélt að við yrðum skotnir þegar Yonatan fór

6.3.20

Stærstu hjólin

Í gær birti ég minnsta mótorhjólið í heimi sem hægt var að aka.


Hér í þessu myndbandi ber að líta allt það stærsta....

Margt skrítið í þessum heimi..