6.1.19

Vel gert..


Tían mótorhjólaklúbbur hélt aðalfund sinn á dögunum, að því tilefni afhenti stjórn klúbbsins mótorhjólasafninu styrk að upphæð kr. 200 þús. Við viljum þakka kærlega fyrir okkur, og líka fyrir sjónvarpið, örbylguofninn og grillið sem Tían hefur fært okkur það sem af er árinu.
Við viljum minna á að Tían er hollvinaklúbbur safnsins og með því að greiða hið hóflega árgjald þá styrkir þú safnið beint ásamt því að hafa frían aðgang að safninu.
Á myndinni má sjá Sigríði Þrastardóttur formann Tíunnar afhenda Haraldi Vilhjálmssyni formanni stjórnar safnsins styrkinn.

5.1.19

Aðeins 6 mánuðir í Landsmót Bifhjólamanna

Já maður er sko löngu byrjaður að telja niður 

Já Borgarfjörður Tékk.....
en hvar Nákvæmlega....
Jú þið beygjið inn í Lundarreykjadalinn sjá kort....vegur 52

Fyrir þá sem koma að Norðan er stysta leiðin á mótið
að taka leið 53 Hvítárvallaveg
 sem er mitt á milli Baulu og Borgarnes
og bruna þannig beint inn í Lundareykjadal
en nokkur gatnamót samt þar.
(Líklega er það Malarvegur)



2.1.19

Frá Safninu

Tíusíðan Auglýsendur


Tíusíðan er að endurnýja auglýsingarnar sem eru hér á forsíðunni.

15 auglýsingareitir eru í boði og ef það er áhugi á að vera styrktaraðili klúbbsins og fá smá auglýsingu með því þá eru nokkrir reitir lausir

Endilega hafið samband við tian@tian.is og er reiturinn seldur til áramóta næsta árs ,,, svo þeir sem taka reit núna fá ár af auglýsingum..
                                                                                                                        tian@tian.is

26.12.18

Rækju-jóla-hvað

Joi Rækja

Það er nú misjafnt hvernig hver og einn vill eyða jólunum. Flestir halda í hefðirnar og eyða jólunum heima hjá fjölskyldu og vinum, aðrir fara til dæmis til Tenereef og eyða jólunum í hitanum jafnvel með öðrum íslenskum fjölskyldum.


Svo eru það þeir sem eyða jólunum á Suðurpólnum eins og barst okkur í fréttunum á jóladag að íslendingar hefðu eytt jólunum þar.

En allavega einn þe. stjórnarmaður í Tíunni ( Jói Rækja) eyðir jólafríinu á því að keyra Harley Davidson frá Florida til New Orleans og eyða jólunum þar. og svo áramót einhverstaðar í Florida.
 Hægt er að fylgjast með kallinum á Facebook ...