5.5.19

Á Heiðarlegum degi Tíunnar ætlum við að hjóla frá Akureyri til Borgarnes á Raftasýningu


Heiðarlegur Dagur er hugsaður þannig ...
Að vera með einhvern viðburð þar sem við
gerum eitthvað hjólatengt sem
við teljum að Heidda hefði líkað vel.
Heiddi hefði orðið 65 ára núna 15 maí.

Hleiðólfs fák ek hrindi á dröfn,
úr hreysum sagna láða.
Hvar hann tekur á hauðri höfn,
bifhjólið mun því ráða.

(úr minningargrein)https://www.facebook.com/events/2160378534016075/

Ferðinni var aflýst vegna Veðurs

1.5.19

1.Maí. Hópakstur og Mótorhjólasafnið

Frá Ráðhústorgi í morgun.
Eins og svo oft áður þá hélt Tían hópakstur mótorhjólafólks á Akureyri þann fyrsta maí.

Þurrt og svalt var veðrið á Akureyri í dag sem voru viss vonbrigði eftir dandalaveðurblíðu undanfarnar vikur á Akureyri.

Tían var búin að undirbúa keyrsluna og fá lögregluna í lið með sér varðandi að loka gatnamótum en nokkrir auka aðilar sáu um að blokka umferð þar sem upp á vantaði sem og nokkrir úr hópkeyrslunni.

Í stuttu máli gekk hópkeyrslan mjög vel hún lagði upp frá Ráðhustorgi , ekinn var góður 12 km hringur um bæinn og endaði hún inn á Mótorhjólasafni þar sem stjórn Tíunnar tók á móti öllum með kaffi ,bakkelsi, vöfflum og rjóma og heitri kjúklingasúpu á vægu galdi.

Allir gátur skoðað safnið og fyllt magann um leið og heyrðist okkur að allir væru mjög ánægðir með framtakið.

Við í Tíunni viljum þakka fyrir þátttökuna og þakka um leið Lögreglunni á Akureyri fyrir veitta hjálp sem auðvitað er ómetanleg.

Næst á dagskrá hjá Tíunni er svo Heiðarlegur Dagur þann 11. maí...   Hópferð í Borgarnes á Mótorhjóla og Fornbílasýningu Rafta.