27.2.19

Vinnukvöld á Safninu á miðvikudögum.

  Mæting á vinnukvöld inn a mótorhjólasafn var ekki mjög góð 3 úr stjórn Tíunnar og þar af ein úr stjórn Safnsins og var málað aðeins,,,,, þetta er aðeins fra kl 20 - 22.

Nóg er eftir að gera... Mætum betur næst i málingargalla.. það þarf að mála meira... tengja þarf salernin og vaska og ganga fra rafmagni.

24.2.19

Er ekki betra að vita hvað maður er að gera áður en maður prófar mótorhjól

Hér á Akureyri bar það við, fyrir rúmum 90 árum, að maður einn fór að rjála við mótorhjól, sem skilið hafði verið eftir fyrir utan hús í Brekkugötu og var vélin í gangi. Maðurinn var óvanur þessu farartæki, en vanur hjólreiðamaður. Settist hann nú á bak að gamni sínu, en varð þess valdandi í sama vetfangi, að reiðskjótinn skellti á skeið mikið. Maðurinn gat setið og stýrt, en kunni ekki að stöðva hjólið.

Hófst nú ægileg reið um Akureyrargötur, svo að allt hrökk undan. Maðurinn stefndi inn í bæinn og fram Eyjafjarðarveg sem fugl flygi. Sá maðurinn, að hann átti líf sitt undir þvi, að hann gæti stýrt svo, að ekki yrði slys. - Segir ekki af för hans fyrr  en hann er kominn fram hjá Saurbæ, 30 km frá Akureyri. Þá stöðvaðist hjólið af sjálfu sér. Vildi svo heppilega til, að  bensínið var þrotið.

Lofaði maðurinn Guð fyrir lífgjöfina, og þóttist sleppa vel úr þeysireið þessari.

ps.... ætli hann hafi verið á Henderson ;)