5.11.18

Umferðátak Trúboða 2008 (myndband)

Mótorhjólaklúbburinn Trúboðar stóðu fyrir umferðarátaki þann 24 april 2008 eftir að hafa keyrt með Sniglunum frá Reykjavík til Akranesar en Trúboðarnir tóku við frá Hvalfjarðagöngunum og hjóluðu til
Reykjavíkur með 6 lögreglu hjól ásamt landhelgisgæslu þyrluni, sjúkrabílum og björgunarsveit.

Endaði svo hópaksturinn á tónleikum hjá Hvítasunnukirkjuni í Reykjavík Þar sem lagið í myndbandinu var tekið upp.

4.11.18

Aðalfundur Tíunnar haldinn 3 nóvember 2018

Fundargestir fengu sér súpu og brauð og sallat fyrir fundinn

Aðalfundur Tíunnar starfsárið 2017-2018 haldinn laugardaginn 3. Nóv. kl. 14.00 í Stássinu, Greifanum.


Dagskrá


  • 1. Formaður setur fundinn og kemur með tillögu um Sæbjörgu Kristinsdóttur (Beggu) sem fundarstjóra. Samþykkt samhljóða.
  • 2. Fundarstjóri tekur við og kemur með tillögu um Önnu Guðnýju Egilsdóttur sem fundarritara. Samþykkt samhljóða.
  • 3. Skýrsla stjórnar og nefnda. Formaður Sigríður Dagný flutti.
  • 4. Reikningar. Gjaldkeri Trausti Friðriks. Engar umræður urðu um þá.  Samþykkt samhljóða.
  • 5. Lagabreytingar.  Engar.
  • 6. Stjórnarkjör.