24.5.18

Bíladagar

Bíladagar verða haldnir á aksturíþróttasvæði Bílaklúbbbs Akureyrar að venju dagana 

14-17 júní næstkomandi

Dagskráin verður eftirfarandi 

Fimmtudagur 14 júní 
Buggy Enduro í gryfjunum                                    kl 19:00
Drulluspyrna  í gryfjunum                                     kl 21:00

23.5.18

Vel heppnaður fundur Snigla og bifhjólaklúbba

Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar boðuðu til svokallaðs formannafundar á annan í Hvítasunnu en fundurinn var haldinn til að stilla saman strengi samtakanna og klúbbanna í hagsmunamálum. Fundurinn var vel sóttur en á hann mættu fulltrúar frá bifhjólaklúbbnum Ernir, Ducati klúbbnum, Dúllurum, CMA (Christian Motorcycle Association), Sturlungum, Skutlum, Göflurum, GWRRA á Íslandi og Ruddum.


Auk þess óskuðu fulltrúar Tíunnar á Akureyri og Dreka á Austurlandi eftir samstarfi um þessi mál þótt þeir hefðu ekki náð að senda fulltrúa sinn á fundinn að þessu sinni.



Talsverð umræða var um tryggingamál og er það samhljóma álit að gera þarf gangskör í þeim málum. Endurskoða þarf hvernig málum er háttað varðandi slysatryggingar á Íslandi.

Nokkur umræða var um réttindamál og hvernig stigskipting réttinda væri óréttlát. Loks var rætt um betra samstarf við Vegagerðina og aðra veghaldara þar sem það er eins og bifhjólafólk hafi gleymst í hönnun umferðarmannvirkja að undanförnu og var Miklubrautin tekin sem dæmi í þeirri umræðu.


Kallað var eftir frekar umræðum á milli klúbbana og verður reynt að halda annan slíkan fund seinna á þessu ári. Einnig þarf að vera auðveldara að ná til annarra klúbba en upplýsingar um tengiliði klúbba eru ekki alltaf fyrir hendi á heimasíðum, og er hér með auglýst eftir þeim upplýsingum þar sem það stendur til að setja um sértstaka tengiliðaskrá sem verður uppfærð reglulega.






www.sniglar.is

22.5.18

Pitt Bifhjólaverkstæði býður okkur 10% afslátt af vinnu.


Bræðurnir Gummi og Leibbi hjá
 Pitt Bifhjólaverkstæði bjóða hjólamönnum 10% aflsátt af vinnu verkstæðinu hjá sér við Fjölnisgötu 2b Akureyri.

S467-1777
GSM 8690806

21.5.18

Afsláttur á Hauganesi fyrir Tíufélaga

Baccalá Bar á Hauganesi

Býður Mótorhjólafólki sem kemur við á mótorhjóli upp á Vöfflu eða Köku á 700 kr og fylgir með frítt kaffi.
Fínt er að taka með sundfötin því þarna eru komnir 2 fínustu pottar í fjöruna og flott aðstaða til sjósunds
Tveir heitir pottar flott aðstaða á Hauganesi
Hauganes er mitt á milli Hjalteyrar og Dalvíkur. 

19.5.18

Sniglar boða til Formannafundar


Við þurfum að hafa með okkur meira samstarf að hagsmunamálum mótorhjólafólks,
Og þess vegna hafa Sniglar Bifhjólasamtök Lýðveldisins ákveðið að bjóða formönnum starfandi mótorhjólaklúbba til skrafs og ráðagerða kl 17:00 mánudaginn 21. maí í Sniglaheimilinu.

Að mati Bifhjólasamtaka Lýðveldisins eru það helst þrjú atriði sem brenna á mótorhjólafólki um þessar mundir, en það eru tryggingamál, lagaumhverfið og vegamál. Grípa þarf til samstilltra aðgerða í tryggingamálum og ýta lagabreytingum og forvörnum í vegamálum áfram. Auk þess má tína til mörg smærri atriði og því viljum við hvetja til þessa samtals.


Vonumst til að sjá sem flesta.
www.sniglar.is

Hvítasunnuferð felld niður

Hvítasunnuferð Tíunnar sem vera átti í dag hefur verið felld niður m.a. vegna slæmrar veðurspár. :(